Fleiri leggjast á árarnar gegn fiskeldi í opnum sjókvíum Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. júní 2019 06:15 Forsvarsmenn Á móti straumnum vilja fara varlega í uppbyggingu fiskeldis í opnum sjókvíum. Fréttablaðið/Pjetur Fjölmörg fyrirtæki hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við átaksverkefnið Á móti straumnum – samstarfsverkefni náttúruverndarsamtaka, fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi. Átaksverkefnið var sett á fót til að vernda íslenska náttúru fyrir laxeldi í opnum sjókvíum, sem aðstandendur verkefnisins segja að sé bæði áhættusöm og skaðleg grein fyrir íslenska náttúru. Um 30 fyrirtæki og samtök, þar af tæplega 20 íslensk, hafa lýst yfir stuðningi við verkefnið en áður höfðu aðstandendur þess safnað yfir tíu þúsund undirskriftum þar sem skorað er á stjórnvöld að stíga varlega til jarðar við það að heimila frekari uppbyggingu fiskeldis í opnum sjókvíum. Veitingamaðurinn Nuno Servo, sem búið hefur í rúman aldarfjórðung hér á landi, er einn þeirra sem styðja átakið. Nuno rekur veitingastaðina Sushi Social, Apótekið, Tapas barinn og Sæta svínið. „Ísland hefur með réttu stært sig af og gert út á hreinleika, meðal annars í matvælaframleiðslu. Það skýtur því skökku við ef við ætlum að leyfa svo óumhverfisvæna matvælaframleiðslu sem sjókvíaeldi er enda mun það hafa slæm áhrif á það góða orðspor sem við höfum búið okkur til,“ segir Nuno. „Erlendir viðskiptavinir vilja vera vissir um að sá matur sem þeir snæða sé framleiddur með faglegum og náttúruvænum hætti og þar er laxinn að sjálfsögðu ekki undanskilinn. Það skiptir viðskiptavini okkar máli að vita hvaðan hráefnið kemur.“ Meðal þeirra vandamála sem tengjast sjókvíaeldi í Noregi eru laxalús og slysasleppingar sem geta leitt til þess að eldislax blandist villtum laxi. Hér á landi eru nokkur dæmi um slysasleppingar og tilvik þar sem eldislax hefur veiðst í íslenskum veiðiám. Fyrir Alþingi liggja nú tvö frumvörp sjávarútvegsráðherra sem fjalla um fiskeldi. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á frumvörpunum í meðferð þingsins en óvíst er hvort þau verði samþykkt enda fjölmörg mál enn á dagskrá þingsins nú þegar styttist í þinglok. Nokkur umræða, og um leið átök, hafa verið um fiskeldi hér á landi og hafa náttúruverndarsamtök lagst gegn auknum umsvifum fiskeldis í opnum kvíum. Samtök á borð við Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við fyrrnefnt átak. Þá vakti það athygli í fyrra þegar íslenska kokkalandsliðið rifti skyndilega styrktarsamningi við Arnarlax þegar í ljós kom að samningurinn hafði ekki verið gerður með vilja og vitund landsliðsmanna. Aðstandendur landsliðsins báðust þó afsökunar nokkrum dögum síðar en það breytti ekki afstöðu kokkanna um að nota ekki hráefni frá fyrirtækinu í verkefnum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Fjölmörg fyrirtæki hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við átaksverkefnið Á móti straumnum – samstarfsverkefni náttúruverndarsamtaka, fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi. Átaksverkefnið var sett á fót til að vernda íslenska náttúru fyrir laxeldi í opnum sjókvíum, sem aðstandendur verkefnisins segja að sé bæði áhættusöm og skaðleg grein fyrir íslenska náttúru. Um 30 fyrirtæki og samtök, þar af tæplega 20 íslensk, hafa lýst yfir stuðningi við verkefnið en áður höfðu aðstandendur þess safnað yfir tíu þúsund undirskriftum þar sem skorað er á stjórnvöld að stíga varlega til jarðar við það að heimila frekari uppbyggingu fiskeldis í opnum sjókvíum. Veitingamaðurinn Nuno Servo, sem búið hefur í rúman aldarfjórðung hér á landi, er einn þeirra sem styðja átakið. Nuno rekur veitingastaðina Sushi Social, Apótekið, Tapas barinn og Sæta svínið. „Ísland hefur með réttu stært sig af og gert út á hreinleika, meðal annars í matvælaframleiðslu. Það skýtur því skökku við ef við ætlum að leyfa svo óumhverfisvæna matvælaframleiðslu sem sjókvíaeldi er enda mun það hafa slæm áhrif á það góða orðspor sem við höfum búið okkur til,“ segir Nuno. „Erlendir viðskiptavinir vilja vera vissir um að sá matur sem þeir snæða sé framleiddur með faglegum og náttúruvænum hætti og þar er laxinn að sjálfsögðu ekki undanskilinn. Það skiptir viðskiptavini okkar máli að vita hvaðan hráefnið kemur.“ Meðal þeirra vandamála sem tengjast sjókvíaeldi í Noregi eru laxalús og slysasleppingar sem geta leitt til þess að eldislax blandist villtum laxi. Hér á landi eru nokkur dæmi um slysasleppingar og tilvik þar sem eldislax hefur veiðst í íslenskum veiðiám. Fyrir Alþingi liggja nú tvö frumvörp sjávarútvegsráðherra sem fjalla um fiskeldi. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á frumvörpunum í meðferð þingsins en óvíst er hvort þau verði samþykkt enda fjölmörg mál enn á dagskrá þingsins nú þegar styttist í þinglok. Nokkur umræða, og um leið átök, hafa verið um fiskeldi hér á landi og hafa náttúruverndarsamtök lagst gegn auknum umsvifum fiskeldis í opnum kvíum. Samtök á borð við Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við fyrrnefnt átak. Þá vakti það athygli í fyrra þegar íslenska kokkalandsliðið rifti skyndilega styrktarsamningi við Arnarlax þegar í ljós kom að samningurinn hafði ekki verið gerður með vilja og vitund landsliðsmanna. Aðstandendur landsliðsins báðust þó afsökunar nokkrum dögum síðar en það breytti ekki afstöðu kokkanna um að nota ekki hráefni frá fyrirtækinu í verkefnum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira