Bretar ætla að stöðva losun fyrir 2050 Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 21:53 May (f.m.) kynnir sér tækni til að breyta koltvísýringi í súrefni í Imperial College í London í dag. AP/Stefan Rousseau Ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Bretlands hefur kynnt áform um að svo gott sem stöðva nettó losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum fyrir árið 2050. May segir að auk umhverfislegs ávinnings komi aðgerðirnar til með að bæta lýðheilsu og draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið. Bresk stjórnvöld höfðu áður sett sér það markmið að draga úr losun um 80% fyrir miðja öldina. Áætlun May bætir í og gerir ráð fyrir að allri losun verði annað hvort hætt eða hún kolefnisjöfnuð. Í greinargerð ríkisstjórnarinnar segir að fylgi önnur ríki fordæmi Bretlands séu um helmingslíkur að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C við lok aldarinnar. „Við höfum náð gríðarlegum árangri í að láta efnahaginn og vinnumarkaðinn vaxa á sama tíma og við drögum hratt úr losun. Nú er tími til kominn að ganga lengra og hraðar til að verja umhverfið fyrir börnin okkar. Við verðum að leiða heiminn að hreinni og grænni tegund vaxtar,“ sagði May þegar hún kynnti áætlunina. Philip Hammond, fjármálaráðherra, áætlar að kostnaðurinn við áætlunina gæti numið trilljón pundum árið 2050. Það gæti verið 1-2% af landframleiðslu Bretlands, að mati Chris Skidmore, starfandi orkumálaráðherra. Græna hagkerfið eigi eftir að skapa störf. May á ekki langt eftir í embætti forsætisráðherra. Hún sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í síðustu viku og stendur leiðtogaval í flokknum fyrir dyrum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að meirihluti frambjóðenda í valinu styðja áætlun May. Bretland Loftslagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Bretlands hefur kynnt áform um að svo gott sem stöðva nettó losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum fyrir árið 2050. May segir að auk umhverfislegs ávinnings komi aðgerðirnar til með að bæta lýðheilsu og draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið. Bresk stjórnvöld höfðu áður sett sér það markmið að draga úr losun um 80% fyrir miðja öldina. Áætlun May bætir í og gerir ráð fyrir að allri losun verði annað hvort hætt eða hún kolefnisjöfnuð. Í greinargerð ríkisstjórnarinnar segir að fylgi önnur ríki fordæmi Bretlands séu um helmingslíkur að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C við lok aldarinnar. „Við höfum náð gríðarlegum árangri í að láta efnahaginn og vinnumarkaðinn vaxa á sama tíma og við drögum hratt úr losun. Nú er tími til kominn að ganga lengra og hraðar til að verja umhverfið fyrir börnin okkar. Við verðum að leiða heiminn að hreinni og grænni tegund vaxtar,“ sagði May þegar hún kynnti áætlunina. Philip Hammond, fjármálaráðherra, áætlar að kostnaðurinn við áætlunina gæti numið trilljón pundum árið 2050. Það gæti verið 1-2% af landframleiðslu Bretlands, að mati Chris Skidmore, starfandi orkumálaráðherra. Græna hagkerfið eigi eftir að skapa störf. May á ekki langt eftir í embætti forsætisráðherra. Hún sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í síðustu viku og stendur leiðtogaval í flokknum fyrir dyrum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að meirihluti frambjóðenda í valinu styðja áætlun May.
Bretland Loftslagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira