Búið að semja um þinglok Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 18:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/vilhelm Samkomulag um þinglok og afgreiðslu mála á Alþingi náðist nú fyrir skömmu. Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna en samið hefur verið um að fresta þriðja orkupakkanum fram á síðsumarþing í byrjun september og einnig verður gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað til áramóta. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld. Fundað hefur verið um þinglok á Alþingi í dag en í síðustu viku virtist sem samkomulag væri í höfn. Það strandaði hins vegar á Miðflokknum og var þingfundi frestað á föstudag án samninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir í samtali við Vísi að niðurstaðan feli í sér að umræða um 3. Orkupakkann muni bíða fram í lok ágúst eða byrjun september. Í millitíðinni muni Miðflokknum, og öðrum flokkum hafi þeir áhuga, tækifæri til að láta vinna sérfræðiálit um málið. Þá verði gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað fram að áramótum og tíminn notaður til að meta áhrif af boðuðum mótvægisaðgerðum stjórnvalda. „Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu vegna þess að hún býr til þetta tækifæri til að menn geti sest betur yfir málin, skoðað allt sem hefur verið að koma fram varðandi orkupakkann, og svo vonandi tekið afstöðu sem byggist á bestu fáanlegum upplýsingum,“ segir Sigmundur. Hann segir að framhaldið velti á því hvað þingið vinni hratt næstu daga. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur til dæmis ekki fyrir enn. Þinglok gætu þó orðið á morgun eða hinn, að sögn Sigmundar.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í kvöldfréttum að samkomulagið væri í takt við það sem hún lagði sjálf til fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég [vil] minna á að hér náðist samkomulag í síðustu viku við fjóra aðra flokka í stjórnarandstöðunni um tilteknar breytingar á tilteknum málum og að einu máli yrði frestað. Eðli þess samkomulags sem náði hér í dag er algjörlega sambærilegt því sem ég lagði til fyrir nokkrum vikum.“ Samkomulagið feli m.a. í sér að þriðji orkupakkinn verði afgreiddur á stuttu síðsumarþingi í lok ágúst og byrjun september, svokölluðum „stubbi“ á þinginu sem nú er að ljúka. Enginn sérfræðingahópur um málið verði hins vegar skipaður, líkt og Miðflokksmenn fóru fram á í síðustu viku, en á það hafi ekki verið fallist. Þá hafi miðflokkurinn lagt áherslu á eitt þingmannamál eins og aðrir stjórnarandstöðuflokkar. „Það sem að ég tel stóra málið í þessu samkomulagi er að aðilar gangast undir þá grundvallarreglu að vilji meirihlutans í þessu máli verði leiddur fram og þá tel ég það ekki öllu skipta nákvæmlega hvenær það verður gert,“ sagði Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. 18. júní 2019 16:12 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Samkomulag um þinglok og afgreiðslu mála á Alþingi náðist nú fyrir skömmu. Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna en samið hefur verið um að fresta þriðja orkupakkanum fram á síðsumarþing í byrjun september og einnig verður gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað til áramóta. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld. Fundað hefur verið um þinglok á Alþingi í dag en í síðustu viku virtist sem samkomulag væri í höfn. Það strandaði hins vegar á Miðflokknum og var þingfundi frestað á föstudag án samninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir í samtali við Vísi að niðurstaðan feli í sér að umræða um 3. Orkupakkann muni bíða fram í lok ágúst eða byrjun september. Í millitíðinni muni Miðflokknum, og öðrum flokkum hafi þeir áhuga, tækifæri til að láta vinna sérfræðiálit um málið. Þá verði gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað fram að áramótum og tíminn notaður til að meta áhrif af boðuðum mótvægisaðgerðum stjórnvalda. „Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu vegna þess að hún býr til þetta tækifæri til að menn geti sest betur yfir málin, skoðað allt sem hefur verið að koma fram varðandi orkupakkann, og svo vonandi tekið afstöðu sem byggist á bestu fáanlegum upplýsingum,“ segir Sigmundur. Hann segir að framhaldið velti á því hvað þingið vinni hratt næstu daga. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur til dæmis ekki fyrir enn. Þinglok gætu þó orðið á morgun eða hinn, að sögn Sigmundar.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í kvöldfréttum að samkomulagið væri í takt við það sem hún lagði sjálf til fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég [vil] minna á að hér náðist samkomulag í síðustu viku við fjóra aðra flokka í stjórnarandstöðunni um tilteknar breytingar á tilteknum málum og að einu máli yrði frestað. Eðli þess samkomulags sem náði hér í dag er algjörlega sambærilegt því sem ég lagði til fyrir nokkrum vikum.“ Samkomulagið feli m.a. í sér að þriðji orkupakkinn verði afgreiddur á stuttu síðsumarþingi í lok ágúst og byrjun september, svokölluðum „stubbi“ á þinginu sem nú er að ljúka. Enginn sérfræðingahópur um málið verði hins vegar skipaður, líkt og Miðflokksmenn fóru fram á í síðustu viku, en á það hafi ekki verið fallist. Þá hafi miðflokkurinn lagt áherslu á eitt þingmannamál eins og aðrir stjórnarandstöðuflokkar. „Það sem að ég tel stóra málið í þessu samkomulagi er að aðilar gangast undir þá grundvallarreglu að vilji meirihlutans í þessu máli verði leiddur fram og þá tel ég það ekki öllu skipta nákvæmlega hvenær það verður gert,“ sagði Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. 18. júní 2019 16:12 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. 18. júní 2019 16:12
Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13
Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50