Flýtimeðferð Guðmundur Brynjólfsson skrifar 8. júlí 2019 07:00 Íslendingar trúa því að þeir séu sérstakir átaksmenn, afkastamiklir akkorðsmenn; oft er vísað í vertíðarstemminguna. En stenst þetta, hvað gerum við þegar mikið liggur við? Við byrjum á því að opna samráðsgátt, sem er höfð opin í mánuð eða tvo. Það er lýðræðislegt. Og samhliða, eða nokkrum mánuðum seinna (sem er nánast það sama), er skipaður vinnuhópur til þess að fara yfir það sem barst í samráðsgáttina. Þegar vinnuhópurinn hefur eftir 4-6 vikur skilað til rýnihóps er málið yfirleitt komið á borð nefndar áður en mjög langt um líður (óræð tímamæling). Þegar nefndin hefur starfað í hálft ár eða svo kemst hún að því – oftast kengbogin í krísu – að hún hefur ekki nægar valdheimildir. Bíður hún þá um sinn til þess að athuga hvort valdheimildirnar detti ekki af himnum ofan. Það gerist ekki – fyrir því er reynsla. Því þarf ráðherra að skerast í leikinn og auka valdheimildir nefndarinnar. Það gerir ráðherra ekki fyrr en eftir að í honum hefur verið djöflast í hálfan mánuð eða svo (eftir að í hann næst), en það tekur ekki minna en tíu daga að finna ráðherra. Ráðherrann eykur þá valdheimildir og gefur nefndinni aukið svigrúm til starfa. Það lukkast vel og nefndin skilar áliti – og tillögum ef minnisblað ráðherra gaf slík fyrirmæli. Þegar niðurstöðum hefur verið vísað til þeirrar stofnunar sem á að sinna mikilvæga málinu þá kemur oftar en ekki í ljós – eftir mánuð eða svo – að stofnunina skortir fé til þess að hrinda því í framkvæmd sem nefndin lagði til. Þá er að bíða þess að ný fjárlög komi, ári seinna, til afgreiðslu Alþingis. Það er engu logið með eljuna! Íslendingar eru vertíðarmenn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Hælisleitendur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Íslendingar trúa því að þeir séu sérstakir átaksmenn, afkastamiklir akkorðsmenn; oft er vísað í vertíðarstemminguna. En stenst þetta, hvað gerum við þegar mikið liggur við? Við byrjum á því að opna samráðsgátt, sem er höfð opin í mánuð eða tvo. Það er lýðræðislegt. Og samhliða, eða nokkrum mánuðum seinna (sem er nánast það sama), er skipaður vinnuhópur til þess að fara yfir það sem barst í samráðsgáttina. Þegar vinnuhópurinn hefur eftir 4-6 vikur skilað til rýnihóps er málið yfirleitt komið á borð nefndar áður en mjög langt um líður (óræð tímamæling). Þegar nefndin hefur starfað í hálft ár eða svo kemst hún að því – oftast kengbogin í krísu – að hún hefur ekki nægar valdheimildir. Bíður hún þá um sinn til þess að athuga hvort valdheimildirnar detti ekki af himnum ofan. Það gerist ekki – fyrir því er reynsla. Því þarf ráðherra að skerast í leikinn og auka valdheimildir nefndarinnar. Það gerir ráðherra ekki fyrr en eftir að í honum hefur verið djöflast í hálfan mánuð eða svo (eftir að í hann næst), en það tekur ekki minna en tíu daga að finna ráðherra. Ráðherrann eykur þá valdheimildir og gefur nefndinni aukið svigrúm til starfa. Það lukkast vel og nefndin skilar áliti – og tillögum ef minnisblað ráðherra gaf slík fyrirmæli. Þegar niðurstöðum hefur verið vísað til þeirrar stofnunar sem á að sinna mikilvæga málinu þá kemur oftar en ekki í ljós – eftir mánuð eða svo – að stofnunina skortir fé til þess að hrinda því í framkvæmd sem nefndin lagði til. Þá er að bíða þess að ný fjárlög komi, ári seinna, til afgreiðslu Alþingis. Það er engu logið með eljuna! Íslendingar eru vertíðarmenn!
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar