Efling telur engan vafa á að Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2019 15:47 Eldum rétt er sagt vera eitt af nokkrum fyrirtækjum sem keypt hafa vinnuafl af starfsmannaleigunni. Vísir/Ernir Stéttarfélagið Efling telur engan vafa á því að fyrirtækinu Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð á öllum þeim brotum sem framin voru á starfsmönnum sem það leigði frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu sagði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar að á sáttafundi aðilanna fyrr í vikunni hafi þau viljað gefa fyrirtækinu færi á að rétta hlut starfsmannanna sem um ræðir: „Þar setjum við fram að okkar mati hóflegt tilboð sem er hugsað til að gefa fyrirtækinu færi á því að sýna raunverulegan vilja til að rétta hlut þeirra sem þarna var brotið á. Því var einfaldlega hafnað.“ Í ljósi þess telji hann fátt annað í stöðunni en að fylgja málinu eftir af fullum krafti fyrir dómi. Forsvarsmenn Eldum rétt hafa sagt í fjölmiðlum að starfsmennirnir sem um ræðir hafi einungis starfað hjá þeim í fjóra daga. Efling segir að fyrirtækið hafi aldrei afhent gögn þess efnis í viðræðum fyrirtækisins við félagið, eða kosið að gera vinnutíma starfsmannanna að umræðuefni fyrr en dómsmálið kom upp í fjölmiðlum. Jafnframt kemur fram í máli Eflingar að í stefnunni á hendur fyrirtækinu sé krafist endurgreiðslu á ólögmætum launafrádrætti, en einnig miskabóta fyrir „þá svívirðu sem mennirnir voru látnir sæta“. Á sáttafundi í liðinni viku hafi Efling lagt fram sáttatilboð sem tók mið af því að Eldum rétt hafi þegar greitt fyrrverandi starfsmönnunum hluta þeirrar upphæðar. Fram kom í tilkynningu Eldum rétt frá því fyrr í dag Efling hafi á fundinum tekið skýrt fram að engin önnur lausn væri til að ljúka málinu en að Eldum rétt myndi greiða 4.404.295 krónur vegna málsins en af þeirri fjárhæð væru þrjár milljónir í miskabætur. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar í máli Rúmena Efling segir þetta vera í annað sinn sem Eldum rétt hafni sáttatilboði Eflingar. 6. júlí 2019 11:05 Segir það einlægan vilja að standa undir keðjuábyrgð Fyrirtækið Eldum rétt ehf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tilkynningu Eflingar frá því í gær er svarað. 7. júlí 2019 10:18 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Stéttarfélagið Efling telur engan vafa á því að fyrirtækinu Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð á öllum þeim brotum sem framin voru á starfsmönnum sem það leigði frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu sagði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar að á sáttafundi aðilanna fyrr í vikunni hafi þau viljað gefa fyrirtækinu færi á að rétta hlut starfsmannanna sem um ræðir: „Þar setjum við fram að okkar mati hóflegt tilboð sem er hugsað til að gefa fyrirtækinu færi á því að sýna raunverulegan vilja til að rétta hlut þeirra sem þarna var brotið á. Því var einfaldlega hafnað.“ Í ljósi þess telji hann fátt annað í stöðunni en að fylgja málinu eftir af fullum krafti fyrir dómi. Forsvarsmenn Eldum rétt hafa sagt í fjölmiðlum að starfsmennirnir sem um ræðir hafi einungis starfað hjá þeim í fjóra daga. Efling segir að fyrirtækið hafi aldrei afhent gögn þess efnis í viðræðum fyrirtækisins við félagið, eða kosið að gera vinnutíma starfsmannanna að umræðuefni fyrr en dómsmálið kom upp í fjölmiðlum. Jafnframt kemur fram í máli Eflingar að í stefnunni á hendur fyrirtækinu sé krafist endurgreiðslu á ólögmætum launafrádrætti, en einnig miskabóta fyrir „þá svívirðu sem mennirnir voru látnir sæta“. Á sáttafundi í liðinni viku hafi Efling lagt fram sáttatilboð sem tók mið af því að Eldum rétt hafi þegar greitt fyrrverandi starfsmönnunum hluta þeirrar upphæðar. Fram kom í tilkynningu Eldum rétt frá því fyrr í dag Efling hafi á fundinum tekið skýrt fram að engin önnur lausn væri til að ljúka málinu en að Eldum rétt myndi greiða 4.404.295 krónur vegna málsins en af þeirri fjárhæð væru þrjár milljónir í miskabætur.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar í máli Rúmena Efling segir þetta vera í annað sinn sem Eldum rétt hafni sáttatilboði Eflingar. 6. júlí 2019 11:05 Segir það einlægan vilja að standa undir keðjuábyrgð Fyrirtækið Eldum rétt ehf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tilkynningu Eflingar frá því í gær er svarað. 7. júlí 2019 10:18 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15
Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26
Eldum rétt hafnaði sáttatilboði Eflingar í máli Rúmena Efling segir þetta vera í annað sinn sem Eldum rétt hafni sáttatilboði Eflingar. 6. júlí 2019 11:05
Segir það einlægan vilja að standa undir keðjuábyrgð Fyrirtækið Eldum rétt ehf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tilkynningu Eflingar frá því í gær er svarað. 7. júlí 2019 10:18
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent