Samrunaeftirlit og landsbyggðin Valur Þráinsson skrifar 12. júní 2019 09:00 Undanfarin misseri hefur Samkeppniseftirlitið rannsakað samruna á smásölumörkuðum sem eiga það sameiginlegt að hafa meðal annars haft áhrif utan Reykjavíkur. Í fyrsta lagi var um að ræða fyrirhuguð kaup Haga á Lyfju sem voru ógilt. Í öðru lagi kaup N1 á Festi sem voru samþykkt með skilyrðum. Í þriðja lagi kaup Haga á Olís sem einnig voru samþykkt með skilyrðum. Í fjórða lagi fyrirhuguð kaup Lyfja og heilsu á eina keppinaut sínum í Mosfellsbæ sem voru ógilt. Í fimmta lagi kaup Samkaupa á Iceland-verslunum á höfuðborgarsvæðinu sem voru samþykkt án skilyrða og fyrirhuguð kaup Samkaupa á Iceland-verslunum á Suðurnesjum og Akureyri sem voru ógilt. Í tengslum við þessar rannsóknir hefur Samkeppniseftirlitið meðal annars verið gagnrýnt fyrir að grípa inn í vegna áhrifa samrunanna á afmörkuðum landfræðilegum mörkuðum og í sumum tilvikum gagnvart fyrirtækjum sem eru ekki markaðsráðandi. Gagnrýnin gefur tilefni til að útskýra með hvaða hætti samkeppnisyfirvöld nálgast þessi atriði.Markaðir oft staðbundnir Við rannsókn á samrunum smásala horfir Samkeppniseftirlitið til þess á hvaða landfræðilega markaði, eða mörkuðum, þeir starfa. Er meðal annars lagt á það mat hvað neytendur eru tilbúnir að eyða miklum tíma í ferðalög milli verslana og hvort netverslanir séu raunhæfur valkostur. Við blasir að dagvöruverslanir á Vesturlandi veita til að mynda dagvöruverslunum á Austurlandi afar takmarkað samkeppnislegt aðhald. Hið sama á við um apótek, veitingastaði, bakarí, fiskbúðir o.s.frv. Af því má ráða að smásölumarkaðir eru oft á tíðum, eðli síns vegna, afmarkaðir við tiltekin landsvæði. Fyrrgreindir samrunar hafa þannig verið taldir raska samkeppni í smásölu dagvöru á Suðurlandi, Suðurnesjum, Vesturlandi, Akureyri og í smásölu lyfja í Mosfellsbæ. Í öllum þessum málum lágu til grundvallar ítarlegar greiningar á staðgöngu milli keppinauta, mismunandi tegunda verslana og svæða. Þetta er í takt við nálgun annarra samkeppnisyfirvalda. Framkvæmdastjórn ESB og bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa almennt lagt til grundvallar að smásala lyfja afmarkist við mjög takmörkuð svæði sem samsvari 1,5 til 4 kílómetra radíus frá staðsetningu lyfjabúða. Í nýrri ákvörðun breskra samkeppnisyfirvalda vegna fyrirhugaðs samruna Asda og Sainsbury's var við afmörkun á landfræðilega markaðnum horft til verslana í allt að 15 mínútna aksturstíma frá verslunum samrunaaðila. Stærðin hefur ekki úrslitaáhrif Við rannsókn á samrunum horfir Samkeppniseftirlitið ekki eingöngu til stærðar viðkomandi fyrirtækja á landsvísu heldur skipta þar höfuðmáli samkeppnisleg áhrif samrunans á viðkomandi markaði. Fyrirtæki getur verið lítið á landsvísu en mjög sterkt á einstökum svæðum. Í þeim tilvikum er horft til áhrifa samrunans á samkeppni annars vegar á landsvísu og hins vegar á tilteknum landsvæðum sem mynda sérstaka landfræðilega markaði. Samruni Sainsbury's og Asda var ógiltur af breskum samkeppnisyfirvöldum. Í því máli var samanlögð hlutdeild fyrirtækjanna í dagvörusölu um 29%. Þrátt fyrir það var samruninn talinn raska samkeppni á 537 landfræðilega afmörkuðum svæðum Í Bretlandi. Í tilviki kaupa Samkaupa á 14 verslunum af Baskó var samanlögð hlutdeild fyrirtækjanna á landsvísu á bilinu 20 til 25 prósent. Samruninn var talinn raska samkeppni á Akureyri og í Reykjanesbæ, þar sem tvær af fyrrgreindum 14 verslunum voru staðsettar, en ekki á höfuðborgarsvæðinu. Röskun líklegri úti á landi Ljóst er að samrunar á smásölumörkuðum geta haft áhrif á samkeppni þrátt fyrir að fáir íbúar búi á viðkomandi svæði og viðkomandi fyrirtæki séu ekki markaðsráðandi. Raunar er líklegra að samkeppnisleg vandamál komi upp á smásölumörkuðum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er sú að á landsbyggðinni starfa að öllu jöfnu færri aðilar á samþjappaðri mörkuðum. Horfi samkeppnisyfirvöld fram hjá samrunum sem raska samkeppni á fámennari stöðum mun það leiða til þess að þau svæði verða ósamkeppnishæf vegna hærra verðs en ella, minni gæða og verri þjónustu. Slík stefna samkeppnisyfirvalda væri óásættanleg og myndi skaða neytendur í dreifðari byggðum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Valur Þráinsson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur Samkeppniseftirlitið rannsakað samruna á smásölumörkuðum sem eiga það sameiginlegt að hafa meðal annars haft áhrif utan Reykjavíkur. Í fyrsta lagi var um að ræða fyrirhuguð kaup Haga á Lyfju sem voru ógilt. Í öðru lagi kaup N1 á Festi sem voru samþykkt með skilyrðum. Í þriðja lagi kaup Haga á Olís sem einnig voru samþykkt með skilyrðum. Í fjórða lagi fyrirhuguð kaup Lyfja og heilsu á eina keppinaut sínum í Mosfellsbæ sem voru ógilt. Í fimmta lagi kaup Samkaupa á Iceland-verslunum á höfuðborgarsvæðinu sem voru samþykkt án skilyrða og fyrirhuguð kaup Samkaupa á Iceland-verslunum á Suðurnesjum og Akureyri sem voru ógilt. Í tengslum við þessar rannsóknir hefur Samkeppniseftirlitið meðal annars verið gagnrýnt fyrir að grípa inn í vegna áhrifa samrunanna á afmörkuðum landfræðilegum mörkuðum og í sumum tilvikum gagnvart fyrirtækjum sem eru ekki markaðsráðandi. Gagnrýnin gefur tilefni til að útskýra með hvaða hætti samkeppnisyfirvöld nálgast þessi atriði.Markaðir oft staðbundnir Við rannsókn á samrunum smásala horfir Samkeppniseftirlitið til þess á hvaða landfræðilega markaði, eða mörkuðum, þeir starfa. Er meðal annars lagt á það mat hvað neytendur eru tilbúnir að eyða miklum tíma í ferðalög milli verslana og hvort netverslanir séu raunhæfur valkostur. Við blasir að dagvöruverslanir á Vesturlandi veita til að mynda dagvöruverslunum á Austurlandi afar takmarkað samkeppnislegt aðhald. Hið sama á við um apótek, veitingastaði, bakarí, fiskbúðir o.s.frv. Af því má ráða að smásölumarkaðir eru oft á tíðum, eðli síns vegna, afmarkaðir við tiltekin landsvæði. Fyrrgreindir samrunar hafa þannig verið taldir raska samkeppni í smásölu dagvöru á Suðurlandi, Suðurnesjum, Vesturlandi, Akureyri og í smásölu lyfja í Mosfellsbæ. Í öllum þessum málum lágu til grundvallar ítarlegar greiningar á staðgöngu milli keppinauta, mismunandi tegunda verslana og svæða. Þetta er í takt við nálgun annarra samkeppnisyfirvalda. Framkvæmdastjórn ESB og bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa almennt lagt til grundvallar að smásala lyfja afmarkist við mjög takmörkuð svæði sem samsvari 1,5 til 4 kílómetra radíus frá staðsetningu lyfjabúða. Í nýrri ákvörðun breskra samkeppnisyfirvalda vegna fyrirhugaðs samruna Asda og Sainsbury's var við afmörkun á landfræðilega markaðnum horft til verslana í allt að 15 mínútna aksturstíma frá verslunum samrunaaðila. Stærðin hefur ekki úrslitaáhrif Við rannsókn á samrunum horfir Samkeppniseftirlitið ekki eingöngu til stærðar viðkomandi fyrirtækja á landsvísu heldur skipta þar höfuðmáli samkeppnisleg áhrif samrunans á viðkomandi markaði. Fyrirtæki getur verið lítið á landsvísu en mjög sterkt á einstökum svæðum. Í þeim tilvikum er horft til áhrifa samrunans á samkeppni annars vegar á landsvísu og hins vegar á tilteknum landsvæðum sem mynda sérstaka landfræðilega markaði. Samruni Sainsbury's og Asda var ógiltur af breskum samkeppnisyfirvöldum. Í því máli var samanlögð hlutdeild fyrirtækjanna í dagvörusölu um 29%. Þrátt fyrir það var samruninn talinn raska samkeppni á 537 landfræðilega afmörkuðum svæðum Í Bretlandi. Í tilviki kaupa Samkaupa á 14 verslunum af Baskó var samanlögð hlutdeild fyrirtækjanna á landsvísu á bilinu 20 til 25 prósent. Samruninn var talinn raska samkeppni á Akureyri og í Reykjanesbæ, þar sem tvær af fyrrgreindum 14 verslunum voru staðsettar, en ekki á höfuðborgarsvæðinu. Röskun líklegri úti á landi Ljóst er að samrunar á smásölumörkuðum geta haft áhrif á samkeppni þrátt fyrir að fáir íbúar búi á viðkomandi svæði og viðkomandi fyrirtæki séu ekki markaðsráðandi. Raunar er líklegra að samkeppnisleg vandamál komi upp á smásölumörkuðum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er sú að á landsbyggðinni starfa að öllu jöfnu færri aðilar á samþjappaðri mörkuðum. Horfi samkeppnisyfirvöld fram hjá samrunum sem raska samkeppni á fámennari stöðum mun það leiða til þess að þau svæði verða ósamkeppnishæf vegna hærra verðs en ella, minni gæða og verri þjónustu. Slík stefna samkeppnisyfirvalda væri óásættanleg og myndi skaða neytendur í dreifðari byggðum landsins.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun