Samvinnuverkefni Lilja Alfreðsdóttir skrifar 4. júní 2019 07:00 Nýverið samþykkti ríkisstjórnin að veita 45 milljónum kr. til aðgerðaáætlunar til að efla menntaúrræði á Suðurnesjum. Aðgerðirnar eru liður í viðbrögðum stjórnvalda við gjaldþroti Wow air í lok mars. Með menntun stuðlum við að framþróun og uppbyggingu og þegar mæta þarf áskorunum af þessu tagi horfum við sérstaklega til aðgerða sem skapað geta tækifæri til framtíðar. Í byrjun apríl fundaði ég með fulltrúum fræðsluaðila og íbúum Suðurnesja og í kjölfarið var stofnaður starfshópur um málið innan ráðuneytisins. Hlutverk hans var að móta aðgerðaáætlun sem byggir á sýn heimamanna og stjórnvalda ásamt því að vakta og miðla upplýsingum um stöðu og þróun mála, með sérstakri áherslu á greiningu á aðstæðum þeirra hópa sem verst stæðu. Markmið aðgerðanna er meðal annars að aðgengi að námi á öllum skólastigum sé tryggt, að þjónusta við fólk með annað móðurmál en íslensku sé tryggð og að ekki verði fall í þátttöku barna og ungmenna í frístunda- og íþróttastarfi eða tónlistarnámi. Þá er sérstök áhersla á að fyrirbyggja athafnaleysi yfir sumarmánuðina m.a. með sumarstarfsemi menntastofnana á svæðinu. Gott samráð er við fræðsluaðila á svæðinu, svo sem Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Keili, svo og Vinnumálastofnun. Teknar hafa verið saman hugmyndir þeirra sem nýst geta ólíkum hópum á svæðinu. Í fyrri hluta áætlunarinnar verður meðal annars áhersla á íþrótta- og æskulýðsstarf , raunfærnimat með náms- og starfsráðgjöf og styttri námslínur og námskeið. Það er fjölbreytt námsframboð á Suðurnesjum og fræðsluaðilar þar vinna frábært starf, við það viljum við styðja. Þar hefur orðið umtalsverð fólksfjölgun á síðustu árum og því er mikilvægt að innviðir geti tekið við þeim sem vilja stunda nám – til þess horfum við meðal annars með fyrirhugaðri stækkun á húsakynnum Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Forsenda velferðar og lífsgæða á Íslandi er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf þar sem til staðar eru störf fyrir menntað fólk sem stuðlar að nýsköpun og þróun. Það er samvinnuverkefni okkar að skapa slíkar aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið samþykkti ríkisstjórnin að veita 45 milljónum kr. til aðgerðaáætlunar til að efla menntaúrræði á Suðurnesjum. Aðgerðirnar eru liður í viðbrögðum stjórnvalda við gjaldþroti Wow air í lok mars. Með menntun stuðlum við að framþróun og uppbyggingu og þegar mæta þarf áskorunum af þessu tagi horfum við sérstaklega til aðgerða sem skapað geta tækifæri til framtíðar. Í byrjun apríl fundaði ég með fulltrúum fræðsluaðila og íbúum Suðurnesja og í kjölfarið var stofnaður starfshópur um málið innan ráðuneytisins. Hlutverk hans var að móta aðgerðaáætlun sem byggir á sýn heimamanna og stjórnvalda ásamt því að vakta og miðla upplýsingum um stöðu og þróun mála, með sérstakri áherslu á greiningu á aðstæðum þeirra hópa sem verst stæðu. Markmið aðgerðanna er meðal annars að aðgengi að námi á öllum skólastigum sé tryggt, að þjónusta við fólk með annað móðurmál en íslensku sé tryggð og að ekki verði fall í þátttöku barna og ungmenna í frístunda- og íþróttastarfi eða tónlistarnámi. Þá er sérstök áhersla á að fyrirbyggja athafnaleysi yfir sumarmánuðina m.a. með sumarstarfsemi menntastofnana á svæðinu. Gott samráð er við fræðsluaðila á svæðinu, svo sem Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Keili, svo og Vinnumálastofnun. Teknar hafa verið saman hugmyndir þeirra sem nýst geta ólíkum hópum á svæðinu. Í fyrri hluta áætlunarinnar verður meðal annars áhersla á íþrótta- og æskulýðsstarf , raunfærnimat með náms- og starfsráðgjöf og styttri námslínur og námskeið. Það er fjölbreytt námsframboð á Suðurnesjum og fræðsluaðilar þar vinna frábært starf, við það viljum við styðja. Þar hefur orðið umtalsverð fólksfjölgun á síðustu árum og því er mikilvægt að innviðir geti tekið við þeim sem vilja stunda nám – til þess horfum við meðal annars með fyrirhugaðri stækkun á húsakynnum Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Forsenda velferðar og lífsgæða á Íslandi er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf þar sem til staðar eru störf fyrir menntað fólk sem stuðlar að nýsköpun og þróun. Það er samvinnuverkefni okkar að skapa slíkar aðstæður.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun