Fátt fær stöðvað illa rekin ríkisfyrirtæki Helgi Vífill Júlíusson skrifar 3. júlí 2019 07:00 BSRB, samtök opinberra starfsmanna, börðust kröftuglega fyrir þá félagsmenn sem starfa hjá Íslandspósti á dögunum þegar mótmælt var einkavæðingu ríkisfyrirtækisins. Í herlúðrunum ómaði gamall, skerandi falskur tónn um mikilvægi ríkisrekstrar á fjölda sviða mannlífsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á hrós skilið fyrir að stíga fram og lýsa yfir áhuga á að selja Íslandspóst. Það getur verið erfitt að viðra hugmyndir sem þessar í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græna. Það skiptir nefnilega sköpum að leiðtogar Sjálfstæðisflokksins tali með þessum hætti. Það hreyfir við umræðunni, eins og sést. Því miður vildi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra stíga varlega til jarðar. Hann taldi ekki tímabært að ræða sölu á fyrirtækinu og vildi sjá hver árangur af rekstrarumbótum á félaginu yrði. Birgir Jónsson, nýr forstjóri Íslandspósts, má eiga það að hann lætur strax til sín taka. Hans fyrsta verk var að setja prentsmiðjuna Samskipti á sölu. Það er lýsandi fyrir óráðsíuna hjá ríkispóstinum að hafa keypt illa rekna prentsmiðju á árunum fyrir hrun. Stjórnendurnir virtust ekki átta sig á þeim takmörkum sem ríkisrekstur setur þeim. Sigurður Ingi þarf að hafa í huga að endurskipulagning á rekstri Íslandspósts breytir ekki þessu þrennu: Í fyrsta lagi á ríkið ekki að reka flutningafyrirtæki sem dreifir bréfum, pökkum og stærri sendingum eins og Íslandspóstur gerir. Hann á ekki að vera í samkeppnisrekstri. Opinberu fé er betur varið í þarfari verkefni. Í öðru lagi felst vandi Íslandspósts í því að bréfasendingum hefur fækkað með tilkomu internetsins. Ríkið sendir til dæmis ekki skattframtöl í pósti nema nauðbeygt. BSRB-liðar segja að póstþjónusta sé mikilvægur innviður en bréfasendingar eru það ekki lengur. Jafnvel þótt svo væri, geta einkafyrirtæki geta sinnt þjónustunni með myndarbrag. Í þriðja lagi er ríkið með einkarétt á bréfasendingum. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, vakti athygli á að Ísland væri síðasta EES-ríkið til að afnema þessa einokun. Framkvæmdastjóri BSRB sagði í grein í Fréttablaðinu í gær að vandi Íslandspósts fælist í skorti á stefnumótun, ekki eignarhaldinu. Í þessu felst rökvilla. Vegna eignarhaldsins var skortur á stefnumótun. Aðhald hluthafa er með allt öðrum hætti en stjórnmálamanna. Það sem ekki skiptir síður máli er að þegar hefðbundin fyrirtæki ná ekki að fóta sig, líða þau undir lok. En vel rekin fyrirtæki fá að lifa áfram. Fátt fær stöðvað illa rekin ríkisfyrirtæki. Í því liggur vandinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
BSRB, samtök opinberra starfsmanna, börðust kröftuglega fyrir þá félagsmenn sem starfa hjá Íslandspósti á dögunum þegar mótmælt var einkavæðingu ríkisfyrirtækisins. Í herlúðrunum ómaði gamall, skerandi falskur tónn um mikilvægi ríkisrekstrar á fjölda sviða mannlífsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á hrós skilið fyrir að stíga fram og lýsa yfir áhuga á að selja Íslandspóst. Það getur verið erfitt að viðra hugmyndir sem þessar í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græna. Það skiptir nefnilega sköpum að leiðtogar Sjálfstæðisflokksins tali með þessum hætti. Það hreyfir við umræðunni, eins og sést. Því miður vildi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra stíga varlega til jarðar. Hann taldi ekki tímabært að ræða sölu á fyrirtækinu og vildi sjá hver árangur af rekstrarumbótum á félaginu yrði. Birgir Jónsson, nýr forstjóri Íslandspósts, má eiga það að hann lætur strax til sín taka. Hans fyrsta verk var að setja prentsmiðjuna Samskipti á sölu. Það er lýsandi fyrir óráðsíuna hjá ríkispóstinum að hafa keypt illa rekna prentsmiðju á árunum fyrir hrun. Stjórnendurnir virtust ekki átta sig á þeim takmörkum sem ríkisrekstur setur þeim. Sigurður Ingi þarf að hafa í huga að endurskipulagning á rekstri Íslandspósts breytir ekki þessu þrennu: Í fyrsta lagi á ríkið ekki að reka flutningafyrirtæki sem dreifir bréfum, pökkum og stærri sendingum eins og Íslandspóstur gerir. Hann á ekki að vera í samkeppnisrekstri. Opinberu fé er betur varið í þarfari verkefni. Í öðru lagi felst vandi Íslandspósts í því að bréfasendingum hefur fækkað með tilkomu internetsins. Ríkið sendir til dæmis ekki skattframtöl í pósti nema nauðbeygt. BSRB-liðar segja að póstþjónusta sé mikilvægur innviður en bréfasendingar eru það ekki lengur. Jafnvel þótt svo væri, geta einkafyrirtæki geta sinnt þjónustunni með myndarbrag. Í þriðja lagi er ríkið með einkarétt á bréfasendingum. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, vakti athygli á að Ísland væri síðasta EES-ríkið til að afnema þessa einokun. Framkvæmdastjóri BSRB sagði í grein í Fréttablaðinu í gær að vandi Íslandspósts fælist í skorti á stefnumótun, ekki eignarhaldinu. Í þessu felst rökvilla. Vegna eignarhaldsins var skortur á stefnumótun. Aðhald hluthafa er með allt öðrum hætti en stjórnmálamanna. Það sem ekki skiptir síður máli er að þegar hefðbundin fyrirtæki ná ekki að fóta sig, líða þau undir lok. En vel rekin fyrirtæki fá að lifa áfram. Fátt fær stöðvað illa rekin ríkisfyrirtæki. Í því liggur vandinn.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun