Staðgreiddi 450 þúsund króna sekt vegna utanvegaaksturs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2019 14:04 Eftir utanvegaaksturinn voru myndatökur næsta skref Instagram Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag. Þetta staðfestir Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri. Segir hann að litið hafi verið til umfangs skemmdanna sem urðu á jarðveginum við utanvegaaksturinn við ákvörðun upphæðar sektarinnar. Lágmarkssekt er 350 þúsund krónur samkvæmt lögum um um náttúruvernd. Ferðamaðurinn sem um ræðir er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. Hann hefur fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem hann honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. „Árás Íslendinga. Guð minn góður. Af hverju eruð þið svona reið,“ skrifaði hann á Instagram þar sem hann deildi þessum kveðjum Íslendinga. Tikhomirov þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur. Sigurður Jónas Þorbergsson, einn landeigenda Reykjahlíðar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að förin eftir utanvegaaksturinn eigi eftir að sjást en ekki sé vitað á þessari stundu hvernig viðgerðum verður háttað. Lögreglumál Samfélagsmiðlar Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00 Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Rússneska samfélagsmiðlastjarnan sem gripin var við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit var sektuð um 450 þúsund krónur. Sektin var staðgreidd á lögreglustöðinni á Akureyri fyrr í dag. Þetta staðfestir Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri. Segir hann að litið hafi verið til umfangs skemmdanna sem urðu á jarðveginum við utanvegaaksturinn við ákvörðun upphæðar sektarinnar. Lágmarkssekt er 350 þúsund krónur samkvæmt lögum um um náttúruvernd. Ferðamaðurinn sem um ræðir er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. Hann hefur fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem hann honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. „Árás Íslendinga. Guð minn góður. Af hverju eruð þið svona reið,“ skrifaði hann á Instagram þar sem hann deildi þessum kveðjum Íslendinga. Tikhomirov þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur. Sigurður Jónas Þorbergsson, einn landeigenda Reykjahlíðar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að förin eftir utanvegaaksturinn eigi eftir að sjást en ekki sé vitað á þessari stundu hvernig viðgerðum verður háttað.
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00 Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Instagramstjörnur göntuðust með utanvegaakstur við Mývatn Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekið hafði verið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Lögreglan á Norðurlandi eystra staðfestir í samtali við Vísi að ökumaður bílsins og farþegar hafi verið boðaðir til móts við lögreglu á morgun til að ganga frá málinu. 2. júní 2019 22:00
Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Ferðamannsins bíður fleiri hundruð þúsund króna sekt fyrir utanvegaaksturinn í Bjarnarflagi. 3. júní 2019 11:15