Samrunaeftirlit og landsbyggðin Valur Þráinsson skrifar 12. júní 2019 09:00 Undanfarin misseri hefur Samkeppniseftirlitið rannsakað samruna á smásölumörkuðum sem eiga það sameiginlegt að hafa meðal annars haft áhrif utan Reykjavíkur. Í fyrsta lagi var um að ræða fyrirhuguð kaup Haga á Lyfju sem voru ógilt. Í öðru lagi kaup N1 á Festi sem voru samþykkt með skilyrðum. Í þriðja lagi kaup Haga á Olís sem einnig voru samþykkt með skilyrðum. Í fjórða lagi fyrirhuguð kaup Lyfja og heilsu á eina keppinaut sínum í Mosfellsbæ sem voru ógilt. Í fimmta lagi kaup Samkaupa á Iceland-verslunum á höfuðborgarsvæðinu sem voru samþykkt án skilyrða og fyrirhuguð kaup Samkaupa á Iceland-verslunum á Suðurnesjum og Akureyri sem voru ógilt. Í tengslum við þessar rannsóknir hefur Samkeppniseftirlitið meðal annars verið gagnrýnt fyrir að grípa inn í vegna áhrifa samrunanna á afmörkuðum landfræðilegum mörkuðum og í sumum tilvikum gagnvart fyrirtækjum sem eru ekki markaðsráðandi. Gagnrýnin gefur tilefni til að útskýra með hvaða hætti samkeppnisyfirvöld nálgast þessi atriði.Markaðir oft staðbundnir Við rannsókn á samrunum smásala horfir Samkeppniseftirlitið til þess á hvaða landfræðilega markaði, eða mörkuðum, þeir starfa. Er meðal annars lagt á það mat hvað neytendur eru tilbúnir að eyða miklum tíma í ferðalög milli verslana og hvort netverslanir séu raunhæfur valkostur. Við blasir að dagvöruverslanir á Vesturlandi veita til að mynda dagvöruverslunum á Austurlandi afar takmarkað samkeppnislegt aðhald. Hið sama á við um apótek, veitingastaði, bakarí, fiskbúðir o.s.frv. Af því má ráða að smásölumarkaðir eru oft á tíðum, eðli síns vegna, afmarkaðir við tiltekin landsvæði. Fyrrgreindir samrunar hafa þannig verið taldir raska samkeppni í smásölu dagvöru á Suðurlandi, Suðurnesjum, Vesturlandi, Akureyri og í smásölu lyfja í Mosfellsbæ. Í öllum þessum málum lágu til grundvallar ítarlegar greiningar á staðgöngu milli keppinauta, mismunandi tegunda verslana og svæða. Þetta er í takt við nálgun annarra samkeppnisyfirvalda. Framkvæmdastjórn ESB og bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa almennt lagt til grundvallar að smásala lyfja afmarkist við mjög takmörkuð svæði sem samsvari 1,5 til 4 kílómetra radíus frá staðsetningu lyfjabúða. Í nýrri ákvörðun breskra samkeppnisyfirvalda vegna fyrirhugaðs samruna Asda og Sainsbury's var við afmörkun á landfræðilega markaðnum horft til verslana í allt að 15 mínútna aksturstíma frá verslunum samrunaaðila. Stærðin hefur ekki úrslitaáhrif Við rannsókn á samrunum horfir Samkeppniseftirlitið ekki eingöngu til stærðar viðkomandi fyrirtækja á landsvísu heldur skipta þar höfuðmáli samkeppnisleg áhrif samrunans á viðkomandi markaði. Fyrirtæki getur verið lítið á landsvísu en mjög sterkt á einstökum svæðum. Í þeim tilvikum er horft til áhrifa samrunans á samkeppni annars vegar á landsvísu og hins vegar á tilteknum landsvæðum sem mynda sérstaka landfræðilega markaði. Samruni Sainsbury's og Asda var ógiltur af breskum samkeppnisyfirvöldum. Í því máli var samanlögð hlutdeild fyrirtækjanna í dagvörusölu um 29%. Þrátt fyrir það var samruninn talinn raska samkeppni á 537 landfræðilega afmörkuðum svæðum Í Bretlandi. Í tilviki kaupa Samkaupa á 14 verslunum af Baskó var samanlögð hlutdeild fyrirtækjanna á landsvísu á bilinu 20 til 25 prósent. Samruninn var talinn raska samkeppni á Akureyri og í Reykjanesbæ, þar sem tvær af fyrrgreindum 14 verslunum voru staðsettar, en ekki á höfuðborgarsvæðinu. Röskun líklegri úti á landi Ljóst er að samrunar á smásölumörkuðum geta haft áhrif á samkeppni þrátt fyrir að fáir íbúar búi á viðkomandi svæði og viðkomandi fyrirtæki séu ekki markaðsráðandi. Raunar er líklegra að samkeppnisleg vandamál komi upp á smásölumörkuðum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er sú að á landsbyggðinni starfa að öllu jöfnu færri aðilar á samþjappaðri mörkuðum. Horfi samkeppnisyfirvöld fram hjá samrunum sem raska samkeppni á fámennari stöðum mun það leiða til þess að þau svæði verða ósamkeppnishæf vegna hærra verðs en ella, minni gæða og verri þjónustu. Slík stefna samkeppnisyfirvalda væri óásættanleg og myndi skaða neytendur í dreifðari byggðum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Valur Þráinsson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur Samkeppniseftirlitið rannsakað samruna á smásölumörkuðum sem eiga það sameiginlegt að hafa meðal annars haft áhrif utan Reykjavíkur. Í fyrsta lagi var um að ræða fyrirhuguð kaup Haga á Lyfju sem voru ógilt. Í öðru lagi kaup N1 á Festi sem voru samþykkt með skilyrðum. Í þriðja lagi kaup Haga á Olís sem einnig voru samþykkt með skilyrðum. Í fjórða lagi fyrirhuguð kaup Lyfja og heilsu á eina keppinaut sínum í Mosfellsbæ sem voru ógilt. Í fimmta lagi kaup Samkaupa á Iceland-verslunum á höfuðborgarsvæðinu sem voru samþykkt án skilyrða og fyrirhuguð kaup Samkaupa á Iceland-verslunum á Suðurnesjum og Akureyri sem voru ógilt. Í tengslum við þessar rannsóknir hefur Samkeppniseftirlitið meðal annars verið gagnrýnt fyrir að grípa inn í vegna áhrifa samrunanna á afmörkuðum landfræðilegum mörkuðum og í sumum tilvikum gagnvart fyrirtækjum sem eru ekki markaðsráðandi. Gagnrýnin gefur tilefni til að útskýra með hvaða hætti samkeppnisyfirvöld nálgast þessi atriði.Markaðir oft staðbundnir Við rannsókn á samrunum smásala horfir Samkeppniseftirlitið til þess á hvaða landfræðilega markaði, eða mörkuðum, þeir starfa. Er meðal annars lagt á það mat hvað neytendur eru tilbúnir að eyða miklum tíma í ferðalög milli verslana og hvort netverslanir séu raunhæfur valkostur. Við blasir að dagvöruverslanir á Vesturlandi veita til að mynda dagvöruverslunum á Austurlandi afar takmarkað samkeppnislegt aðhald. Hið sama á við um apótek, veitingastaði, bakarí, fiskbúðir o.s.frv. Af því má ráða að smásölumarkaðir eru oft á tíðum, eðli síns vegna, afmarkaðir við tiltekin landsvæði. Fyrrgreindir samrunar hafa þannig verið taldir raska samkeppni í smásölu dagvöru á Suðurlandi, Suðurnesjum, Vesturlandi, Akureyri og í smásölu lyfja í Mosfellsbæ. Í öllum þessum málum lágu til grundvallar ítarlegar greiningar á staðgöngu milli keppinauta, mismunandi tegunda verslana og svæða. Þetta er í takt við nálgun annarra samkeppnisyfirvalda. Framkvæmdastjórn ESB og bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa almennt lagt til grundvallar að smásala lyfja afmarkist við mjög takmörkuð svæði sem samsvari 1,5 til 4 kílómetra radíus frá staðsetningu lyfjabúða. Í nýrri ákvörðun breskra samkeppnisyfirvalda vegna fyrirhugaðs samruna Asda og Sainsbury's var við afmörkun á landfræðilega markaðnum horft til verslana í allt að 15 mínútna aksturstíma frá verslunum samrunaaðila. Stærðin hefur ekki úrslitaáhrif Við rannsókn á samrunum horfir Samkeppniseftirlitið ekki eingöngu til stærðar viðkomandi fyrirtækja á landsvísu heldur skipta þar höfuðmáli samkeppnisleg áhrif samrunans á viðkomandi markaði. Fyrirtæki getur verið lítið á landsvísu en mjög sterkt á einstökum svæðum. Í þeim tilvikum er horft til áhrifa samrunans á samkeppni annars vegar á landsvísu og hins vegar á tilteknum landsvæðum sem mynda sérstaka landfræðilega markaði. Samruni Sainsbury's og Asda var ógiltur af breskum samkeppnisyfirvöldum. Í því máli var samanlögð hlutdeild fyrirtækjanna í dagvörusölu um 29%. Þrátt fyrir það var samruninn talinn raska samkeppni á 537 landfræðilega afmörkuðum svæðum Í Bretlandi. Í tilviki kaupa Samkaupa á 14 verslunum af Baskó var samanlögð hlutdeild fyrirtækjanna á landsvísu á bilinu 20 til 25 prósent. Samruninn var talinn raska samkeppni á Akureyri og í Reykjanesbæ, þar sem tvær af fyrrgreindum 14 verslunum voru staðsettar, en ekki á höfuðborgarsvæðinu. Röskun líklegri úti á landi Ljóst er að samrunar á smásölumörkuðum geta haft áhrif á samkeppni þrátt fyrir að fáir íbúar búi á viðkomandi svæði og viðkomandi fyrirtæki séu ekki markaðsráðandi. Raunar er líklegra að samkeppnisleg vandamál komi upp á smásölumörkuðum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er sú að á landsbyggðinni starfa að öllu jöfnu færri aðilar á samþjappaðri mörkuðum. Horfi samkeppnisyfirvöld fram hjá samrunum sem raska samkeppni á fámennari stöðum mun það leiða til þess að þau svæði verða ósamkeppnishæf vegna hærra verðs en ella, minni gæða og verri þjónustu. Slík stefna samkeppnisyfirvalda væri óásættanleg og myndi skaða neytendur í dreifðari byggðum landsins.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun