Ein á ættarmóti Steinunn Ólína skrifar 28. júní 2019 08:00 Nú er tími ættarmótanna og ég var nýlega á einu slíku, dálítið óvænt reyndar en ánægjulegt engu að síður. Við tiltekt á heimili foreldra minna rakst ég á handtösku mömmu sem lést árið 1996. Í töskunni kenndi ýmissa grasa. Samankrumpuð Visa-nóta 876 krónur, lítill ferðaöskubakki úr silfri og í honum voru nokkrir vel uppreyktir Viceroy-stubbar. Ég tími ekki að tæma hann. Peningaveskið hennar var í töskunni líka og þar nafnskírteini og ökuskírteinið fína. Seint verður sagt um mömmu að hún hefði verið bílstjóri af Guðs náð en hún hafði allt „Í gildi“ fyrir misgáning og hefði því ef hún hefði kært sig um getað keyrt bæði vöru- og langferðabíl. Til blessunar fyrir samfélagið lét hún hvort tveggja ógert. Í töskunni voru einnig ótal kveikjarar og pennar og nokkrir tossamiðar svo torráðnir að ég er engu nær um merkingu þeirra. Við þetta töskugauf gaus upp gamalkunnug lykt, alls kyns minningar létu á sér kræla og allt í einu var mamma svo nálæg. Bara eins og ég hefði kallað hana fram með töskugramsi og hún risið upp úr töskunni eins og andinn úr lampa Aladdíns. Í fórum foreldra minna leyndist líka kennslubók í Íslendingasögunum, á saurblaðinu skrifað með barnslegri rithönd Héðinn Valdimarsson og forláta silfurskept trésvipa með fangamarki Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Gaman að handfjatla þessa gripi og finna af þeim lyktina. Hugsa um fólkið sitt. Þessi samfundur með þremur ættliðum öllum gengnum var einstaklega notalegur og þessi eftirmiðdagur hið skemmtilegasta ættarmót. Enginn fullur frændi sem eyðilagði stemninguna, ekkert kæfusoðið lambakjöt, enginn gítar og engar útblásnar ræður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Ólína Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er tími ættarmótanna og ég var nýlega á einu slíku, dálítið óvænt reyndar en ánægjulegt engu að síður. Við tiltekt á heimili foreldra minna rakst ég á handtösku mömmu sem lést árið 1996. Í töskunni kenndi ýmissa grasa. Samankrumpuð Visa-nóta 876 krónur, lítill ferðaöskubakki úr silfri og í honum voru nokkrir vel uppreyktir Viceroy-stubbar. Ég tími ekki að tæma hann. Peningaveskið hennar var í töskunni líka og þar nafnskírteini og ökuskírteinið fína. Seint verður sagt um mömmu að hún hefði verið bílstjóri af Guðs náð en hún hafði allt „Í gildi“ fyrir misgáning og hefði því ef hún hefði kært sig um getað keyrt bæði vöru- og langferðabíl. Til blessunar fyrir samfélagið lét hún hvort tveggja ógert. Í töskunni voru einnig ótal kveikjarar og pennar og nokkrir tossamiðar svo torráðnir að ég er engu nær um merkingu þeirra. Við þetta töskugauf gaus upp gamalkunnug lykt, alls kyns minningar létu á sér kræla og allt í einu var mamma svo nálæg. Bara eins og ég hefði kallað hana fram með töskugramsi og hún risið upp úr töskunni eins og andinn úr lampa Aladdíns. Í fórum foreldra minna leyndist líka kennslubók í Íslendingasögunum, á saurblaðinu skrifað með barnslegri rithönd Héðinn Valdimarsson og forláta silfurskept trésvipa með fangamarki Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Gaman að handfjatla þessa gripi og finna af þeim lyktina. Hugsa um fólkið sitt. Þessi samfundur með þremur ættliðum öllum gengnum var einstaklega notalegur og þessi eftirmiðdagur hið skemmtilegasta ættarmót. Enginn fullur frændi sem eyðilagði stemninguna, ekkert kæfusoðið lambakjöt, enginn gítar og engar útblásnar ræður.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar