Aron Einar: Þessi umræða var eins og hún var Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2019 21:18 Það var stoltur fyrirliði Íslands, Aron Einar Gunnarsson, sem spjallaði við fjölmiðla eftir 2-1 sigur Íslands á Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. „Ég er hrikalega ánægður. Ég er stoltur af hvernig við tækluðum þetta verkefni. Það er mikill meðbyr með Tyrkjunum eins og við töluðum um fyrir leikinn,“ sagði Aron við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok. „Það eru kynslóðaskipti og nýjar áherslur. Að ná sex stigum út úr þessum tveimur leikjum er virkilega jákvætt og gefur okkur sjálfstraust. Við erum búnir að gera Laugardalsvöll aftur að gryfju.“ „Þannig viljum við hafa það. Við viljum að liðin óttist við að spila við okkur á Laugardalsvelli og áhorfendurnir voru geggjaðir í kvöld.“ Tyrkir spiluðu erfiðan leik gegn Frakklandi á laugardagskvöldið og þurftu svo að ferðast til Íslands og það tók sinn toll. „Við ætluðum að nýta okkur það að við værum ekki að ferðast og nýta okkur það með að næra okkur vel og vera klárir. Allir vöðvar klárir og mér fannst við byrja mikla betur. Þeir voru á hælunum.“ „Við vitum hvernig það er að ferðast og sérstaklega svona langt ferðalag eftir erfiðan leik gegn Frökkum. Við ætluðum að nýta okkur það.“ „Þessi umræða var eins og hún var. Við höfum ekkert að segja um það og tökum ekkert þátt í því. Mér fannst koma að krafti inn í þennan leik og settum tempóið í fyrstu spyrnu leiksins.“ Aron Einar segir að gamla góða Ísland sé komið til baka. „Þú veist alveg hvernig við erum og hvernig við vinnum þegar við erum samheldnir og stöndum saman í því sem við erum að gera. Þetta er vonandi komið til að vera og við ætlum að vinna hart að því áfram.“ „Þegar við erum á fullum krafti og stöndum saman á Laugardalsvellinum er erfitt að vinna okkur,“ en stuðningsmennirnir voru magnaðir í kvöld og Aron var sammála því: „Geggjaðir í kvöld. Við fundum fyrir því og það gefur okkur orku. Við vorum nokkrir sem stóðum á öndinni í lokin, hlaupa eins og brjálæðingar allan leikinn, og að heyra alla gefa manni orku - það gefur okkur kraft.“ „Við vitum það og það vita það allir að þegar við stöndum saman þá gerist óvæntir hlutir. Við þurfum að halda því áfram og vonandi er það komið til að vera. Við fáum vonandi pakkaði velli á sama móti hverjum við spilum,“ Var byrjað að fara um fyrirliðann í lokin? „Nei, mér fannst við vera með tök á leiknum. Þegar við höldum liðunum fyrir framan okkur þá líður okkur vel og þeir voru farnir að pirra sig og það er jákvætt fyrir okkur,“ sagði Aron Einar. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Einkunnir Íslands: Markamaskínan Raggi Sig maður leiksins Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. 11. júní 2019 20:58 Hetjan Ragnar: Þetta hefur aldrei gerst áður Árbæingurinn var stoltur í leikslok. 11. júní 2019 21:15 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Það var stoltur fyrirliði Íslands, Aron Einar Gunnarsson, sem spjallaði við fjölmiðla eftir 2-1 sigur Íslands á Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. „Ég er hrikalega ánægður. Ég er stoltur af hvernig við tækluðum þetta verkefni. Það er mikill meðbyr með Tyrkjunum eins og við töluðum um fyrir leikinn,“ sagði Aron við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok. „Það eru kynslóðaskipti og nýjar áherslur. Að ná sex stigum út úr þessum tveimur leikjum er virkilega jákvætt og gefur okkur sjálfstraust. Við erum búnir að gera Laugardalsvöll aftur að gryfju.“ „Þannig viljum við hafa það. Við viljum að liðin óttist við að spila við okkur á Laugardalsvelli og áhorfendurnir voru geggjaðir í kvöld.“ Tyrkir spiluðu erfiðan leik gegn Frakklandi á laugardagskvöldið og þurftu svo að ferðast til Íslands og það tók sinn toll. „Við ætluðum að nýta okkur það að við værum ekki að ferðast og nýta okkur það með að næra okkur vel og vera klárir. Allir vöðvar klárir og mér fannst við byrja mikla betur. Þeir voru á hælunum.“ „Við vitum hvernig það er að ferðast og sérstaklega svona langt ferðalag eftir erfiðan leik gegn Frökkum. Við ætluðum að nýta okkur það.“ „Þessi umræða var eins og hún var. Við höfum ekkert að segja um það og tökum ekkert þátt í því. Mér fannst koma að krafti inn í þennan leik og settum tempóið í fyrstu spyrnu leiksins.“ Aron Einar segir að gamla góða Ísland sé komið til baka. „Þú veist alveg hvernig við erum og hvernig við vinnum þegar við erum samheldnir og stöndum saman í því sem við erum að gera. Þetta er vonandi komið til að vera og við ætlum að vinna hart að því áfram.“ „Þegar við erum á fullum krafti og stöndum saman á Laugardalsvellinum er erfitt að vinna okkur,“ en stuðningsmennirnir voru magnaðir í kvöld og Aron var sammála því: „Geggjaðir í kvöld. Við fundum fyrir því og það gefur okkur orku. Við vorum nokkrir sem stóðum á öndinni í lokin, hlaupa eins og brjálæðingar allan leikinn, og að heyra alla gefa manni orku - það gefur okkur kraft.“ „Við vitum það og það vita það allir að þegar við stöndum saman þá gerist óvæntir hlutir. Við þurfum að halda því áfram og vonandi er það komið til að vera. Við fáum vonandi pakkaði velli á sama móti hverjum við spilum,“ Var byrjað að fara um fyrirliðann í lokin? „Nei, mér fannst við vera með tök á leiknum. Þegar við höldum liðunum fyrir framan okkur þá líður okkur vel og þeir voru farnir að pirra sig og það er jákvætt fyrir okkur,“ sagði Aron Einar.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Einkunnir Íslands: Markamaskínan Raggi Sig maður leiksins Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. 11. júní 2019 20:58 Hetjan Ragnar: Þetta hefur aldrei gerst áður Árbæingurinn var stoltur í leikslok. 11. júní 2019 21:15 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41
Einkunnir Íslands: Markamaskínan Raggi Sig maður leiksins Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. 11. júní 2019 20:58
Hetjan Ragnar: Þetta hefur aldrei gerst áður Árbæingurinn var stoltur í leikslok. 11. júní 2019 21:15
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn