Radiohead krafin um hátt lausnargjald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2019 12:26 Thom Yorke og Jonny Greenwod, helstu gerendur í bresku hljómsveitinni Radiohead. Vísir/Getty Breska hljómsveitin Radiohead hefur gert rúmlega 17 tíma af upptökum frá æfingum og tónleikum í kringum OK Computer plötu Radiohead sem kom út árið 1997 aðgengilegt á netinu. Efninu var stolið af hljómsveitinni á dögunum og krafðist þrjóturinn lausnargjalds. Líkt og Vísir fjallaði um í síðustu viku kennir ýmissa grasa á upptökunum. Þar má finna snemmbúnar útgáfur af velflestum lögunum sem komu út á OK Computer, auk fjölda annarrra laga, þar á meðal gullfallega útgáfu af laginu Lift sem löngu er orðið goðsagnakennt á meðal aðdáenda Radiohead, eins og hefur áður verið fjallað um á Vísi. Í yfirlýsingu frá hljómsveitinni sem Jonny Greenwood, gítarleikari hljómsveitarinnar, skrifar undir segir að hljómsveitin hafi orðið fyrir tölvuárás og efni sem Thom Yorke, söngvari hljómsveitarinnar, hafi safnað saman verið stolið Krafðist þrjóturinn 150 þúsund dollara í lausnargjald, um 20 milljóna króna, ella myndi hann gefa efnið út.„Fyrst að þetta er komið út, má þetta alveg eins vera þar“ Eitthvað virðist bragðið hafa mistekið hjá hinum óprúttna tölvuhakkara, í fyrsta lagi lak efnið á netið í síðustu viku án þess að lausnargjaldið hafi verið greitt og í öðru lagi hefur hljómsveitin nú gefið allt efnið út. „Í stað þess að kvarta, mikið, eða hunsa þetta, höfum við ákveðið að gefa alla 18 tímana út á Bandcamp til stuðnings Extinction Rebellion,“ skrifar Greenwood. Hægt verður að nálgast efnið næstu 18 daga fyrir 18 pund og mun allur ágóði renna til Extinction Rebellion, lofstlagsmótmælahreyfingu í Bretlandi. „Fyrir 18 pund getur þú nú komist að því hvort við hefðum átt að borga lausnargjaldið,“ skrifar Greenwood og bætir því við að efnið sem um ræðir sé aðeins lítillega áhugavert og hafi aldrei verið ætlað til opinberrar birtingar. 18 pund eru um þrjú þúsund krónur.„Fyrst að þetta er komið út má þetta alveg eins vera þar,“skrifar Thom Yorke, söngvari sveitarinnar, á Bandcamp síðu hennar, þar sem nálgast má efnið. Tónlist Tölvuárásir Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Breska hljómsveitin Radiohead hefur gert rúmlega 17 tíma af upptökum frá æfingum og tónleikum í kringum OK Computer plötu Radiohead sem kom út árið 1997 aðgengilegt á netinu. Efninu var stolið af hljómsveitinni á dögunum og krafðist þrjóturinn lausnargjalds. Líkt og Vísir fjallaði um í síðustu viku kennir ýmissa grasa á upptökunum. Þar má finna snemmbúnar útgáfur af velflestum lögunum sem komu út á OK Computer, auk fjölda annarrra laga, þar á meðal gullfallega útgáfu af laginu Lift sem löngu er orðið goðsagnakennt á meðal aðdáenda Radiohead, eins og hefur áður verið fjallað um á Vísi. Í yfirlýsingu frá hljómsveitinni sem Jonny Greenwood, gítarleikari hljómsveitarinnar, skrifar undir segir að hljómsveitin hafi orðið fyrir tölvuárás og efni sem Thom Yorke, söngvari hljómsveitarinnar, hafi safnað saman verið stolið Krafðist þrjóturinn 150 þúsund dollara í lausnargjald, um 20 milljóna króna, ella myndi hann gefa efnið út.„Fyrst að þetta er komið út, má þetta alveg eins vera þar“ Eitthvað virðist bragðið hafa mistekið hjá hinum óprúttna tölvuhakkara, í fyrsta lagi lak efnið á netið í síðustu viku án þess að lausnargjaldið hafi verið greitt og í öðru lagi hefur hljómsveitin nú gefið allt efnið út. „Í stað þess að kvarta, mikið, eða hunsa þetta, höfum við ákveðið að gefa alla 18 tímana út á Bandcamp til stuðnings Extinction Rebellion,“ skrifar Greenwood. Hægt verður að nálgast efnið næstu 18 daga fyrir 18 pund og mun allur ágóði renna til Extinction Rebellion, lofstlagsmótmælahreyfingu í Bretlandi. „Fyrir 18 pund getur þú nú komist að því hvort við hefðum átt að borga lausnargjaldið,“ skrifar Greenwood og bætir því við að efnið sem um ræðir sé aðeins lítillega áhugavert og hafi aldrei verið ætlað til opinberrar birtingar. 18 pund eru um þrjú þúsund krónur.„Fyrst að þetta er komið út má þetta alveg eins vera þar,“skrifar Thom Yorke, söngvari sveitarinnar, á Bandcamp síðu hennar, þar sem nálgast má efnið.
Tónlist Tölvuárásir Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52
Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30
Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30