Vilja net veðurstöðva um alla höfuðborgina Ari Brynjólfsson skrifar 19. júní 2019 06:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Reykjavík „Við erum að tala um fimmtíu veðurstöðvar sem myndu gefa okkur mjög nákvæma mynd af veðrinu í borginni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Tillögu Sjálfstæðismanna um að setja upp stöðvarnar var vísað til áframhaldandi umfjöllunar í umhverfis- og heilbrigðisráði í borgarstjórn í gær. Verði tillagan að veruleika verður kostnaður borgarinnar níu milljónir króna. Þar af fara sjö milljónir í að kaupa stöðvarnar. Tilgangurinn er að kortleggja breytileika veðurs til að meta hvar sé best að gróðursetja tré til að minnka vind og einnig til að nýta við skipulagsvinnu. „Það er mikill vindur í Reykjavík eins og við öll þekkjum. Vindurinn er samt mismunandi milli bæjarhluta. Esjan er hluti af því, hún virkar eins og magnari, svipað og háhýsi nema bara miklu stærri. Það hefur verið lengi talað um að draga úr vindinum með því að gróðursetja tré en það hefur ekki verið gert með markvissum hætti,“ segir Eyþór. „Við höfum séð þetta gert í öðrum borgum, að setja upp mæla, ekki bara einn eða tvo, heldur marga litla mæla til að við getum séð nákvæmlega hvernig veðrið er í öllum bæjarhlutum. Þetta er lífsgæðamál til lengri tíma.“Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við HÍ, hjá veðurstöð. Veðurstöðvarnar sem rætt er um eru nokkuð minni.Veðurstofa ÍslandsÚrvinnsla gagnanna yrði í höndum Haralds Ólafssonar, prófessors í veðurfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur sjálfur unnið með slíkt kerfi í Björgvin í Noregi. „Þar var þetta sett upp í skólum og er hluti af náttúrufræðikennslu. Það var mjög sniðug lausn,“ segir Haraldur. Um er að ræða litlar ódýrar stöðvar sem yrðu tengdar saman þannig að hægt yrði að fylgjast með veðrinu í rauntíma. „Björgvin svipar til Reykjavíkur að því leyti að það er mikill breytileiki innan borgarinnar. Þar er stundum mikill hita- og úrkomumunur, hér er meiri munur á vindi. Það eru mörg hundruð sinnum meiri líkur á að lenda í ofsaveðri á Kjalarnesi en í rólegri hverfum inni í borginni.“ Það á enn eftir að útfæra hvar veðurstöðvarnar yrðu staðsettar, segir Haraldur það koma til greina að setja þær í skóla. „Það þarf að hafa svona stöðvar á ýktum stöðum, þar sem gera má ráð fyrir miklum vindi, það eru ekki alltaf skólar þar,“ segir Haraldur. „Þetta yrði net yfir borginni. Framtíðarsýnin er að hægt sé að fara á netið sjá breytileikann í Reykjavík.“ Haraldur segir litla skóga hafa mikil áhrif á vinda. „Þeir gera það, og í dágóðan spotta frá þar sem þeir eru. Hitafarið hefur líka breyst svo mikið á síðustu áratugum að það er mun auðveldara að planta skógum en áður.“ Eyþór er bjartsýnn á að hægt verði að planta trjám um leið og niðurstöður veðurathugana liggja fyrir. „Ég held að það yrði mjög fljótlega hægt að byrja að planta. Þetta er bæði skammtíma- og langtímaverkefni, það væri hægt að byrja sem fyrst en svo tekur þetta nokkra áratugi að ná þroska,“ segir Eyþór Arnalds. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Veður Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira
Reykjavík „Við erum að tala um fimmtíu veðurstöðvar sem myndu gefa okkur mjög nákvæma mynd af veðrinu í borginni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Tillögu Sjálfstæðismanna um að setja upp stöðvarnar var vísað til áframhaldandi umfjöllunar í umhverfis- og heilbrigðisráði í borgarstjórn í gær. Verði tillagan að veruleika verður kostnaður borgarinnar níu milljónir króna. Þar af fara sjö milljónir í að kaupa stöðvarnar. Tilgangurinn er að kortleggja breytileika veðurs til að meta hvar sé best að gróðursetja tré til að minnka vind og einnig til að nýta við skipulagsvinnu. „Það er mikill vindur í Reykjavík eins og við öll þekkjum. Vindurinn er samt mismunandi milli bæjarhluta. Esjan er hluti af því, hún virkar eins og magnari, svipað og háhýsi nema bara miklu stærri. Það hefur verið lengi talað um að draga úr vindinum með því að gróðursetja tré en það hefur ekki verið gert með markvissum hætti,“ segir Eyþór. „Við höfum séð þetta gert í öðrum borgum, að setja upp mæla, ekki bara einn eða tvo, heldur marga litla mæla til að við getum séð nákvæmlega hvernig veðrið er í öllum bæjarhlutum. Þetta er lífsgæðamál til lengri tíma.“Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við HÍ, hjá veðurstöð. Veðurstöðvarnar sem rætt er um eru nokkuð minni.Veðurstofa ÍslandsÚrvinnsla gagnanna yrði í höndum Haralds Ólafssonar, prófessors í veðurfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur sjálfur unnið með slíkt kerfi í Björgvin í Noregi. „Þar var þetta sett upp í skólum og er hluti af náttúrufræðikennslu. Það var mjög sniðug lausn,“ segir Haraldur. Um er að ræða litlar ódýrar stöðvar sem yrðu tengdar saman þannig að hægt yrði að fylgjast með veðrinu í rauntíma. „Björgvin svipar til Reykjavíkur að því leyti að það er mikill breytileiki innan borgarinnar. Þar er stundum mikill hita- og úrkomumunur, hér er meiri munur á vindi. Það eru mörg hundruð sinnum meiri líkur á að lenda í ofsaveðri á Kjalarnesi en í rólegri hverfum inni í borginni.“ Það á enn eftir að útfæra hvar veðurstöðvarnar yrðu staðsettar, segir Haraldur það koma til greina að setja þær í skóla. „Það þarf að hafa svona stöðvar á ýktum stöðum, þar sem gera má ráð fyrir miklum vindi, það eru ekki alltaf skólar þar,“ segir Haraldur. „Þetta yrði net yfir borginni. Framtíðarsýnin er að hægt sé að fara á netið sjá breytileikann í Reykjavík.“ Haraldur segir litla skóga hafa mikil áhrif á vinda. „Þeir gera það, og í dágóðan spotta frá þar sem þeir eru. Hitafarið hefur líka breyst svo mikið á síðustu áratugum að það er mun auðveldara að planta skógum en áður.“ Eyþór er bjartsýnn á að hægt verði að planta trjám um leið og niðurstöður veðurathugana liggja fyrir. „Ég held að það yrði mjög fljótlega hægt að byrja að planta. Þetta er bæði skammtíma- og langtímaverkefni, það væri hægt að byrja sem fyrst en svo tekur þetta nokkra áratugi að ná þroska,“ segir Eyþór Arnalds.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Veður Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira