RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. júní 2019 06:30 Jón Ársæll Þórðarson. Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður konunnar, staðfestir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að málið tengist sjónvarpsþættinum. Hins vegar ríkir leynd yfir því um hvað málið snýst og hvaða kröfu konan gerir í málinu. Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins vildu ekki tjá sig um málið og vísuðu á lögmann konunnar. Ólafur Valur vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Í umræddum þætti Paradísarheimtar ræddi Jón Ársæll við konuna sem þá var þrítug og afplánaði dóm á Sogni. Gerði hún upp erfið uppvaxtarár sín og baráttu við fíkn. Um þáttinn var fjallað í netmiðlum eftir að hann var sýndur og vakti hann nokkra athygli líkt og fleiri þættir í þáttaröð Jóns Ársæls. Það var engin lognmolla í kringum sýningu þáttanna síðastliðinn vetur enda efnistökin oft viðkvæm og vandmeðfarin. Hafa meðal annars einstaklingar sem birtust í þáttunum í misjöfnu ástandi kvartað opinberlega undan því. Þá komust þættirnir einnig í fréttir í janúar síðastliðnum þegar greint var frá því að RÚV hefði ákveðið að fresta sýningu eins þáttar, þar sem rætt var við yfirlýstan íslenskan nasista. Ástæðan var að sýningardagur þáttarins lenti fyrir tilviljun á alþjóðlegum minningardegi um helförina. Mál konunnar gegn Jóni Ársæli og Ríkisútvarpinu verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57 Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður konunnar, staðfestir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að málið tengist sjónvarpsþættinum. Hins vegar ríkir leynd yfir því um hvað málið snýst og hvaða kröfu konan gerir í málinu. Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins vildu ekki tjá sig um málið og vísuðu á lögmann konunnar. Ólafur Valur vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Í umræddum þætti Paradísarheimtar ræddi Jón Ársæll við konuna sem þá var þrítug og afplánaði dóm á Sogni. Gerði hún upp erfið uppvaxtarár sín og baráttu við fíkn. Um þáttinn var fjallað í netmiðlum eftir að hann var sýndur og vakti hann nokkra athygli líkt og fleiri þættir í þáttaröð Jóns Ársæls. Það var engin lognmolla í kringum sýningu þáttanna síðastliðinn vetur enda efnistökin oft viðkvæm og vandmeðfarin. Hafa meðal annars einstaklingar sem birtust í þáttunum í misjöfnu ástandi kvartað opinberlega undan því. Þá komust þættirnir einnig í fréttir í janúar síðastliðnum þegar greint var frá því að RÚV hefði ákveðið að fresta sýningu eins þáttar, þar sem rætt var við yfirlýstan íslenskan nasista. Ástæðan var að sýningardagur þáttarins lenti fyrir tilviljun á alþjóðlegum minningardegi um helförina. Mál konunnar gegn Jóni Ársæli og Ríkisútvarpinu verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57 Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57
Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00