Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 24. júní 2019 18:45 Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins segir Hveragerðisbæ fá falleinkunn og augljóst sé að endurskoða þurfi alla verkferla. Við gerð skýrslunnar náðist í 22 notendur þjónustunnar í bænum og í ljós kom að 10 þeirra eru án þjónustu. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er sveitarfélögum skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður þeirra og gera grein fyrir rétti á þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir skýrsluna sýna að verkferlar séu ekki til gagnvart fötluðu fólki sem sinna þarf í bæjarfélaginu. „Svo finnst okkur skýrslan í raun og veru gefa Hveragerðisbæ falleinkunn. Að okkar viti er þessi skýrsla ekki neitt fagnaðarefni. Hún gefur til kynna virkilega að hveragerðisbær og stjórnendur þar þurfa að taka sig dálítið vel á til að mæta þeim lögum, kröfum og réttindum sem fatlað fólk á í dag,“ segir hún.Bæjarstjórinn ber mikla ábyrgð Sex af þeim tólf sem fá þjónustu í bænum telja að börn þeirra þurfi þó aukna þjónustu. Þau telja að erfiðlega hafi gengið að fá hana þrátt fyrir að hafa óskað eftir henni. Enda er aðeins ein umsókn í bið hjá Velferðarþjónustu Árnesþings. Þuríður bendir á að bæjarstjórinn í Hveragerði sé líka formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga. „Hún hefur gríðarlega stóru og miklu ábyrgðarhlutverki að gegna sem formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga, ekki síður en sveitastjóri sveitarfélags. Þarna getur hún markað línur og stigið fram með mjög röggsömum og ákveðnum hætti. Lagfært það sem að henni snýr í hennar sveitarfélagi og þar með gefið tóninn til annarra sveitarfélaga,“ segir hún. Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins segir Hveragerðisbæ fá falleinkunn og augljóst sé að endurskoða þurfi alla verkferla. Við gerð skýrslunnar náðist í 22 notendur þjónustunnar í bænum og í ljós kom að 10 þeirra eru án þjónustu. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er sveitarfélögum skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður þeirra og gera grein fyrir rétti á þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir skýrsluna sýna að verkferlar séu ekki til gagnvart fötluðu fólki sem sinna þarf í bæjarfélaginu. „Svo finnst okkur skýrslan í raun og veru gefa Hveragerðisbæ falleinkunn. Að okkar viti er þessi skýrsla ekki neitt fagnaðarefni. Hún gefur til kynna virkilega að hveragerðisbær og stjórnendur þar þurfa að taka sig dálítið vel á til að mæta þeim lögum, kröfum og réttindum sem fatlað fólk á í dag,“ segir hún.Bæjarstjórinn ber mikla ábyrgð Sex af þeim tólf sem fá þjónustu í bænum telja að börn þeirra þurfi þó aukna þjónustu. Þau telja að erfiðlega hafi gengið að fá hana þrátt fyrir að hafa óskað eftir henni. Enda er aðeins ein umsókn í bið hjá Velferðarþjónustu Árnesþings. Þuríður bendir á að bæjarstjórinn í Hveragerði sé líka formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga. „Hún hefur gríðarlega stóru og miklu ábyrgðarhlutverki að gegna sem formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga, ekki síður en sveitastjóri sveitarfélags. Þarna getur hún markað línur og stigið fram með mjög röggsömum og ákveðnum hætti. Lagfært það sem að henni snýr í hennar sveitarfélagi og þar með gefið tóninn til annarra sveitarfélaga,“ segir hún.
Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira