Ekki alveg jafn einstakt og Guðmundur landsliðsþjálfari talaði um Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 12:30 Erlingur Richardsson og Guðmundur Guðmundsson. Samsett mynd/Getty og Andri Marinó Tveir íslenskir handboltaþjálfarar voru reiðubúnir að veðja á unga leikmenn í lykilhlutverkum í landsliðum sínum og tókst þeim báðum að koma landsliðum sínum á Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Erlingur Richardsson þjálfari hollenska handboltalandsliðsins getur ekki verið alveg sammála þeirri fullyrðingu Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, þjálfara íslenska landsliðsins, um að aldursskipting íslenska landsliðsins í júníleikjunum sé einstök meðal handboltalandsliða Evrópu. Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM 2020 en það gerði líka hollenska landsliðið undir stjórn Erlings. Þetta er í fyrsta sinn sem Hollendingar verða með á EM í handbolta og líkt og Guðmundur hér á Íslandi þá er landi hans Erlingur að búa til framtíðarlandslið í Hollandi. Eftir síðasta leik Íslands í undankeppninni talaði Guðmundur Guðmundsson um að það væri einstakt í Evrópu að spila fimm leikmönnum, fæddum 1995 eða síðar, í fyrstu sókninni eða fyrstu vörninni, líkt og var raunin hjá íslenska liðinu á móti Tyrkjum. „Þetta er einstakt bara. Það er ekkert lið í Evrópu í sömu stöðu. Við ákváðum bara að taka þessi skref að mörgu leyti fyrr en við plönuðum þannig lagað. Við ákváðum bara að taka ákveðin skref. Þau hafa verið sársaukafull og erfið. Ég er bara mjög stoltur af liðinu í dag. Við eigum auðvitað langt í land og við munum misstíga okkur á leiðinni. Við eigum tvö til þrjú ár í land með þetta lið. Við verðum að gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn. Við frekari skoðun kemur í ljós að þetta var ekki alveg jafn einstakt og Guðmundur landsliðsþjálfari talaði þarna um. Meðalaldur íslenska liðsins í leiknum var 26,2 ár en meðalaldur hollenska liðsins sem tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn var ekki nema 26,3 eða nánast það sama og hjá Íslandi. Erlingur Richardsson byrjaði líka með kornunga miðjublokk í lokaleiknum hjá Hollandi en þar voru tveir leikmenn fæddir árið 1996, einn fæddur árið 1995 og loks einn fæddur árið 1997. Sóknarmaðurinn og leikstjórnandinn Luc Steins er síðan fæddur árið 1995 en hann byrjaði fyrstu sókn liðsins. Fimm af átta byrjunarliðsmönnum Hollendinga voru því fæddir árið 1995 eða síðar. Sama var upp á teningnum hjá Guðmundi í byrjunarliði Íslands í leiknum á móti Tyrklandi. Þar var 19 ára markvörður (Viktor Gísli), 20 ára skytta (Teitur), 22 ára leikstjórnandi (Elvar Örn), 22 ára línumaður (Ýmir) og 24 ára varnarmaður (Daníel). Fimm af átta byrjunarliðsmönnum voru því fæddir 1995 eða síðar. Íslenska liðið er samt sem áður aðeins yngra en það hollenska, bæði byrjunarliðið sem og allur leikmannahópurinn. Það munar aftur á móti ekki miklu eins og sjá má hér fyrir neðan.Ungir leikmenn í íslensku vörninni eða þeir Ýmir Örn Gíslason og Daníel Þór Ingason.Vísir/Andri MarinóByrjunarliðsmenn Íslands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður (2000 - 19 ára) Guðjón Valur Sigurðsson, horn (1979 - 40 ára) Aron Pálmarsson, skytta (1990 - 29 ára) Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi (1997 - 22 ára) Teitur Örn Einarsson, skytta (1998 - 20 ára) Arnór Þór Gunnarsson, horn (1987 - 32 ára) Ýmir Örn Gíslason, lína (1997 - 22 ára) Daníel Þór Ingason, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,1 árMeðalaldur markaskorara: 27,0 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,2 árByrjunarliðsmenn Hollands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Gerrie Eijlers, markvörður (1980 - 39 ára) Jeffrey Boomhouwer, horn (1988 - 31 árs) Luc Steins, leikstjórnandi (1995 - 24 ára) Ephrahim Jerry, leikstjórnandi (1996 - 23 ára) Kay Smits, skytta (1997 - 22 ára) Bobby Schagen, horn (1990 - 29 ára) Evert Kooijman, lína (1996 - 23 ára) Robin Schoenaker, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,9 árMeðalaldur markaskorara: 26,2 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,3 ár EM 2020 í handbolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir FH - KA | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira
Tveir íslenskir handboltaþjálfarar voru reiðubúnir að veðja á unga leikmenn í lykilhlutverkum í landsliðum sínum og tókst þeim báðum að koma landsliðum sínum á Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Erlingur Richardsson þjálfari hollenska handboltalandsliðsins getur ekki verið alveg sammála þeirri fullyrðingu Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, þjálfara íslenska landsliðsins, um að aldursskipting íslenska landsliðsins í júníleikjunum sé einstök meðal handboltalandsliða Evrópu. Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM 2020 en það gerði líka hollenska landsliðið undir stjórn Erlings. Þetta er í fyrsta sinn sem Hollendingar verða með á EM í handbolta og líkt og Guðmundur hér á Íslandi þá er landi hans Erlingur að búa til framtíðarlandslið í Hollandi. Eftir síðasta leik Íslands í undankeppninni talaði Guðmundur Guðmundsson um að það væri einstakt í Evrópu að spila fimm leikmönnum, fæddum 1995 eða síðar, í fyrstu sókninni eða fyrstu vörninni, líkt og var raunin hjá íslenska liðinu á móti Tyrkjum. „Þetta er einstakt bara. Það er ekkert lið í Evrópu í sömu stöðu. Við ákváðum bara að taka þessi skref að mörgu leyti fyrr en við plönuðum þannig lagað. Við ákváðum bara að taka ákveðin skref. Þau hafa verið sársaukafull og erfið. Ég er bara mjög stoltur af liðinu í dag. Við eigum auðvitað langt í land og við munum misstíga okkur á leiðinni. Við eigum tvö til þrjú ár í land með þetta lið. Við verðum að gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn. Við frekari skoðun kemur í ljós að þetta var ekki alveg jafn einstakt og Guðmundur landsliðsþjálfari talaði þarna um. Meðalaldur íslenska liðsins í leiknum var 26,2 ár en meðalaldur hollenska liðsins sem tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn var ekki nema 26,3 eða nánast það sama og hjá Íslandi. Erlingur Richardsson byrjaði líka með kornunga miðjublokk í lokaleiknum hjá Hollandi en þar voru tveir leikmenn fæddir árið 1996, einn fæddur árið 1995 og loks einn fæddur árið 1997. Sóknarmaðurinn og leikstjórnandinn Luc Steins er síðan fæddur árið 1995 en hann byrjaði fyrstu sókn liðsins. Fimm af átta byrjunarliðsmönnum Hollendinga voru því fæddir árið 1995 eða síðar. Sama var upp á teningnum hjá Guðmundi í byrjunarliði Íslands í leiknum á móti Tyrklandi. Þar var 19 ára markvörður (Viktor Gísli), 20 ára skytta (Teitur), 22 ára leikstjórnandi (Elvar Örn), 22 ára línumaður (Ýmir) og 24 ára varnarmaður (Daníel). Fimm af átta byrjunarliðsmönnum voru því fæddir 1995 eða síðar. Íslenska liðið er samt sem áður aðeins yngra en það hollenska, bæði byrjunarliðið sem og allur leikmannahópurinn. Það munar aftur á móti ekki miklu eins og sjá má hér fyrir neðan.Ungir leikmenn í íslensku vörninni eða þeir Ýmir Örn Gíslason og Daníel Þór Ingason.Vísir/Andri MarinóByrjunarliðsmenn Íslands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður (2000 - 19 ára) Guðjón Valur Sigurðsson, horn (1979 - 40 ára) Aron Pálmarsson, skytta (1990 - 29 ára) Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi (1997 - 22 ára) Teitur Örn Einarsson, skytta (1998 - 20 ára) Arnór Þór Gunnarsson, horn (1987 - 32 ára) Ýmir Örn Gíslason, lína (1997 - 22 ára) Daníel Þór Ingason, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,1 árMeðalaldur markaskorara: 27,0 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,2 árByrjunarliðsmenn Hollands (vörn og sókn) í lokaleiknum í undankeppni EM 2020: Gerrie Eijlers, markvörður (1980 - 39 ára) Jeffrey Boomhouwer, horn (1988 - 31 árs) Luc Steins, leikstjórnandi (1995 - 24 ára) Ephrahim Jerry, leikstjórnandi (1996 - 23 ára) Kay Smits, skytta (1997 - 22 ára) Bobby Schagen, horn (1990 - 29 ára) Evert Kooijman, lína (1996 - 23 ára) Robin Schoenaker, vörn (1995 - 24 ára)Meðalaldur byrjunarliðs: 26,9 árMeðalaldur markaskorara: 26,2 árMeðalaldur 14 manna hópsins: 26,3 ár
EM 2020 í handbolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir FH - KA | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira