Viðræðurnar árangurslausar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. júní 2019 08:30 Abbas Araqhchi. Nordicphotos/AFP Viðræður gærdagsins í Vín gerðu lítið til að slá á áhyggjur Íransstjórnar og stefnir því enn í að ríkið fari fram úr þeim takmörkum sem sett voru á söfnun auðgaðs úrans með gerð JCPOA-kjarnorkusamningsins árið 2015. Fulltrúar Írans hittu fulltrúa Breta, Þjóðverja, Frakka, Rússa, Kínverja og ESB í austurrísku höfuðborginni í gær til að ræða stöðu mála. Íransstjórn hafði áður sagst ætla að hætta að framfylgja samningnum vegna þeirra nýju þvingana sem Bandaríkin lögðu gegn ríkinu eftir að Donald Trump forseti rifti samningnum af hálfu ríkis síns. Að því er Reuters hafði eftir Abbas Araqchi, varautanríkisráðherra Írans og sendiboða Írana á fundinum, voru viðræðurnar skref í rétta átt en undir væntingum Íransstjórnar. Það væri undir yfirmönnum hans komið hvort hætt verði að framfylgja samningnum og sagði hann ólíklegt að viðræðurnar hefðu gert nokkuð til að telja þeim trú um að halda í plaggið. „Ákvörðunin um að draga úr skuldbindingum okkar hefur nú þegar verið tekin og við munum halda áfram á þeirri leið þangað til komið er til móts við okkur. Ég held að árangurinn hér í dag sé ónógur til þess að stöðva þetta ferli en ákvörðunin verður tekin í Teheran,“ sagði Araqchi enn fremur. Austurríki Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Íran Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Trump varar Íran við gjöreyðingu ef til stríðs kemur Spenna milli ríkjanna hefur farið stigvaxandi undanfarið. 22. júní 2019 13:27 Segja Trump hafa samþykkt loftárásir á Íran en snúist hugur Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. 21. júní 2019 07:45 Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti Forseti Írans segir Bandaríkjaforseta stríða við þroskahömlun eftir tilkynningu um nýjar þvinganir. Sá bandaríski segir yfirlýsinguna móðgandi og segir að hverri árás á bandarískt skotmark verði svarað af fullum krafti, í sumum tilfellum af gjöreyðingarmætti. 26. júní 2019 07:30 Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28. júní 2019 06:30 Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Viðræður gærdagsins í Vín gerðu lítið til að slá á áhyggjur Íransstjórnar og stefnir því enn í að ríkið fari fram úr þeim takmörkum sem sett voru á söfnun auðgaðs úrans með gerð JCPOA-kjarnorkusamningsins árið 2015. Fulltrúar Írans hittu fulltrúa Breta, Þjóðverja, Frakka, Rússa, Kínverja og ESB í austurrísku höfuðborginni í gær til að ræða stöðu mála. Íransstjórn hafði áður sagst ætla að hætta að framfylgja samningnum vegna þeirra nýju þvingana sem Bandaríkin lögðu gegn ríkinu eftir að Donald Trump forseti rifti samningnum af hálfu ríkis síns. Að því er Reuters hafði eftir Abbas Araqchi, varautanríkisráðherra Írans og sendiboða Írana á fundinum, voru viðræðurnar skref í rétta átt en undir væntingum Íransstjórnar. Það væri undir yfirmönnum hans komið hvort hætt verði að framfylgja samningnum og sagði hann ólíklegt að viðræðurnar hefðu gert nokkuð til að telja þeim trú um að halda í plaggið. „Ákvörðunin um að draga úr skuldbindingum okkar hefur nú þegar verið tekin og við munum halda áfram á þeirri leið þangað til komið er til móts við okkur. Ég held að árangurinn hér í dag sé ónógur til þess að stöðva þetta ferli en ákvörðunin verður tekin í Teheran,“ sagði Araqchi enn fremur.
Austurríki Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Íran Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Trump varar Íran við gjöreyðingu ef til stríðs kemur Spenna milli ríkjanna hefur farið stigvaxandi undanfarið. 22. júní 2019 13:27 Segja Trump hafa samþykkt loftárásir á Íran en snúist hugur Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. 21. júní 2019 07:45 Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti Forseti Írans segir Bandaríkjaforseta stríða við þroskahömlun eftir tilkynningu um nýjar þvinganir. Sá bandaríski segir yfirlýsinguna móðgandi og segir að hverri árás á bandarískt skotmark verði svarað af fullum krafti, í sumum tilfellum af gjöreyðingarmætti. 26. júní 2019 07:30 Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28. júní 2019 06:30 Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43
Trump varar Íran við gjöreyðingu ef til stríðs kemur Spenna milli ríkjanna hefur farið stigvaxandi undanfarið. 22. júní 2019 13:27
Segja Trump hafa samþykkt loftárásir á Íran en snúist hugur Árásin átti að vera á fáein skotmörk, ratsjárstöðvar og eldflaugaskotpalla. 21. júní 2019 07:45
Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti Forseti Írans segir Bandaríkjaforseta stríða við þroskahömlun eftir tilkynningu um nýjar þvinganir. Sá bandaríski segir yfirlýsinguna móðgandi og segir að hverri árás á bandarískt skotmark verði svarað af fullum krafti, í sumum tilfellum af gjöreyðingarmætti. 26. júní 2019 07:30
Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28. júní 2019 06:30
Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49