Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júní 2019 23:05 Airbus A321XLR, í litum Air Lease. Stefnt er að því hún verði komin í rekstur hjá flugfélögum árið 2023. Teikning/Airbus. Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. Stefnt er að því að hún taki 180 til 220 farþega og verði komin í notkun hjá flugfélögum árið 2023. Þetta er þróuð útgáfa af A320-línunni, en XLR stendur fyrir „extra long range“. Evrópski flugvélaframleiðandinn segir að flugdrægið verði 8.700 kílómetrar, 15% meira en á A321LR, og að eldsneytiseyðsla verði 30% minni á hvert sæti miðað við þær kynslóðir flugvéla sem henni er ætlað að leysa af hólmi. Við blasir að ráðamenn Icelandair munu taka þennan valkost til ítarlegrar skoðunar. Ekki eru nema sex vikur frá því forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, skýrði frá því að félagið væri að skoða þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Þetta nýjasta útspil Airbus virðist raunar sniðið að leiðakerfi Icelandair. Í fréttatilkynningu Airbus, sem kynnt var á flugsýningunni í París í dag, eru meira að segja tiltekin dæmi um að A321XLR-þotan muni komast í einum áfanga frá Reykjavík til Dubai og frá Reykjavík til Houston. Þotan dregur einnig frá Íslandi til bæði San Francisco og Los Angeles.Kynningarspjald frá Airbus sem sýnir getu nýju flugvélarinnar. Takið eftir að flugdrægi er meðal annars sýnt frá Reykjavík.Teikning/Airbus.Þannig virðist Airbus núna geta boðið sannfærandi arftaka Boeing 757-vélanna, en frá því framleiðslu þeirra var hætt fyrir 15 árum hafa flugfélög eins og Icelandair beðið eftir valkosti sem gæti leyst þær af hólmi. A321XLR gæti einnig að einhverju leyti komið í stað Boeing 767, sem Icelandair notar meðal annars á lengstu flugleiðum sínum. Helsta spurningin er hvort þetta langa flugdrægi XLR-þotunnar verði á kostnað burðarþols, hvort fullir geymar af eldsneyti þýði að fórna verði flugsætum á móti. Icelandair-menn munu einnig spyrja sig hvort stærri eldsneytisgeymar þýði minna rými fyrir frakt í lestunum, til dæmis fyrir ferskan fisk, en Boeing 757 þotur Icelandair nýtast vel til fiskflutninga með farþegafluginu. Þá nær nýja Airbus-þotan, með 101 tonna hámarksflugtaksþyngd, ekki að toppa 115 tonna hámarksflugtaksþyngd Boeing 757. Icelandair-menn hafa áður lýst áhuga á Boeing 797, lítilli breiðþotu sem bandaríski flugvélaframleiðandinn er með á teikniborðinu, og var búist við því að Boeing myndi nýta flugsýninguna í París til að kynna þau áform sín. Það gerist ekki og hafa Boeing-menn kosið að láta lítið fyrir sér fara enda glíma þeir nú við ærinn vanda; sem er að koma Max-vélunum aftur á flug og sannfæra almenning um að óhætt verði að fljúga með þeim. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrsta flug Airbus A321neo í janúar 2018: Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. 1. febrúar 2018 21:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. Stefnt er að því að hún taki 180 til 220 farþega og verði komin í notkun hjá flugfélögum árið 2023. Þetta er þróuð útgáfa af A320-línunni, en XLR stendur fyrir „extra long range“. Evrópski flugvélaframleiðandinn segir að flugdrægið verði 8.700 kílómetrar, 15% meira en á A321LR, og að eldsneytiseyðsla verði 30% minni á hvert sæti miðað við þær kynslóðir flugvéla sem henni er ætlað að leysa af hólmi. Við blasir að ráðamenn Icelandair munu taka þennan valkost til ítarlegrar skoðunar. Ekki eru nema sex vikur frá því forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, skýrði frá því að félagið væri að skoða þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Þetta nýjasta útspil Airbus virðist raunar sniðið að leiðakerfi Icelandair. Í fréttatilkynningu Airbus, sem kynnt var á flugsýningunni í París í dag, eru meira að segja tiltekin dæmi um að A321XLR-þotan muni komast í einum áfanga frá Reykjavík til Dubai og frá Reykjavík til Houston. Þotan dregur einnig frá Íslandi til bæði San Francisco og Los Angeles.Kynningarspjald frá Airbus sem sýnir getu nýju flugvélarinnar. Takið eftir að flugdrægi er meðal annars sýnt frá Reykjavík.Teikning/Airbus.Þannig virðist Airbus núna geta boðið sannfærandi arftaka Boeing 757-vélanna, en frá því framleiðslu þeirra var hætt fyrir 15 árum hafa flugfélög eins og Icelandair beðið eftir valkosti sem gæti leyst þær af hólmi. A321XLR gæti einnig að einhverju leyti komið í stað Boeing 767, sem Icelandair notar meðal annars á lengstu flugleiðum sínum. Helsta spurningin er hvort þetta langa flugdrægi XLR-þotunnar verði á kostnað burðarþols, hvort fullir geymar af eldsneyti þýði að fórna verði flugsætum á móti. Icelandair-menn munu einnig spyrja sig hvort stærri eldsneytisgeymar þýði minna rými fyrir frakt í lestunum, til dæmis fyrir ferskan fisk, en Boeing 757 þotur Icelandair nýtast vel til fiskflutninga með farþegafluginu. Þá nær nýja Airbus-þotan, með 101 tonna hámarksflugtaksþyngd, ekki að toppa 115 tonna hámarksflugtaksþyngd Boeing 757. Icelandair-menn hafa áður lýst áhuga á Boeing 797, lítilli breiðþotu sem bandaríski flugvélaframleiðandinn er með á teikniborðinu, og var búist við því að Boeing myndi nýta flugsýninguna í París til að kynna þau áform sín. Það gerist ekki og hafa Boeing-menn kosið að láta lítið fyrir sér fara enda glíma þeir nú við ærinn vanda; sem er að koma Max-vélunum aftur á flug og sannfæra almenning um að óhætt verði að fljúga með þeim. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrsta flug Airbus A321neo í janúar 2018:
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. 1. febrúar 2018 21:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. 1. febrúar 2018 21:00
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00