Aron Einar: Þessi umræða var eins og hún var Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2019 21:18 Það var stoltur fyrirliði Íslands, Aron Einar Gunnarsson, sem spjallaði við fjölmiðla eftir 2-1 sigur Íslands á Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. „Ég er hrikalega ánægður. Ég er stoltur af hvernig við tækluðum þetta verkefni. Það er mikill meðbyr með Tyrkjunum eins og við töluðum um fyrir leikinn,“ sagði Aron við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok. „Það eru kynslóðaskipti og nýjar áherslur. Að ná sex stigum út úr þessum tveimur leikjum er virkilega jákvætt og gefur okkur sjálfstraust. Við erum búnir að gera Laugardalsvöll aftur að gryfju.“ „Þannig viljum við hafa það. Við viljum að liðin óttist við að spila við okkur á Laugardalsvelli og áhorfendurnir voru geggjaðir í kvöld.“ Tyrkir spiluðu erfiðan leik gegn Frakklandi á laugardagskvöldið og þurftu svo að ferðast til Íslands og það tók sinn toll. „Við ætluðum að nýta okkur það að við værum ekki að ferðast og nýta okkur það með að næra okkur vel og vera klárir. Allir vöðvar klárir og mér fannst við byrja mikla betur. Þeir voru á hælunum.“ „Við vitum hvernig það er að ferðast og sérstaklega svona langt ferðalag eftir erfiðan leik gegn Frökkum. Við ætluðum að nýta okkur það.“ „Þessi umræða var eins og hún var. Við höfum ekkert að segja um það og tökum ekkert þátt í því. Mér fannst koma að krafti inn í þennan leik og settum tempóið í fyrstu spyrnu leiksins.“ Aron Einar segir að gamla góða Ísland sé komið til baka. „Þú veist alveg hvernig við erum og hvernig við vinnum þegar við erum samheldnir og stöndum saman í því sem við erum að gera. Þetta er vonandi komið til að vera og við ætlum að vinna hart að því áfram.“ „Þegar við erum á fullum krafti og stöndum saman á Laugardalsvellinum er erfitt að vinna okkur,“ en stuðningsmennirnir voru magnaðir í kvöld og Aron var sammála því: „Geggjaðir í kvöld. Við fundum fyrir því og það gefur okkur orku. Við vorum nokkrir sem stóðum á öndinni í lokin, hlaupa eins og brjálæðingar allan leikinn, og að heyra alla gefa manni orku - það gefur okkur kraft.“ „Við vitum það og það vita það allir að þegar við stöndum saman þá gerist óvæntir hlutir. Við þurfum að halda því áfram og vonandi er það komið til að vera. Við fáum vonandi pakkaði velli á sama móti hverjum við spilum,“ Var byrjað að fara um fyrirliðann í lokin? „Nei, mér fannst við vera með tök á leiknum. Þegar við höldum liðunum fyrir framan okkur þá líður okkur vel og þeir voru farnir að pirra sig og það er jákvætt fyrir okkur,“ sagði Aron Einar. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Einkunnir Íslands: Markamaskínan Raggi Sig maður leiksins Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. 11. júní 2019 20:58 Hetjan Ragnar: Þetta hefur aldrei gerst áður Árbæingurinn var stoltur í leikslok. 11. júní 2019 21:15 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Það var stoltur fyrirliði Íslands, Aron Einar Gunnarsson, sem spjallaði við fjölmiðla eftir 2-1 sigur Íslands á Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. „Ég er hrikalega ánægður. Ég er stoltur af hvernig við tækluðum þetta verkefni. Það er mikill meðbyr með Tyrkjunum eins og við töluðum um fyrir leikinn,“ sagði Aron við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok. „Það eru kynslóðaskipti og nýjar áherslur. Að ná sex stigum út úr þessum tveimur leikjum er virkilega jákvætt og gefur okkur sjálfstraust. Við erum búnir að gera Laugardalsvöll aftur að gryfju.“ „Þannig viljum við hafa það. Við viljum að liðin óttist við að spila við okkur á Laugardalsvelli og áhorfendurnir voru geggjaðir í kvöld.“ Tyrkir spiluðu erfiðan leik gegn Frakklandi á laugardagskvöldið og þurftu svo að ferðast til Íslands og það tók sinn toll. „Við ætluðum að nýta okkur það að við værum ekki að ferðast og nýta okkur það með að næra okkur vel og vera klárir. Allir vöðvar klárir og mér fannst við byrja mikla betur. Þeir voru á hælunum.“ „Við vitum hvernig það er að ferðast og sérstaklega svona langt ferðalag eftir erfiðan leik gegn Frökkum. Við ætluðum að nýta okkur það.“ „Þessi umræða var eins og hún var. Við höfum ekkert að segja um það og tökum ekkert þátt í því. Mér fannst koma að krafti inn í þennan leik og settum tempóið í fyrstu spyrnu leiksins.“ Aron Einar segir að gamla góða Ísland sé komið til baka. „Þú veist alveg hvernig við erum og hvernig við vinnum þegar við erum samheldnir og stöndum saman í því sem við erum að gera. Þetta er vonandi komið til að vera og við ætlum að vinna hart að því áfram.“ „Þegar við erum á fullum krafti og stöndum saman á Laugardalsvellinum er erfitt að vinna okkur,“ en stuðningsmennirnir voru magnaðir í kvöld og Aron var sammála því: „Geggjaðir í kvöld. Við fundum fyrir því og það gefur okkur orku. Við vorum nokkrir sem stóðum á öndinni í lokin, hlaupa eins og brjálæðingar allan leikinn, og að heyra alla gefa manni orku - það gefur okkur kraft.“ „Við vitum það og það vita það allir að þegar við stöndum saman þá gerist óvæntir hlutir. Við þurfum að halda því áfram og vonandi er það komið til að vera. Við fáum vonandi pakkaði velli á sama móti hverjum við spilum,“ Var byrjað að fara um fyrirliðann í lokin? „Nei, mér fannst við vera með tök á leiknum. Þegar við höldum liðunum fyrir framan okkur þá líður okkur vel og þeir voru farnir að pirra sig og það er jákvætt fyrir okkur,“ sagði Aron Einar.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Einkunnir Íslands: Markamaskínan Raggi Sig maður leiksins Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. 11. júní 2019 20:58 Hetjan Ragnar: Þetta hefur aldrei gerst áður Árbæingurinn var stoltur í leikslok. 11. júní 2019 21:15 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41
Einkunnir Íslands: Markamaskínan Raggi Sig maður leiksins Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. 11. júní 2019 20:58
Hetjan Ragnar: Þetta hefur aldrei gerst áður Árbæingurinn var stoltur í leikslok. 11. júní 2019 21:15