Pósturinn Páll Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 29. júní 2019 11:45 Rekstrarvandræði Íslandspósts hafa verið til umræðu um nokkurt skeið. Internetið hefur ekki beint unnið með fyrirtækinu, tölvupósturinn hefur valdið stjórnendum póstsins verulegum búsifjum og á einhvern óendanlega flókinn hátt hafa póstsendingar frá Kína étið upp það litla rekstrarfé sem tínist þó inn um jólin þegar við sendum jólakort í gríð og erg. Íslandspóstur er ríkisrekið fyrirtæki og það á ekki að koma á óvart að ríkisfyrirtæki á erfiðara með að fóta sig í flóknu og síbreytilegu umhverfi heldur en einkafyrirtæki. Það var því mjög gott hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að stinga upp á því að ríkið hætti þessum póstrekstri. Ríkið á að selja þetta fyrirtæki og láta einkaaðilum það eftir að finna hagkvæmustu lausnir á því að flytja póst og böggla á milli manna. Einkafyrirtæki leysa mun flóknari verkefni og jafnvel mikilvægari á degi hverjum. Við látum t.d. einkafyrirtækjum það alfarið eftir dreifa og selja matvæli, en ekki þarf að fjölyrða um það hversu alvarlegt það er ef eitthvað fer úrskeiðis í þeim málum. Hvað varðar póstþjónustu sem ekki stendur undir sér, t.d. til fámennra landsvæða, þá er auðvelt að tryggja að slík þjónusta verði veitt. Skilgreina þarf þjónustuna og síðan bjóða út þannig að sá sem treystir sér til að vinna verkið fyrir lægstu meðgjöfina fær samning. Það sem skiptir máli er að tryggja að opinber þjónusta sé til staðar. Það er ekki markmið að þjónustan sé veitt af ríkisstarfsmönnum. Þvert á móti á að nýta sér afl einkaframtaksins til að tryggja að þjónustan sé veitt á sem hagkvæmastan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Rekstrarvandræði Íslandspósts hafa verið til umræðu um nokkurt skeið. Internetið hefur ekki beint unnið með fyrirtækinu, tölvupósturinn hefur valdið stjórnendum póstsins verulegum búsifjum og á einhvern óendanlega flókinn hátt hafa póstsendingar frá Kína étið upp það litla rekstrarfé sem tínist þó inn um jólin þegar við sendum jólakort í gríð og erg. Íslandspóstur er ríkisrekið fyrirtæki og það á ekki að koma á óvart að ríkisfyrirtæki á erfiðara með að fóta sig í flóknu og síbreytilegu umhverfi heldur en einkafyrirtæki. Það var því mjög gott hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að stinga upp á því að ríkið hætti þessum póstrekstri. Ríkið á að selja þetta fyrirtæki og láta einkaaðilum það eftir að finna hagkvæmustu lausnir á því að flytja póst og böggla á milli manna. Einkafyrirtæki leysa mun flóknari verkefni og jafnvel mikilvægari á degi hverjum. Við látum t.d. einkafyrirtækjum það alfarið eftir dreifa og selja matvæli, en ekki þarf að fjölyrða um það hversu alvarlegt það er ef eitthvað fer úrskeiðis í þeim málum. Hvað varðar póstþjónustu sem ekki stendur undir sér, t.d. til fámennra landsvæða, þá er auðvelt að tryggja að slík þjónusta verði veitt. Skilgreina þarf þjónustuna og síðan bjóða út þannig að sá sem treystir sér til að vinna verkið fyrir lægstu meðgjöfina fær samning. Það sem skiptir máli er að tryggja að opinber þjónusta sé til staðar. Það er ekki markmið að þjónustan sé veitt af ríkisstarfsmönnum. Þvert á móti á að nýta sér afl einkaframtaksins til að tryggja að þjónustan sé veitt á sem hagkvæmastan hátt.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar