Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Sighvatur Jónsson skrifar 16. júní 2019 16:52 Breiðafjarðarferjan Baldur er í eigu Sæferða. vísir/gva Formleg móttökuathöfn var í gær vegna komu fjórða Herjólfs til Vestmannaeyja. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra afhenti Vestmannaeyingum ferjuna sem var rafvædd í smíðaferlinu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði ráðherra að með nýju ferjunni væri verið að taka risastórt skref í orkuskipum í samgöngum. Ríkið á Hríseyjar- og Grímseyjarferjur til viðbótar við Herjólf. Eimskip á félagið Sæferðir sem rekur Breiðafjarðarferjuna Baldur og Særúnu sem er notuð við útsýnissiglingar. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að Íslendingar eigi að gera líkt og Norðmenn og einblína á að rafvæða ferjur með tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða. „Einkaaðili væri í erfiðleikum með að fjárfesta í 3-4 milljarða ferju á stuttum samningi. Það yrðu þá að liggja á bak við það langir samningar. Þá er það bara mjög metnaðarfullt og spennandi skref og ég styð ráðherrann í þessu og veit það að menn gera sér grein fyrir því að kostnaðurinn yrði aðeins meiri, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Gunnlaugur. Sæferðir ráku Herjólf þar til rekstrarfélag í eigu Vestmannaeyinga tók nýlega við rekstri skipsins. Gunnlaugur rifjar upp að þegar smíði nýs Herjólfur var boðin út var gert ráð fyrir tveimur leiðum. Annars vegar að bjóða í smíði skipsins. Hinn möguleikinn hafi verið einkaframkvæmd þar sem rekstraraðili útvegaði nýtt skip og ræki það í 12 ár. Að þeim tíma liðnum hefði ríkið keypt ferjuna af rekstraraðilanum á einn og hálfan milljarð króna til þess að geta boðið rekstur þess út aftur. „Auðvitað hafði ég miklar væntingar um það að þessi ferjuleið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar yrði áfram í einkarekstri. En þetta var gert svona og núna eru þá tvö ár í það að það verkefni verði boðið út. Það verður spennandi að fá að kljást við þetta útboð og hver veit, kannski reka ferjuna aftur,“segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða. Samgöngur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Formleg móttökuathöfn var í gær vegna komu fjórða Herjólfs til Vestmannaeyja. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra afhenti Vestmannaeyingum ferjuna sem var rafvædd í smíðaferlinu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði ráðherra að með nýju ferjunni væri verið að taka risastórt skref í orkuskipum í samgöngum. Ríkið á Hríseyjar- og Grímseyjarferjur til viðbótar við Herjólf. Eimskip á félagið Sæferðir sem rekur Breiðafjarðarferjuna Baldur og Særúnu sem er notuð við útsýnissiglingar. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að Íslendingar eigi að gera líkt og Norðmenn og einblína á að rafvæða ferjur með tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða. „Einkaaðili væri í erfiðleikum með að fjárfesta í 3-4 milljarða ferju á stuttum samningi. Það yrðu þá að liggja á bak við það langir samningar. Þá er það bara mjög metnaðarfullt og spennandi skref og ég styð ráðherrann í þessu og veit það að menn gera sér grein fyrir því að kostnaðurinn yrði aðeins meiri, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Gunnlaugur. Sæferðir ráku Herjólf þar til rekstrarfélag í eigu Vestmannaeyinga tók nýlega við rekstri skipsins. Gunnlaugur rifjar upp að þegar smíði nýs Herjólfur var boðin út var gert ráð fyrir tveimur leiðum. Annars vegar að bjóða í smíði skipsins. Hinn möguleikinn hafi verið einkaframkvæmd þar sem rekstraraðili útvegaði nýtt skip og ræki það í 12 ár. Að þeim tíma liðnum hefði ríkið keypt ferjuna af rekstraraðilanum á einn og hálfan milljarð króna til þess að geta boðið rekstur þess út aftur. „Auðvitað hafði ég miklar væntingar um það að þessi ferjuleið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar yrði áfram í einkarekstri. En þetta var gert svona og núna eru þá tvö ár í það að það verkefni verði boðið út. Það verður spennandi að fá að kljást við þetta útboð og hver veit, kannski reka ferjuna aftur,“segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða.
Samgöngur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira