Brugðust við fjöldamótmælum með táragasi og háþrýstidælum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2019 08:54 Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Hong Kong. Vísir/ap Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Mótmælendur báru grímur og hjálma og söfnuðust saman við skrifstofur stjórnvalda og hindruðu aðgang. Þeir lokuðu einnig um hríð tveimur af helstu samgönguæðum borgarinnar. Óeirðarlögreglan brást við með því að nota táragas, piparúða og háþrýstidælur. Lögregluyfirvöld í Hong Kong birtu tíst í morgun þar sem kom fram að mótmælin væru ekki lengur friðsamleg samkoma. Þau ráðlögðu mótmælendum að hafa sig á brott ellegar þyrfti lögreglan að beita „viðeigandi“ valdi. Í skugga fjöldamótmæla um nýliðna helgi frestaði löggjafarþingið í Hong Kong í morgun annarri umræðu um lagasetninguna umdeildu. Forseti þingsins vildi þó ekki kannast við að frestunin væri liður í því að koma til móts við mótmælendur. Stjórnvöld segja að löggjöfin sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að Hong Kong verði skálkaskjól fyrir glæpamenn frá meginlandi Kína. Ákveðið var að ráðast í umbætur þegar stjórnvöld í Taiwan gátu ekki fengið 19 ára karlmann frá Hong Kong framseldan. Honum var gefið að sök að hafa myrt þungaða kærustu sína í fríi á Taiwan. Maðurinn flúði til Hong Kong því hann vissi að enginn framsalssamningur var í gildi.Fjöldamótmæli fyrir utan löggjafarþingið í Hong Kong í morgun.Vísir/apStjórnvöld hafa reynt að sefa áhyggjur mótmælenda með loforði um að eingöngu þeir brotamenn sem hafa verið ákærðir fyrir alvarlega glæpi verði framseldir. Mótmælendur í Hong Kong eru langt frá því að vera sannfærðir og eru þess fullvissir að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu. Andstæðingar lagafrumvarpsins hafa miklar áhyggjur af gerræðislegu réttarfari í Kína; þvinguðum játningum og pyntingum. Þeir segjast ekki ætla að fara fet fyrr en stjórnvöld hverfa frá fyrirætlunum sínum. Þrátt fyrir óánægju með lagafrumvarpið hyggjast stjórnvöld koma því í gegnum þingið. Áætlað er að löggjafarþingið greiði atkvæði um frumvarpið 20. júní. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Xi segir Pútín sinn albesta vin Samband Rússlands og Kínverja er orðið stórgott samkvæmt forsetum ríkjanna tveggja. Stórveldin standa nú saman gegn Bandaríkjunum í fjölmörgum ágreiningsmálum. Til að mynda í Íranmálinu. 6. júní 2019 07:45 Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Mótmælendur báru grímur og hjálma og söfnuðust saman við skrifstofur stjórnvalda og hindruðu aðgang. Þeir lokuðu einnig um hríð tveimur af helstu samgönguæðum borgarinnar. Óeirðarlögreglan brást við með því að nota táragas, piparúða og háþrýstidælur. Lögregluyfirvöld í Hong Kong birtu tíst í morgun þar sem kom fram að mótmælin væru ekki lengur friðsamleg samkoma. Þau ráðlögðu mótmælendum að hafa sig á brott ellegar þyrfti lögreglan að beita „viðeigandi“ valdi. Í skugga fjöldamótmæla um nýliðna helgi frestaði löggjafarþingið í Hong Kong í morgun annarri umræðu um lagasetninguna umdeildu. Forseti þingsins vildi þó ekki kannast við að frestunin væri liður í því að koma til móts við mótmælendur. Stjórnvöld segja að löggjöfin sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að Hong Kong verði skálkaskjól fyrir glæpamenn frá meginlandi Kína. Ákveðið var að ráðast í umbætur þegar stjórnvöld í Taiwan gátu ekki fengið 19 ára karlmann frá Hong Kong framseldan. Honum var gefið að sök að hafa myrt þungaða kærustu sína í fríi á Taiwan. Maðurinn flúði til Hong Kong því hann vissi að enginn framsalssamningur var í gildi.Fjöldamótmæli fyrir utan löggjafarþingið í Hong Kong í morgun.Vísir/apStjórnvöld hafa reynt að sefa áhyggjur mótmælenda með loforði um að eingöngu þeir brotamenn sem hafa verið ákærðir fyrir alvarlega glæpi verði framseldir. Mótmælendur í Hong Kong eru langt frá því að vera sannfærðir og eru þess fullvissir að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu. Andstæðingar lagafrumvarpsins hafa miklar áhyggjur af gerræðislegu réttarfari í Kína; þvinguðum játningum og pyntingum. Þeir segjast ekki ætla að fara fet fyrr en stjórnvöld hverfa frá fyrirætlunum sínum. Þrátt fyrir óánægju með lagafrumvarpið hyggjast stjórnvöld koma því í gegnum þingið. Áætlað er að löggjafarþingið greiði atkvæði um frumvarpið 20. júní.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Xi segir Pútín sinn albesta vin Samband Rússlands og Kínverja er orðið stórgott samkvæmt forsetum ríkjanna tveggja. Stórveldin standa nú saman gegn Bandaríkjunum í fjölmörgum ágreiningsmálum. Til að mynda í Íranmálinu. 6. júní 2019 07:45 Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Xi segir Pútín sinn albesta vin Samband Rússlands og Kínverja er orðið stórgott samkvæmt forsetum ríkjanna tveggja. Stórveldin standa nú saman gegn Bandaríkjunum í fjölmörgum ágreiningsmálum. Til að mynda í Íranmálinu. 6. júní 2019 07:45
Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16