Svört hvítasunna Ágúst Ólafur Ágústtson skrifar 12. júní 2019 07:30 Á föstudegi fyrir hvítasunnu birtust djúpt á fylgiskjali númer 7 ótrúlegar breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á fjármálaáætlun sinni. 1. Fjárframlög til öryrkja næstu 5 árin eiga að lækka samanlagt um tæpa 8 milljarða frá því sem hafði þegar verið kynnt þegar fjármálaáætlunin var fyrst lögð fram fyrir rúmum 2 mánuðum. Niðurskurður VG, Framsóknar og Sjálfstæðisfólks á Alþingi á fyrirhuguðum fjárveitingum til að bregðast við breyttum aðstæðum í hagkerfinu er einna mestur gagnvart öryrkjum. Það er nú ansi vond pólitík. 2. Nýsköpun og rannsóknir fá tæpa 3 milljarða kr. lækkun samanlagt næstu 5 árin og umhverfismálin lækka um 1,4 milljarða kr. frá því sem hafði verið tilkynnt í fjármálaáætluninni. Framtíðin fær þarna högg. 3. Framhaldsskólar fá 1,8 milljörðum kr. lægri upphæð samanlagt næstu fimm árin miðað við framlagða fjármálaáætlun og minnka heildarframlög til þeirra meira að segja næstu fimm árin þrátt fyrir loforð um að „styttingarpeningarnir“ ættu að haldast og allt tal um „menntasókn“. 4. Menning og æskulýðsmál fá tæplega 9% lækkun á heildarframlögum frá 2019 til 2024. 5. Sjúkrahúsþjónusta fær um 4,7 milljarða kr. lækkun samanlagt næstu 5 árin í breytingartillögunum og heilsugæsla og sérfræðiþjónusta fær um 2 milljarða kr. lækkun næstu 5 árin. 6. Hjúkrunarheimilin fá 3,3% lækkun á fjárframlögum sínum næstu 5 árin þrátt fyrir aukna öldrun þjóðarinnar. 7. Samgöngumál fá 2,8 milljarða kr. lækkun samanlagt næstu fimm árin frá því sem áætlunin gerði fyrst ráð fyrir. Sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála þá lækka þau um 17% næstu fimm árin. Þetta er allt saman gert á sama tíma og veiðileyfagjöldin eru lækkuð niður í upphæð tóbaksgjalda, lækkun bankaskatts er enn í forgangi og við höldum enn í lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum. Viðbrögð formanns Öryrkjabandalagsins við breytingartillögunum voru þessi: „Verða þetta málalokin, verða þessar vanefndir minnisvarði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á föstudegi fyrir hvítasunnu birtust djúpt á fylgiskjali númer 7 ótrúlegar breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á fjármálaáætlun sinni. 1. Fjárframlög til öryrkja næstu 5 árin eiga að lækka samanlagt um tæpa 8 milljarða frá því sem hafði þegar verið kynnt þegar fjármálaáætlunin var fyrst lögð fram fyrir rúmum 2 mánuðum. Niðurskurður VG, Framsóknar og Sjálfstæðisfólks á Alþingi á fyrirhuguðum fjárveitingum til að bregðast við breyttum aðstæðum í hagkerfinu er einna mestur gagnvart öryrkjum. Það er nú ansi vond pólitík. 2. Nýsköpun og rannsóknir fá tæpa 3 milljarða kr. lækkun samanlagt næstu 5 árin og umhverfismálin lækka um 1,4 milljarða kr. frá því sem hafði verið tilkynnt í fjármálaáætluninni. Framtíðin fær þarna högg. 3. Framhaldsskólar fá 1,8 milljörðum kr. lægri upphæð samanlagt næstu fimm árin miðað við framlagða fjármálaáætlun og minnka heildarframlög til þeirra meira að segja næstu fimm árin þrátt fyrir loforð um að „styttingarpeningarnir“ ættu að haldast og allt tal um „menntasókn“. 4. Menning og æskulýðsmál fá tæplega 9% lækkun á heildarframlögum frá 2019 til 2024. 5. Sjúkrahúsþjónusta fær um 4,7 milljarða kr. lækkun samanlagt næstu 5 árin í breytingartillögunum og heilsugæsla og sérfræðiþjónusta fær um 2 milljarða kr. lækkun næstu 5 árin. 6. Hjúkrunarheimilin fá 3,3% lækkun á fjárframlögum sínum næstu 5 árin þrátt fyrir aukna öldrun þjóðarinnar. 7. Samgöngumál fá 2,8 milljarða kr. lækkun samanlagt næstu fimm árin frá því sem áætlunin gerði fyrst ráð fyrir. Sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála þá lækka þau um 17% næstu fimm árin. Þetta er allt saman gert á sama tíma og veiðileyfagjöldin eru lækkuð niður í upphæð tóbaksgjalda, lækkun bankaskatts er enn í forgangi og við höldum enn í lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum. Viðbrögð formanns Öryrkjabandalagsins við breytingartillögunum voru þessi: „Verða þetta málalokin, verða þessar vanefndir minnisvarði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur?“