Ástin á yfirvigtinni Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 20. júní 2019 07:00 Sumarið 2002 varð ég mamma þegar dásamleg dóttir fæddist í upphafi HM í fótbolta. Næturmjaltirnar fóru saman við leikjaplan í Japan og Suður-Kóreu og allt var eins og það átti að vera. Móðurhlutverkið breytti lífinu og hvernig ég skynjaði aðstæður (hættur alls staðar), hvernig ég svaf (svaf ekki) og sem mamma veit ég að til er ást sem er engri annarri lík. Stærsta breytingin varð þó vitaskuld á því hvernig ég pakka fyrir ferðalög. Sem mamma finnst mér notalegt að líta yfir farþegahópinn í flugtaki og vita að ég er með lyf og hitalækkandi stíla fyrir allan hópinn. Með ferðaapótekinu mínu hef ég unnið með hugmyndafræði lækna án landamæra og er með allar stærðir plástra og sárabinda, verkjalyf og hitalækkandi, magasýrutöflur, smyrsli og kælandi krem, bómullargrisjur og sótthreinsi. Ég vil getað líknað sjúkum og gæti í sjálfu sér framkvæmt einfaldari skurðaðgerðir í flugi. Eftir að fréttir af flugdólgum tóku að berast er ég alltaf með rúllu af sterku límbandi meðferðis. Við mæðgur flugum í vikunni með 50 kíló af fatnaði á áfangastað þar sem við klæðumst sundbol. Saumaboxið er meðferðis þar sem ég er með nál, skæri, nælur og auðvitað tvinna í helstu grunnlitum. Við erum með snyrti- og hárvörur og ýmis hreinsandi töfrakrem upp á nokkur kíló. Og ég er með flísatöngina ef erfiða hárið kemur. Móðurhlutverkið hefur kennt mér nokkrar lexíur. Ein er að sumt er bara eins og það er. Það veitir mér til dæmis djúpstæða hugarró að vera undir öll ósköp heimsins búin á ferðalagi; vetrarstorm, óvænt boð með áskilnaði um síðkjól og sjónvarpsförðun, eða bráðaaðgerð. Að loka blýþungum ferðatöskunum vitandi að ég er reiðubúin er hluti af ferðalaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið 2002 varð ég mamma þegar dásamleg dóttir fæddist í upphafi HM í fótbolta. Næturmjaltirnar fóru saman við leikjaplan í Japan og Suður-Kóreu og allt var eins og það átti að vera. Móðurhlutverkið breytti lífinu og hvernig ég skynjaði aðstæður (hættur alls staðar), hvernig ég svaf (svaf ekki) og sem mamma veit ég að til er ást sem er engri annarri lík. Stærsta breytingin varð þó vitaskuld á því hvernig ég pakka fyrir ferðalög. Sem mamma finnst mér notalegt að líta yfir farþegahópinn í flugtaki og vita að ég er með lyf og hitalækkandi stíla fyrir allan hópinn. Með ferðaapótekinu mínu hef ég unnið með hugmyndafræði lækna án landamæra og er með allar stærðir plástra og sárabinda, verkjalyf og hitalækkandi, magasýrutöflur, smyrsli og kælandi krem, bómullargrisjur og sótthreinsi. Ég vil getað líknað sjúkum og gæti í sjálfu sér framkvæmt einfaldari skurðaðgerðir í flugi. Eftir að fréttir af flugdólgum tóku að berast er ég alltaf með rúllu af sterku límbandi meðferðis. Við mæðgur flugum í vikunni með 50 kíló af fatnaði á áfangastað þar sem við klæðumst sundbol. Saumaboxið er meðferðis þar sem ég er með nál, skæri, nælur og auðvitað tvinna í helstu grunnlitum. Við erum með snyrti- og hárvörur og ýmis hreinsandi töfrakrem upp á nokkur kíló. Og ég er með flísatöngina ef erfiða hárið kemur. Móðurhlutverkið hefur kennt mér nokkrar lexíur. Ein er að sumt er bara eins og það er. Það veitir mér til dæmis djúpstæða hugarró að vera undir öll ósköp heimsins búin á ferðalagi; vetrarstorm, óvænt boð með áskilnaði um síðkjól og sjónvarpsförðun, eða bráðaaðgerð. Að loka blýþungum ferðatöskunum vitandi að ég er reiðubúin er hluti af ferðalaginu.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun