Telur samvinnu hafa skort á milli skólastiga Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júní 2019 20:00 Formaður skólastjórafélags Íslands segir samvinnu hafa skort á milli skólastiga í gegnum árin en fari nýtt frumvarp menntamálaráðherra í gegn verði hoggið á þann hnút. Umdeilt hefur verið í kennarastéttinni að setja eigi lög um að kennarar þurfi aðeins eitt leyfisbréf til að hljóta réttindi til að kenna á öllum skólastigum. Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki fyrir þinglok frumvarp um menntun og hæfni kennara. Hingað til hafa kennarar ekki geta kennt á öllum skólastigum, því aðeins er í boði að fá leyfisbréf fyrir hvert stig fyrir sig. Dæmi eru um að framhaldsskólakennarar starfi sem leiðbeinendur í grunnskóla vegna þessa. Þegar ein samfelld aðalnámskrá var sett á fyrir skólastiginn þrjú árið 2008 voru áform um eitt leyfisbréf skrifuð inn í lögin. Sú klausa komst þó aldrei í gegn, því borið hefur á óánægju með þessa leið. Þorsteinn Sæberg, formaður skólastjórafélags Íslands, segir þetta þó langþráðan áfanga. „Þarna munu skólastiginn þrjú í raun og veru ná ákveðinni samvinnu sem hefur skort að mínu viti. Það verður meira flæði á milli skólastiga til framtíðar,“ segir hann.Eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku Umsagnir um frumvarpið leiða í ljós að mikil óánægja ríkir meðal framhaldsskólakennara en meiri sátt meðal grunnskólakennara. Í umsögnum margra framhaldsskóla kemur fram að kennarar telji þetta afturför, eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku í kennslu. Kennarar eigi að hafi sérþekkingu og sérhæfingu í kennslugrein og á því stigi sem þeir kenna á. Leikskólakennari eigi því jafnvel ekki erindi inn í framhaldsskólakennslu. Þorsteinn segir þetta ekki draga úr því að kennarar þurfi að búa yfir sérþekkingu í sínu fagi. „Leikskólastigið er ekki minna mikilvægt heldur en framhaldsskólastigið og grunnskólastigið er ekkert minna mikilvægt heldur en leikskólastigið og framhaldsskólastigið. Öll þessi skólastig eru þar sem nemendur koma við á sinni vegferð til æðra náms. Þau fara í gegnum leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla,“ segir hann. Skóla - og menntamál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Formaður skólastjórafélags Íslands segir samvinnu hafa skort á milli skólastiga í gegnum árin en fari nýtt frumvarp menntamálaráðherra í gegn verði hoggið á þann hnút. Umdeilt hefur verið í kennarastéttinni að setja eigi lög um að kennarar þurfi aðeins eitt leyfisbréf til að hljóta réttindi til að kenna á öllum skólastigum. Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki fyrir þinglok frumvarp um menntun og hæfni kennara. Hingað til hafa kennarar ekki geta kennt á öllum skólastigum, því aðeins er í boði að fá leyfisbréf fyrir hvert stig fyrir sig. Dæmi eru um að framhaldsskólakennarar starfi sem leiðbeinendur í grunnskóla vegna þessa. Þegar ein samfelld aðalnámskrá var sett á fyrir skólastiginn þrjú árið 2008 voru áform um eitt leyfisbréf skrifuð inn í lögin. Sú klausa komst þó aldrei í gegn, því borið hefur á óánægju með þessa leið. Þorsteinn Sæberg, formaður skólastjórafélags Íslands, segir þetta þó langþráðan áfanga. „Þarna munu skólastiginn þrjú í raun og veru ná ákveðinni samvinnu sem hefur skort að mínu viti. Það verður meira flæði á milli skólastiga til framtíðar,“ segir hann.Eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku Umsagnir um frumvarpið leiða í ljós að mikil óánægja ríkir meðal framhaldsskólakennara en meiri sátt meðal grunnskólakennara. Í umsögnum margra framhaldsskóla kemur fram að kennarar telji þetta afturför, eitt leyfisbréf dragi úr fagmennsku í kennslu. Kennarar eigi að hafi sérþekkingu og sérhæfingu í kennslugrein og á því stigi sem þeir kenna á. Leikskólakennari eigi því jafnvel ekki erindi inn í framhaldsskólakennslu. Þorsteinn segir þetta ekki draga úr því að kennarar þurfi að búa yfir sérþekkingu í sínu fagi. „Leikskólastigið er ekki minna mikilvægt heldur en framhaldsskólastigið og grunnskólastigið er ekkert minna mikilvægt heldur en leikskólastigið og framhaldsskólastigið. Öll þessi skólastig eru þar sem nemendur koma við á sinni vegferð til æðra náms. Þau fara í gegnum leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla,“ segir hann.
Skóla - og menntamál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira