Íslendingum bjóðast tækifæri á Indlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. júlí 2019 08:15 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna, hér á landi í síðasta mánuði. Gríðarleg tækifæri bjóðast Íslendingum á indverskum markaði, þar sem um 800 milljónir eru í millistétt og mynda einn stærsta neytendamarkað heims. Þetta segir Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna (IIBA), í samtali við Fréttablaðið. Samtökin stóðu fyrir fyrirtækjastefnumóti hér á landi í síðasta mánuði, ásamt Indversk-íslenska viðskiptaráðinu og indverska sendiráðinu í Reykjavík. Fulltrúar sjö indverskra fyrirtækja og tíu íslenskra sóttu fundinn. „Ísland og Indland deila mörgum einkennum menningar og sögu. Á meðan Ísland á elsta lýðræðið er Indland ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Rannsóknir á fornminjum hafa sýnt langa hefð fyrir viðskiptum Indverja við þjóðir annarra heimsálfa. Indland til forna var mikil miðstöð viðskipta. Tækifæri bíða beggja þjóða til þess að vinna að nánari tengslum,“ segir Dewan. Að sögn Dewan gætu Íslendingar einna helst sótt á indverskan markað með tæknivörur og sérfræðiþekkingu er varðar endurnýjanlega orku, heilbrigðisþjónustu, líftækni, sjávarútvegstækni, matvinnslu, kjöt og fisk. Þá gætu Íslendingar notið góðs af þekkingu Indverja á upplýsingatækni, ferðaþjónustu, innviðauppbyggingu, fjarskiptum og gervihnöttum. „Þegar við lítum til viðskipta gætu Íslendingar hagnast á kostnaði framleiðslu og þjónustu með samvinnu við indversk fyrirtæki. Þar sem Indland er stór markaður gæti jafnvel smár hluti gert mikið fyrir íslensk fyrirtæki,“ segir Dewan og bætir við: „Vegna vinnu Guðmundar Árna Stefánssonar sendiherra náðu íslensk fyrirtæki að fá leyfi frá Nýju-Delí til þess að flytja út lambakjöt til Indlands. Íslendingar eru heimsþekktir fyrir lambakjöt sitt. Hið sama gildir um íslenskan fisk.“ Þá segist Dewan sjá að tengsl séu að myndast á milli ríkjanna er kemur að flugsamgöngum, ferðaþjónustu, hönnun og menntun svo fátt eitt sé nefnt. „Ríkin tvö geta grætt mikið á því að deila þekkingu sinni og á því hversu stórt indverska hagkerfið er.“ Dewan segir endurkjör Narendra Modi forsætisráðherra þýða að indverskt viðskiptaumhverfi verði opnara fyrir alþjóðasamfélaginu. „Á síðustu fimm árum hafa stjórnvöld einfaldað ýmsar reglugerðir,“ segir formaðurinn og nefnir til dæmis skattamál, vernd fyrir fjárfestingar og breytingar á dómstólum. Dewan segir samtök sín, IIBA, leika mikilvægt hlutverk í að tengja menningu og viðskiptalíf ríkjanna tveggja. Samtökin aðstoði meðlimi á hvaða hátt sem þarf. Þá segir hann samtökin njóta fulls trausts og stuðnings sendiráðs Indlands á Íslandi og sendiráðs Íslands á Indlandi. „Persónulegt samband mitt við Ísland spannar rúm tuttugu ár og hefur hjálpað til við að styrkja þessi tengsl. Sem formaður IIBA er það skylda mín að tryggja samstarf og viðskipti á milli ríkjanna. Fyrsta opinbera sendinefndin sem Indverjar sendu til Íslands, sem IIBA skipulagði með stuðningi sendiráðanna, kom til Reykjavíkur í júní og náði góðum árangri.“ Dewan segir Indverja og Íslendinga þar hafa rætt um tækifæri á sviði kísilvinnslu, matvælaframleiðslu, textílframleiðslu, lyfja, tækni og ferðamennsku. „Hugmyndin um beint flug á milli Nýju-Delí og Reykjavíkur mun svo fjölga tækifærum enn frekar og styrkja ferðamennsku á milli ríkjanna,“ segir Prasoon Dewan. Birtist í Fréttablaðinu Indland Utanríkismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Gríðarleg tækifæri bjóðast Íslendingum á indverskum markaði, þar sem um 800 milljónir eru í millistétt og mynda einn stærsta neytendamarkað heims. Þetta segir Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna (IIBA), í samtali við Fréttablaðið. Samtökin stóðu fyrir fyrirtækjastefnumóti hér á landi í síðasta mánuði, ásamt Indversk-íslenska viðskiptaráðinu og indverska sendiráðinu í Reykjavík. Fulltrúar sjö indverskra fyrirtækja og tíu íslenskra sóttu fundinn. „Ísland og Indland deila mörgum einkennum menningar og sögu. Á meðan Ísland á elsta lýðræðið er Indland ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Rannsóknir á fornminjum hafa sýnt langa hefð fyrir viðskiptum Indverja við þjóðir annarra heimsálfa. Indland til forna var mikil miðstöð viðskipta. Tækifæri bíða beggja þjóða til þess að vinna að nánari tengslum,“ segir Dewan. Að sögn Dewan gætu Íslendingar einna helst sótt á indverskan markað með tæknivörur og sérfræðiþekkingu er varðar endurnýjanlega orku, heilbrigðisþjónustu, líftækni, sjávarútvegstækni, matvinnslu, kjöt og fisk. Þá gætu Íslendingar notið góðs af þekkingu Indverja á upplýsingatækni, ferðaþjónustu, innviðauppbyggingu, fjarskiptum og gervihnöttum. „Þegar við lítum til viðskipta gætu Íslendingar hagnast á kostnaði framleiðslu og þjónustu með samvinnu við indversk fyrirtæki. Þar sem Indland er stór markaður gæti jafnvel smár hluti gert mikið fyrir íslensk fyrirtæki,“ segir Dewan og bætir við: „Vegna vinnu Guðmundar Árna Stefánssonar sendiherra náðu íslensk fyrirtæki að fá leyfi frá Nýju-Delí til þess að flytja út lambakjöt til Indlands. Íslendingar eru heimsþekktir fyrir lambakjöt sitt. Hið sama gildir um íslenskan fisk.“ Þá segist Dewan sjá að tengsl séu að myndast á milli ríkjanna er kemur að flugsamgöngum, ferðaþjónustu, hönnun og menntun svo fátt eitt sé nefnt. „Ríkin tvö geta grætt mikið á því að deila þekkingu sinni og á því hversu stórt indverska hagkerfið er.“ Dewan segir endurkjör Narendra Modi forsætisráðherra þýða að indverskt viðskiptaumhverfi verði opnara fyrir alþjóðasamfélaginu. „Á síðustu fimm árum hafa stjórnvöld einfaldað ýmsar reglugerðir,“ segir formaðurinn og nefnir til dæmis skattamál, vernd fyrir fjárfestingar og breytingar á dómstólum. Dewan segir samtök sín, IIBA, leika mikilvægt hlutverk í að tengja menningu og viðskiptalíf ríkjanna tveggja. Samtökin aðstoði meðlimi á hvaða hátt sem þarf. Þá segir hann samtökin njóta fulls trausts og stuðnings sendiráðs Indlands á Íslandi og sendiráðs Íslands á Indlandi. „Persónulegt samband mitt við Ísland spannar rúm tuttugu ár og hefur hjálpað til við að styrkja þessi tengsl. Sem formaður IIBA er það skylda mín að tryggja samstarf og viðskipti á milli ríkjanna. Fyrsta opinbera sendinefndin sem Indverjar sendu til Íslands, sem IIBA skipulagði með stuðningi sendiráðanna, kom til Reykjavíkur í júní og náði góðum árangri.“ Dewan segir Indverja og Íslendinga þar hafa rætt um tækifæri á sviði kísilvinnslu, matvælaframleiðslu, textílframleiðslu, lyfja, tækni og ferðamennsku. „Hugmyndin um beint flug á milli Nýju-Delí og Reykjavíkur mun svo fjölga tækifærum enn frekar og styrkja ferðamennsku á milli ríkjanna,“ segir Prasoon Dewan.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Utanríkismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira