Fjörutíu missa vinnuna hjá Tölvuteki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2019 12:52 Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvuteks, ætlar að ræða lokunina við fjölmiðla á morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri Tölvuteks í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til starfsmannafundar í morgun. Þar var fólki tjáð um fyrirhugaða lokun og að fólk myndi missa vinnuna. Ástæðan var sögð rekstrarerfiðleikar hjá versluninni. Voru starfsmenn hvattir til að leita til Vinnumálastofnunar varðandi réttindi sín. Lokunin hefur vakið mikla athygli enda verslunin verið leiðandi í tölvubransanum undanfarin tólf ár. Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem birtist óvænt á Facebook-síðu þess í morgun segir að lokunina megi rekja til „óviðráðanlegra ástæðna“. Samkvæmt heimildum fréttastofu komu tíðindin í morgun starfsfólki ekki í opna skjöldu. Höfðu margir heyrt undanfarna daga að reksturinn gengi illa og allra veðra von í þeim efnum. Orðrómurinn var svo staðfestur í dag.Úr verslun Tölvuteks í Hallarmúla í dag.Vísir/EgillDaníel segir að Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvuteks, svari alfarið fjölmiðlum varðandi tíðindin í dag. Von sé á tilkynningu frá fyrirtækinu en það verði þó líklega ekki fyrr en á morgun. Viðskiptavinir gráta margir hverjir lokunina á Facebook-síðu fyrirtækisins en aðrir eru ósáttir við þessa skyndilegu lokun hagsmuna sinna vegna. Óttast þeir um gjafabréf sín, vörur sem eru í viðgerð og fleira í þeim dúrnum. Því er beint til viðskiptavina fyrirtækisins í tilkynningu að starfsfólk Tölvuteks verði í símasambandi næstu daga við þá sem eiga tölvubúnað í viðgerð. Búnaðinum verði komið til þeirra viðskiptavina sem hann eiga. Þá sé verið að vinna í ábyrgðarmálum en ferli fyrir öll vörumerki í verslununum verður tilkynnt fljótlega.Skilaboð eru í glugga verslunarinnar.Vísir/Egill Akureyri Neytendur Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08 Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri Tölvuteks í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til starfsmannafundar í morgun. Þar var fólki tjáð um fyrirhugaða lokun og að fólk myndi missa vinnuna. Ástæðan var sögð rekstrarerfiðleikar hjá versluninni. Voru starfsmenn hvattir til að leita til Vinnumálastofnunar varðandi réttindi sín. Lokunin hefur vakið mikla athygli enda verslunin verið leiðandi í tölvubransanum undanfarin tólf ár. Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem birtist óvænt á Facebook-síðu þess í morgun segir að lokunina megi rekja til „óviðráðanlegra ástæðna“. Samkvæmt heimildum fréttastofu komu tíðindin í morgun starfsfólki ekki í opna skjöldu. Höfðu margir heyrt undanfarna daga að reksturinn gengi illa og allra veðra von í þeim efnum. Orðrómurinn var svo staðfestur í dag.Úr verslun Tölvuteks í Hallarmúla í dag.Vísir/EgillDaníel segir að Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvuteks, svari alfarið fjölmiðlum varðandi tíðindin í dag. Von sé á tilkynningu frá fyrirtækinu en það verði þó líklega ekki fyrr en á morgun. Viðskiptavinir gráta margir hverjir lokunina á Facebook-síðu fyrirtækisins en aðrir eru ósáttir við þessa skyndilegu lokun hagsmuna sinna vegna. Óttast þeir um gjafabréf sín, vörur sem eru í viðgerð og fleira í þeim dúrnum. Því er beint til viðskiptavina fyrirtækisins í tilkynningu að starfsfólk Tölvuteks verði í símasambandi næstu daga við þá sem eiga tölvubúnað í viðgerð. Búnaðinum verði komið til þeirra viðskiptavina sem hann eiga. Þá sé verið að vinna í ábyrgðarmálum en ferli fyrir öll vörumerki í verslununum verður tilkynnt fljótlega.Skilaboð eru í glugga verslunarinnar.Vísir/Egill
Akureyri Neytendur Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08 Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08