Vinaþjóðir um ókomin ár Herbert Beck skrifar 13. júní 2019 08:45 Söguleg tengsl Íslands og Þýskalands liggja langt aftur. Sennilega var fyrsti Þjóðverjinn á Íslandi saxneski trúboðsbiskupinn Friðrik (Friedrich), sem reyndi án árangurs að snúa Íslendingum til kristni árið 981, að beiðni Þorvalds víðförla. Svo má náttúrlega nefna hin nánu og frjósömu tengsl sem hófust með Hansa-kaupmönnum á 15. öld. Eða þann þátt sem þýska rómantíkin, heimspeki og guðfræði léku eftir lok danska einveldisins í eflingu íslenskrar þjóðernisvitundar á 19. öldinni. Á hinn bóginn eru verk eins og Niflungahringur Wagners eða „Þýskar goðsagnir“ Jacobs Grimm óhugsandi án vísana í íslensku fornbókmenntirnar. Konrad Maurer kannast að minnsta kosti eldri kynslóðin við, þýska Íslandsvininn sem var samtíðar- og stuðningsmaður pólitískra markmiða Jóns Sigurðssonar. Á keisaratímanum í Þýskalandi var vaxandi áhugi fyrir Norðurlöndunum, en þennan áhuga umtúlkuðu og misnotuðu nasistar á stuttum en afdrifaríkum valdatíma sínum. Í þessu sambandi er vert að nefna að Íslendingar sýndu, með fáeinum undantekningum, að þeir væru ónæmir fyrir slíkum fantasíum. Eftir endalok seinni heimsstyrjaldar og Þriðja ríkisins var stjórnmálasambandi komið á milli þýska Sambandslýðveldisins og Íslands árið 1952. Upp frá því hafa samskipti þjóða okkar þróast á jákvæðan og sjálfbæran hátt. Ný varða á langri samleið Íslands og Þýskalands er heimsókn Frank-Walters Steinmeier, forseta Sambandslýðveldisins, sem verður ásamt eiginkonu sinni Elke Büdenbender í opinberri heimsókn á Íslandi frá 12. til 14. júní. Eftir Richard von Weizsäcker (1992) og Johannes Rau (2003) er þetta í þriðja sinn sem forseti Þýskalands kemur í opinbera heimsókn til Íslands. Þáverandi forsetar Íslands, Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson, fóru líka hvort í sína opinberu heimsóknina til Þýskalands. Ísland er meðal nánustu og traustustu samstarfsríkja Þýskalands. Bæði lönd okkar starfa vel saman á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, NATO, Evrópuráðsins og ÖSE, til að nefna mikilvægustu alþjóðastofnanirnar. Við deilum þeirri sannfæringu að nýjar alþjóðlegar áskoranir, hvort sem þær eru af pólitískum, efnahagslegum eða tæknilegum toga, verða ekki leystar nema með samstarfi byggðu á sameiginlegum gildum og hagsmunum. Þýski utanríkisráðherrann Maas hefur ítrekað sagt að það geti vel farið saman að gæta bæði lögmætra þjóðarhagsmuna og sameiginlegra hagsmuna heimsbyggðarinnar. Sameiginleg aðild að stærsta sameiginlega efnahagssvæði heims, Evrópska efnahagssvæðinu, hefur mikla þýðingu bæði fyrir Ísland og Þýskaland. Það býður fólki okkar og fyrirtækjum hagstæðan aðgang að mörkuðum hvert annars innan ramma fjórfrelsisins (frjálst flæði vöru, fólks, þjónustu og fjármagns). Það er enginn vafi á því að þrátt fyrir það háa stig viðskipta sem nú þegar ríkir milli landa okkar, þá eru góð tækifæri til að auka þau enn meir. Gæði, nýsköpun og sjálfbærni í skilningi umhverfis- og loftslagsverndar verða mikilvægir mælikvarðar fyrir framtíðarþróun og velgengni efnahagslegrar samvinnu. Ísland og Þýskaland eru einnig í nánu samstarfi við framkvæmd loftslagssamningsins sem kenndur er við París. Ein þungamiðja heimsóknar Steinmeiers forseta beinist að loftslagsmálum og málefnum norðurslóða. Frekari þróun samstarfs á sviði tækni og vísinda er líka nátengd viðskiptasamvinnunni, bæði tvíhliða og innan ramma áætlana Evrópusambandsins. Þetta snýst ekki aðeins um að efla enn frekar samstarfið á vísindasviðinu, heldur einnig betri nýtingu gagnkvæmra tækifæra á sviði menntunar, í þágu beggja landa. Menningarleg tengsl milli Þýskalands og Íslands hafa alltaf haft mikla þýðingu. Sérstaklega eru tengslin sterk á sviði bókmennta og tónlistar. Vissir þú að Halldór Laxness skrifaði undir sinn fyrsta samning við erlendan útgefanda árið 1932, við Insel-forlagið í Leipzig fyrir útgáfuna á Sölku Völku? Meðal margra tónskálda sem sóttu sér innblástur í Þýskalandi og mótaði á sama tíma tónlistarlífið á Íslandi, vil ég nefna sérstaklega Atla Heimi Sveinsson, sem sem lést fyrir nokkrum vikum. Listamenn eins og Ólafur Elíasson og Víkingur Heiðar Ólafsson standa í dag fyrir líflegri menningarmiðlun í löndum okkar. Það er aðeins vegna plássleysis að ég fer hér ekki út í að rekja hlutverk íþrótta í menningarsamskiptum okkar. Að lokum verð ég að nefna hóp um 180 Þjóðverja sem komu til Íslands fyrir réttum 70 árum til starfa í íslenskum landbúnaði. Næstu ár þar á eftir komu fleiri Þjóðverjar og verulegur fjöldi þeirra, aðallega konur, settist að og stofnaði fjölskyldur. Ísland bauð þeim ný heimkynni og þetta fólk varð mjög sérstakir brúarsmiðir milli landa okkar. Sögurnar eru margar og merkar sem þessu tengjast, og þýski forsetinn og eiginkona hans munu heyra í nokkrum sögupersónunum á meðan á heimsókn þeirra stendur. Þeir sem eiga leið um hringtorgið á Granda á næstu dögum munu uppgötva mjög ljóðræna veggmynd um sögu þýsku kvennanna (og karlanna), málaða af listakonum frá Berlín og Manchester, sem allar tengjast Museum für Gegenwartskunst Urban Nation í Berlín. Ég býð einnig lesendum að heimsækja sýningu þýska ljósmyndarans Marzenu Skubatz „Heima / t“ í Árbæjarsafni, en hún verður opnuð á miðvikudaginn. Hin aldalanga saga Íslands og Þýskalands, Íslendinga og Þjóðverja, heldur áfram.Höfundur er sendiherra Þýskalands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Söguleg tengsl Íslands og Þýskalands liggja langt aftur. Sennilega var fyrsti Þjóðverjinn á Íslandi saxneski trúboðsbiskupinn Friðrik (Friedrich), sem reyndi án árangurs að snúa Íslendingum til kristni árið 981, að beiðni Þorvalds víðförla. Svo má náttúrlega nefna hin nánu og frjósömu tengsl sem hófust með Hansa-kaupmönnum á 15. öld. Eða þann þátt sem þýska rómantíkin, heimspeki og guðfræði léku eftir lok danska einveldisins í eflingu íslenskrar þjóðernisvitundar á 19. öldinni. Á hinn bóginn eru verk eins og Niflungahringur Wagners eða „Þýskar goðsagnir“ Jacobs Grimm óhugsandi án vísana í íslensku fornbókmenntirnar. Konrad Maurer kannast að minnsta kosti eldri kynslóðin við, þýska Íslandsvininn sem var samtíðar- og stuðningsmaður pólitískra markmiða Jóns Sigurðssonar. Á keisaratímanum í Þýskalandi var vaxandi áhugi fyrir Norðurlöndunum, en þennan áhuga umtúlkuðu og misnotuðu nasistar á stuttum en afdrifaríkum valdatíma sínum. Í þessu sambandi er vert að nefna að Íslendingar sýndu, með fáeinum undantekningum, að þeir væru ónæmir fyrir slíkum fantasíum. Eftir endalok seinni heimsstyrjaldar og Þriðja ríkisins var stjórnmálasambandi komið á milli þýska Sambandslýðveldisins og Íslands árið 1952. Upp frá því hafa samskipti þjóða okkar þróast á jákvæðan og sjálfbæran hátt. Ný varða á langri samleið Íslands og Þýskalands er heimsókn Frank-Walters Steinmeier, forseta Sambandslýðveldisins, sem verður ásamt eiginkonu sinni Elke Büdenbender í opinberri heimsókn á Íslandi frá 12. til 14. júní. Eftir Richard von Weizsäcker (1992) og Johannes Rau (2003) er þetta í þriðja sinn sem forseti Þýskalands kemur í opinbera heimsókn til Íslands. Þáverandi forsetar Íslands, Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson, fóru líka hvort í sína opinberu heimsóknina til Þýskalands. Ísland er meðal nánustu og traustustu samstarfsríkja Þýskalands. Bæði lönd okkar starfa vel saman á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, NATO, Evrópuráðsins og ÖSE, til að nefna mikilvægustu alþjóðastofnanirnar. Við deilum þeirri sannfæringu að nýjar alþjóðlegar áskoranir, hvort sem þær eru af pólitískum, efnahagslegum eða tæknilegum toga, verða ekki leystar nema með samstarfi byggðu á sameiginlegum gildum og hagsmunum. Þýski utanríkisráðherrann Maas hefur ítrekað sagt að það geti vel farið saman að gæta bæði lögmætra þjóðarhagsmuna og sameiginlegra hagsmuna heimsbyggðarinnar. Sameiginleg aðild að stærsta sameiginlega efnahagssvæði heims, Evrópska efnahagssvæðinu, hefur mikla þýðingu bæði fyrir Ísland og Þýskaland. Það býður fólki okkar og fyrirtækjum hagstæðan aðgang að mörkuðum hvert annars innan ramma fjórfrelsisins (frjálst flæði vöru, fólks, þjónustu og fjármagns). Það er enginn vafi á því að þrátt fyrir það háa stig viðskipta sem nú þegar ríkir milli landa okkar, þá eru góð tækifæri til að auka þau enn meir. Gæði, nýsköpun og sjálfbærni í skilningi umhverfis- og loftslagsverndar verða mikilvægir mælikvarðar fyrir framtíðarþróun og velgengni efnahagslegrar samvinnu. Ísland og Þýskaland eru einnig í nánu samstarfi við framkvæmd loftslagssamningsins sem kenndur er við París. Ein þungamiðja heimsóknar Steinmeiers forseta beinist að loftslagsmálum og málefnum norðurslóða. Frekari þróun samstarfs á sviði tækni og vísinda er líka nátengd viðskiptasamvinnunni, bæði tvíhliða og innan ramma áætlana Evrópusambandsins. Þetta snýst ekki aðeins um að efla enn frekar samstarfið á vísindasviðinu, heldur einnig betri nýtingu gagnkvæmra tækifæra á sviði menntunar, í þágu beggja landa. Menningarleg tengsl milli Þýskalands og Íslands hafa alltaf haft mikla þýðingu. Sérstaklega eru tengslin sterk á sviði bókmennta og tónlistar. Vissir þú að Halldór Laxness skrifaði undir sinn fyrsta samning við erlendan útgefanda árið 1932, við Insel-forlagið í Leipzig fyrir útgáfuna á Sölku Völku? Meðal margra tónskálda sem sóttu sér innblástur í Þýskalandi og mótaði á sama tíma tónlistarlífið á Íslandi, vil ég nefna sérstaklega Atla Heimi Sveinsson, sem sem lést fyrir nokkrum vikum. Listamenn eins og Ólafur Elíasson og Víkingur Heiðar Ólafsson standa í dag fyrir líflegri menningarmiðlun í löndum okkar. Það er aðeins vegna plássleysis að ég fer hér ekki út í að rekja hlutverk íþrótta í menningarsamskiptum okkar. Að lokum verð ég að nefna hóp um 180 Þjóðverja sem komu til Íslands fyrir réttum 70 árum til starfa í íslenskum landbúnaði. Næstu ár þar á eftir komu fleiri Þjóðverjar og verulegur fjöldi þeirra, aðallega konur, settist að og stofnaði fjölskyldur. Ísland bauð þeim ný heimkynni og þetta fólk varð mjög sérstakir brúarsmiðir milli landa okkar. Sögurnar eru margar og merkar sem þessu tengjast, og þýski forsetinn og eiginkona hans munu heyra í nokkrum sögupersónunum á meðan á heimsókn þeirra stendur. Þeir sem eiga leið um hringtorgið á Granda á næstu dögum munu uppgötva mjög ljóðræna veggmynd um sögu þýsku kvennanna (og karlanna), málaða af listakonum frá Berlín og Manchester, sem allar tengjast Museum für Gegenwartskunst Urban Nation í Berlín. Ég býð einnig lesendum að heimsækja sýningu þýska ljósmyndarans Marzenu Skubatz „Heima / t“ í Árbæjarsafni, en hún verður opnuð á miðvikudaginn. Hin aldalanga saga Íslands og Þýskalands, Íslendinga og Þjóðverja, heldur áfram.Höfundur er sendiherra Þýskalands á Íslandi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar