Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2019 13:08 Gert er ráð fyrir því að Epstein fari fyrir alríkisrétt í New York á morgun. Getty/Antonprado - Rick Friedman Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein var handtekinn á flugvelli í New Jersey í gær og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ákæran sem um ræðir er talin ná til meintra mansalsbrota á árunum 2002 og 2005, samkvæmt upplýsingum CNN. Samkvæmt heimildarmönnum miðilsins The Daily Beast innan lögreglunnar var Epstein handtekinn fyrir meint mansal á tugum ungmenna. Epstein, sem er 66 ára gamall og áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum, slapp við svipaða alríkiskæru á árunum 2007 og 2008 eftir að hafa náð umdeildu samkomulagi við alríkissaksóknara í Miami, Flórída. Samkomulagið fól í sér að Epstein gekkst við tveimur minni brotum á lögum Flórídaríkis og sat inni í þrettán mánuði. Í staðinn drógu saksóknarar alríkisákærur sínar til baka sem hefðu getað lengt fangelsisdóm hans. Samkomulagið er talið hafa leitt til þess að bandaríska alríkislögreglan FBI stöðvaði rannsókn sína á meintum brotum Epstein. Á meðan fangelsisdvöl hans stóð var honum leyft að fara út sex daga vikunnar til þess að fá að vinna á skrifstofu sinni. Meira en áratugur er síðan Epstein komst fyrst í fjölmiðla vegna ásakana þess efnis að hann hafi borgað tugum stúlkna, allt niður í 14 til 15 ára aldur, fyrir að senda sér kynferðisleg skilaboð. Gert er ráð fyrir því að Epstein fari fyrir alríkisrétt í New York á morgun. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sagður hafa gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna Raymond Rodio III er ákærður í alls tólf liðum fyrir mansal og að stuðla að vændi. 25. apríl 2019 23:01 Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45 Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein var handtekinn á flugvelli í New Jersey í gær og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ákæran sem um ræðir er talin ná til meintra mansalsbrota á árunum 2002 og 2005, samkvæmt upplýsingum CNN. Samkvæmt heimildarmönnum miðilsins The Daily Beast innan lögreglunnar var Epstein handtekinn fyrir meint mansal á tugum ungmenna. Epstein, sem er 66 ára gamall og áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum, slapp við svipaða alríkiskæru á árunum 2007 og 2008 eftir að hafa náð umdeildu samkomulagi við alríkissaksóknara í Miami, Flórída. Samkomulagið fól í sér að Epstein gekkst við tveimur minni brotum á lögum Flórídaríkis og sat inni í þrettán mánuði. Í staðinn drógu saksóknarar alríkisákærur sínar til baka sem hefðu getað lengt fangelsisdóm hans. Samkomulagið er talið hafa leitt til þess að bandaríska alríkislögreglan FBI stöðvaði rannsókn sína á meintum brotum Epstein. Á meðan fangelsisdvöl hans stóð var honum leyft að fara út sex daga vikunnar til þess að fá að vinna á skrifstofu sinni. Meira en áratugur er síðan Epstein komst fyrst í fjölmiðla vegna ásakana þess efnis að hann hafi borgað tugum stúlkna, allt niður í 14 til 15 ára aldur, fyrir að senda sér kynferðisleg skilaboð. Gert er ráð fyrir því að Epstein fari fyrir alríkisrétt í New York á morgun.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sagður hafa gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna Raymond Rodio III er ákærður í alls tólf liðum fyrir mansal og að stuðla að vændi. 25. apríl 2019 23:01 Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45 Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Sagður hafa gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna Raymond Rodio III er ákærður í alls tólf liðum fyrir mansal og að stuðla að vændi. 25. apríl 2019 23:01
Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45
Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44