Arnór: „Svöruðum síðasta leik vel“ Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. júní 2019 18:19 Arnór Þór Gunnarsson vísir/andri marinó Íslenska karla landsliðið í handbolta vann 32-22 gegn Tyrkjum í dag í undankeppni EM í handbolta. Sigurinn tryggði liðinu á EM en þetta var síðasti leikurinn í undankeppninni. Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður Íslands skilaði fínu dagsverki í dag en hann skoraði 6 mörk úr 6 tilraunum. „Ég er mjög ánægður. Við svöruðum síðasta leik vel. Við komum einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik. Við hefðum getað tapað leiknum með 10 mörkum en samt komist á EM. Við hugsuðum samt bara um að vinna leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,” sagði Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður íslenska landsliðsins eftir leik dagsins. Ísland endaði í öðru sæti í riðlinum. En þeir töpuðu einungis einum leik sem var heimaleikurinn gegn Norður-Makedóníu. Ísland gerði síðan jafntefli gegn Grikkjum og Norður-Makedóníu á útivelli. „Við töpum bara einum leik í allri undankeppnininni. Ég er auðvitað bara sáttur með það. Það er kannski bara heimaleikurinn hérna á móti Norður-Makedóníu sem svíður aðeins. Ef við hefðum unnið þann leik hefðum við verið efstir í riðlinum. Við verðum bara að halda áfram að byggja á því sem við höfum verið að gera og læra af mistökunum.” Einungis þrjú mörk skildu liðin að í hálfleik en síðan setti Ísland í fluggírinn í seinni hálfleik. Arnór var þó ekkert óánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik enda gerast góðir hlutir oft hægt. „Nútímahandbolti er bara orðinn þannig að það tekur tíma að brjóta upp varnir andstæðingsins. Það tók okkur 30 mínútur og svo gengum við bara á lagið í síðari hálfleik. “ Bjarki Már Elísson var stórkostlegur í seinni hálfleik, hann skoraði 11 mörk úr 13 skotum þrátt fyrir að spila bara þessar 30 mínútur. Flest mörk Bjarka komu úr hraðaupphlaupum eins og Arnór orðar síðan skemmtilega. „Við spiluðum frábæra vörn eiginlega allan leikinn og svo komu þessi hraðaupphlaup. Bjarki var á sníkjunni og skoraði sín 11 mörk þarna í seinni hálfleik. Sem er bara frábært hjá honum en svona er að vera á sníkjunni.” EM 2020 í handbolta Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Íslenska karla landsliðið í handbolta vann 32-22 gegn Tyrkjum í dag í undankeppni EM í handbolta. Sigurinn tryggði liðinu á EM en þetta var síðasti leikurinn í undankeppninni. Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður Íslands skilaði fínu dagsverki í dag en hann skoraði 6 mörk úr 6 tilraunum. „Ég er mjög ánægður. Við svöruðum síðasta leik vel. Við komum einbeittir inn í leikinn og ætluðum að vinna þennan leik. Við hefðum getað tapað leiknum með 10 mörkum en samt komist á EM. Við hugsuðum samt bara um að vinna leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,” sagði Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður íslenska landsliðsins eftir leik dagsins. Ísland endaði í öðru sæti í riðlinum. En þeir töpuðu einungis einum leik sem var heimaleikurinn gegn Norður-Makedóníu. Ísland gerði síðan jafntefli gegn Grikkjum og Norður-Makedóníu á útivelli. „Við töpum bara einum leik í allri undankeppnininni. Ég er auðvitað bara sáttur með það. Það er kannski bara heimaleikurinn hérna á móti Norður-Makedóníu sem svíður aðeins. Ef við hefðum unnið þann leik hefðum við verið efstir í riðlinum. Við verðum bara að halda áfram að byggja á því sem við höfum verið að gera og læra af mistökunum.” Einungis þrjú mörk skildu liðin að í hálfleik en síðan setti Ísland í fluggírinn í seinni hálfleik. Arnór var þó ekkert óánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik enda gerast góðir hlutir oft hægt. „Nútímahandbolti er bara orðinn þannig að það tekur tíma að brjóta upp varnir andstæðingsins. Það tók okkur 30 mínútur og svo gengum við bara á lagið í síðari hálfleik. “ Bjarki Már Elísson var stórkostlegur í seinni hálfleik, hann skoraði 11 mörk úr 13 skotum þrátt fyrir að spila bara þessar 30 mínútur. Flest mörk Bjarka komu úr hraðaupphlaupum eins og Arnór orðar síðan skemmtilega. „Við spiluðum frábæra vörn eiginlega allan leikinn og svo komu þessi hraðaupphlaup. Bjarki var á sníkjunni og skoraði sín 11 mörk þarna í seinni hálfleik. Sem er bara frábært hjá honum en svona er að vera á sníkjunni.”
EM 2020 í handbolta Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn