Jafnlaunavottun fór seint og hægt af stað en kominn góður gangur núna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 13:43 Steinunn Valdís heldur utan um jafnlaunavottun hjá forsætisráðuneytinu en ráðuneytið sér til þess að lögum sé framfylgt, sjálfstæðar vottunarstofur sjá um framkvæmdina. vísir/valli Öll fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri ásamt ríkisstofnunum eru í þeim hópi fyrirtækja sem ljúka skal jafnlaunavottun fyrir áramót samkvæmt lögum. 90 fyrirtæki af 289 hafa lokið vottuninni nú um mitt ár. Áhyggjur eru af því að það myndist flöskuháls í ferlinu og ómögulegt sé að klára málið fyrir áramót.Sjá einnig: Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Hlutverk forsætisráðuneytisins er að fylgjast með að lögunum sé framfylgt og funda meðþeim sem að málinu standa en fjórar vottunarstofur sjái um framkvæmdina. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu, segir enn væntingar um aðþau tvö hundruð fyrirtæki sem eigi eftir að klára vottunina nái því fyrir áramót. „Við sjáum núna um mitt ár aðþað er gangur í innleiðingu, fyrirtæki eru farin af stað, sem gefur vísbendingar um aðþunginn á seinni hluta árs verði meiri.“ Ýmsar ástæður eru fyrir hægagangi á fyrri hluta árs. „Ýmsar kerfislegar áskoranir hafa komið fram frá lagasetningunni, fáar faggildar vottunarstofur voru fyrir hendi, fyrirtæki hafi farið seint af stað og innleiðingarferlið hefur verið seinlegra en áætlað var,“ segir Steinunn Valdís. Ef ferlið heldur áfram að ganga svo hægt mun ráðuneytið skoða hvort grípa þurfi inn í en fólk er almennt bjartsýnt á að allt gangi mun hraðar næstu mánuði. Steinunn bendir á að vel gangi með markmið laganna en samkvæmt viðhorfskönnun hjá fyrirtækjum sem búin eru að fara í gegnum vottunina séánægja með ferlið. „Mikill meirihluti eða 82% þeirra sem hafa fariðí gegnum ferlið eru mjög ánægðir eða frekar ánægðir með vottunarferlið, gripið hafi verið til aðgerða þar sem launamunur hefur mælst. Það er auðvitað takmarkið og markmiðið með lagasetningunni. Þetta er verkfæri til þess að ná utan um launamun kynjanna,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála hjá forsætisráðuneytinu. Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Tæplega þrjú hundruð fyrirtækjum og stofnunum í landinu ber að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok. Einungis 66 þeirra hafa hlotið vottun og ljóst er að ekki næst að klára vottun í þeim fyrirtækjum sem eftir eru á þessu ári. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Öll fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri ásamt ríkisstofnunum eru í þeim hópi fyrirtækja sem ljúka skal jafnlaunavottun fyrir áramót samkvæmt lögum. 90 fyrirtæki af 289 hafa lokið vottuninni nú um mitt ár. Áhyggjur eru af því að það myndist flöskuháls í ferlinu og ómögulegt sé að klára málið fyrir áramót.Sjá einnig: Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Hlutverk forsætisráðuneytisins er að fylgjast með að lögunum sé framfylgt og funda meðþeim sem að málinu standa en fjórar vottunarstofur sjái um framkvæmdina. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu, segir enn væntingar um aðþau tvö hundruð fyrirtæki sem eigi eftir að klára vottunina nái því fyrir áramót. „Við sjáum núna um mitt ár aðþað er gangur í innleiðingu, fyrirtæki eru farin af stað, sem gefur vísbendingar um aðþunginn á seinni hluta árs verði meiri.“ Ýmsar ástæður eru fyrir hægagangi á fyrri hluta árs. „Ýmsar kerfislegar áskoranir hafa komið fram frá lagasetningunni, fáar faggildar vottunarstofur voru fyrir hendi, fyrirtæki hafi farið seint af stað og innleiðingarferlið hefur verið seinlegra en áætlað var,“ segir Steinunn Valdís. Ef ferlið heldur áfram að ganga svo hægt mun ráðuneytið skoða hvort grípa þurfi inn í en fólk er almennt bjartsýnt á að allt gangi mun hraðar næstu mánuði. Steinunn bendir á að vel gangi með markmið laganna en samkvæmt viðhorfskönnun hjá fyrirtækjum sem búin eru að fara í gegnum vottunina séánægja með ferlið. „Mikill meirihluti eða 82% þeirra sem hafa fariðí gegnum ferlið eru mjög ánægðir eða frekar ánægðir með vottunarferlið, gripið hafi verið til aðgerða þar sem launamunur hefur mælst. Það er auðvitað takmarkið og markmiðið með lagasetningunni. Þetta er verkfæri til þess að ná utan um launamun kynjanna,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála hjá forsætisráðuneytinu.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Tæplega þrjú hundruð fyrirtækjum og stofnunum í landinu ber að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok. Einungis 66 þeirra hafa hlotið vottun og ljóst er að ekki næst að klára vottun í þeim fyrirtækjum sem eftir eru á þessu ári. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Tæplega þrjú hundruð fyrirtækjum og stofnunum í landinu ber að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok. Einungis 66 þeirra hafa hlotið vottun og ljóst er að ekki næst að klára vottun í þeim fyrirtækjum sem eftir eru á þessu ári. 25. júní 2019 06:00