Mjaldrarnir komnir til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2019 19:15 Mjaldrasysturnar tvær eru komnar til landsins frá Kína. Að sögn sérfræðings líður þeim vel en framundan er bílferð til Landeyjahafnar. Þaðan verða þær svo fluttar til Vestmannaeyja. Gangi verkefni dagsins vel vonast menn til að hægt verði að endurtaka leikinn. Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Mjaldrarnir flugu frá Sjanghæ til Íslands en þeir hafa dvaliðí kínverska dýragarðinum Shang Feng Ocean World. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um tíu árum síðan og fluttir í dýragarðinn, en í Vestmannaeyjum munu þeir búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra. „Ástæða þess að við gerum þetta er sú að við teljum að mjaldrar, aðrir hvalir og höfrungar, geti ekki þrifist í sædýrasafni. Með því að byggja upp athvarf fyrir hvali og flytja Litlu Hvít og Litlu Grá í það getum við sýnt fram á að það sé jákvæður kostur að flytja hvali aftur í sitt náttúrulega umhverfi,“ sagði Andy Bool, formaður Sea Life Trust samtakanna. Að sögn sérfræðings var líðan systranna góð þegar þær lentu í Keflavík. „Við höfum frétt að þeim líði núna vel. Þær voru rólegar og þær áttu góða ferð. Mikilvægast nú er að koma þeim út úr flugvélinni eins fljótt og auðið er, upp á flutningabílana og svo til Heimaeyjar,“ sagði Bool.Litla Hvít var fyrst flutt úr vélinni og inn í flutningabíl. Á eftir kom Litla Grá.VÍSIR/VILHELMVélin lenti klukkan 13:41 í dag. Að lendingu lokinni tóku tollayfirvöld og MAST við keflinu, fylltu út tollaeyðublöð og gáfu endanlegt leyfi svo hægt væri að hleypa dýrunum til landsins. Dýrin eru einungis þrettán ára en frjáls geta þau orðið allt að sextíu ára gömul. „Úti í náttúrunni geta þau lifað í 40-60 ár. Þau lifa mun skemur í haldi og er það ein ástæða þess að við viljum koma þeim í hvalaathvarf núna,“ sagði Cathy Williamson, hvala- og höfrungasérfræðingur „Já þetta voru mjög sérstakir gestir sem voru hjá okkur hérna í dag. Það var mjög gaman og ánægjulegt að taka þátt íþessu verkefni og ég er mjög glaður og stoltur að hafa fengið að taka þátt í því,“ sagði Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður. Hvölunum verður ekið Suðurstrandarveginn austur í Landeyjahöfn. Fjögur öryggisstopp eru á leiðinni þar sem stoppað verður og líðan þeirra athuguð. Fyrsta stopp er í Grindavík, annað á Selfossi en tvö áætluð stopp eru þar á eftir ef þörf verður á. Mjaldrarnir munu að sjálfsögðu fá lögreglufylgd frá Selfossi að Landeyjahöfn.Mjaldrarnir verða fluttir í sérútbúnum bílum til LandeyjahafnarVÍSIR/VILHELMGangi verkefni dagsins vel er von um að í framtíðinni verði fleiri hvölum veitt sambærilegt frelsi og systrunum. „Já við vonum að eftir að systurnar hafa aðlagast athvarfinu munum við skoða að flytja aðra mjaldra sem eru í haldi í athvarfið okkar. Við höfum rými fyrir allt að tíu hvali og vildum gjarnan flytja aðra mjaldra þangað,“ sagði Cathy Williamson. Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Mjaldrasysturnar tvær eru komnar til landsins frá Kína. Að sögn sérfræðings líður þeim vel en framundan er bílferð til Landeyjahafnar. Þaðan verða þær svo fluttar til Vestmannaeyja. Gangi verkefni dagsins vel vonast menn til að hægt verði að endurtaka leikinn. Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Mjaldrarnir flugu frá Sjanghæ til Íslands en þeir hafa dvaliðí kínverska dýragarðinum Shang Feng Ocean World. Hvalirnir voru fangaðir við Rússland fyrir um tíu árum síðan og fluttir í dýragarðinn, en í Vestmannaeyjum munu þeir búa við betri aðstæður sem eru mun líkari náttúrulegum heimkynnum þeirra. „Ástæða þess að við gerum þetta er sú að við teljum að mjaldrar, aðrir hvalir og höfrungar, geti ekki þrifist í sædýrasafni. Með því að byggja upp athvarf fyrir hvali og flytja Litlu Hvít og Litlu Grá í það getum við sýnt fram á að það sé jákvæður kostur að flytja hvali aftur í sitt náttúrulega umhverfi,“ sagði Andy Bool, formaður Sea Life Trust samtakanna. Að sögn sérfræðings var líðan systranna góð þegar þær lentu í Keflavík. „Við höfum frétt að þeim líði núna vel. Þær voru rólegar og þær áttu góða ferð. Mikilvægast nú er að koma þeim út úr flugvélinni eins fljótt og auðið er, upp á flutningabílana og svo til Heimaeyjar,“ sagði Bool.Litla Hvít var fyrst flutt úr vélinni og inn í flutningabíl. Á eftir kom Litla Grá.VÍSIR/VILHELMVélin lenti klukkan 13:41 í dag. Að lendingu lokinni tóku tollayfirvöld og MAST við keflinu, fylltu út tollaeyðublöð og gáfu endanlegt leyfi svo hægt væri að hleypa dýrunum til landsins. Dýrin eru einungis þrettán ára en frjáls geta þau orðið allt að sextíu ára gömul. „Úti í náttúrunni geta þau lifað í 40-60 ár. Þau lifa mun skemur í haldi og er það ein ástæða þess að við viljum koma þeim í hvalaathvarf núna,“ sagði Cathy Williamson, hvala- og höfrungasérfræðingur „Já þetta voru mjög sérstakir gestir sem voru hjá okkur hérna í dag. Það var mjög gaman og ánægjulegt að taka þátt íþessu verkefni og ég er mjög glaður og stoltur að hafa fengið að taka þátt í því,“ sagði Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður. Hvölunum verður ekið Suðurstrandarveginn austur í Landeyjahöfn. Fjögur öryggisstopp eru á leiðinni þar sem stoppað verður og líðan þeirra athuguð. Fyrsta stopp er í Grindavík, annað á Selfossi en tvö áætluð stopp eru þar á eftir ef þörf verður á. Mjaldrarnir munu að sjálfsögðu fá lögreglufylgd frá Selfossi að Landeyjahöfn.Mjaldrarnir verða fluttir í sérútbúnum bílum til LandeyjahafnarVÍSIR/VILHELMGangi verkefni dagsins vel er von um að í framtíðinni verði fleiri hvölum veitt sambærilegt frelsi og systrunum. „Já við vonum að eftir að systurnar hafa aðlagast athvarfinu munum við skoða að flytja aðra mjaldra sem eru í haldi í athvarfið okkar. Við höfum rými fyrir allt að tíu hvali og vildum gjarnan flytja aðra mjaldra þangað,“ sagði Cathy Williamson.
Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50
Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35