Skorradalshreppur kaupi þyrlupoka til slökkvistarfs Sighvatur Jónsson skrifar 13. júní 2019 11:45 Í Skorradal má finna eina stærstu sumarhúsabyggð landsins. Vísir/Jón Sigurður Oddviti Skorradalshrepp segir til greina koma að hreppurinn kaupi svokallaðan þyrlupoka fyrir slökkvistarf á svæðinu ef upp koma gróðureldar í dalnum. Rætt sé um að hreppurinn og Borgarbyggð setji aukið fé í rekstur sameiginlegs slökkviliðs til að geta sinnt betur eftirliti og brunaæfingum. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum eftir mikla þurrka. Sérstök hætta er talin vera á eldum í Skorradal. Skorradalshreppur leggur til einn slökkvibíl til slökkviliðs Borgarbyggðar. Sá bíll er staðsettur á Hvanneyri. Samningur er milli sveitarfélaganna um rekstur sameiginlegs slökkviliðs. Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps, vísar gagnrýni sumarhúsaeiganda um engar brunaæfingar í Skorradal til slökkviliðs Borgarbyggðar. Árni segir að rætt sé um að sveitarfélögin auki fjárframlög til slökkviliðsins. „Það þarf að taka til hendinni í því hvernig menn eiga að fjármagna slökkvilið til þess að auka öryggið. Svona aðstæður eins og eru núna ýta undir það að menn hugsi málið alveg upp á nýtt. Þó að það sé eldhætta á hverju einasta ári hér í Skorradal þegar það koma þurrkar þá þarf að halda vöku sinni alltaf. Menn eru meira á tánum af því að þetta ástand varir núna,“ segir Árni.Árni Hjörleifsson er oddviti Skorradalshrepps.Fréttablaðið/ArnþórÁrni segir meira fé þurfa til að manna slökkviliðið á svæðinu. Tækin séu til staðar. Þó bendir hann á að í Reykjavík sé eini svokallaði þyrlupoki landsins staðsettur. Pokarnir eru notaðir til að flytja vatn með þyrlum og sleppa því yfir gróðurelda. Hann segir til skoðunar hjá hreppnum að fjárfesta í einum poka sem kostar um eina til tvær milljónir króna. „Við erum að ræða þetta eins og allt. Þessir pokar gera mikið gang í þessum stóru eldum sem eiga sér stað erlendis,“ segir Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Hann segir Skorradalsvatn vera nógu djúpt í þessu samhengi en miðað er við að minnsta kosti tveggja metra dýpi við notkun þyrlupoka við slökkvistarf. Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Oddviti Skorradalshrepp segir til greina koma að hreppurinn kaupi svokallaðan þyrlupoka fyrir slökkvistarf á svæðinu ef upp koma gróðureldar í dalnum. Rætt sé um að hreppurinn og Borgarbyggð setji aukið fé í rekstur sameiginlegs slökkviliðs til að geta sinnt betur eftirliti og brunaæfingum. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum eftir mikla þurrka. Sérstök hætta er talin vera á eldum í Skorradal. Skorradalshreppur leggur til einn slökkvibíl til slökkviliðs Borgarbyggðar. Sá bíll er staðsettur á Hvanneyri. Samningur er milli sveitarfélaganna um rekstur sameiginlegs slökkviliðs. Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps, vísar gagnrýni sumarhúsaeiganda um engar brunaæfingar í Skorradal til slökkviliðs Borgarbyggðar. Árni segir að rætt sé um að sveitarfélögin auki fjárframlög til slökkviliðsins. „Það þarf að taka til hendinni í því hvernig menn eiga að fjármagna slökkvilið til þess að auka öryggið. Svona aðstæður eins og eru núna ýta undir það að menn hugsi málið alveg upp á nýtt. Þó að það sé eldhætta á hverju einasta ári hér í Skorradal þegar það koma þurrkar þá þarf að halda vöku sinni alltaf. Menn eru meira á tánum af því að þetta ástand varir núna,“ segir Árni.Árni Hjörleifsson er oddviti Skorradalshrepps.Fréttablaðið/ArnþórÁrni segir meira fé þurfa til að manna slökkviliðið á svæðinu. Tækin séu til staðar. Þó bendir hann á að í Reykjavík sé eini svokallaði þyrlupoki landsins staðsettur. Pokarnir eru notaðir til að flytja vatn með þyrlum og sleppa því yfir gróðurelda. Hann segir til skoðunar hjá hreppnum að fjárfesta í einum poka sem kostar um eina til tvær milljónir króna. „Við erum að ræða þetta eins og allt. Þessir pokar gera mikið gang í þessum stóru eldum sem eiga sér stað erlendis,“ segir Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Hann segir Skorradalsvatn vera nógu djúpt í þessu samhengi en miðað er við að minnsta kosti tveggja metra dýpi við notkun þyrlupoka við slökkvistarf.
Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira