Áskorun um áfengi í búðir send til umsagnar í borgarnefndum Ari Brynjólfsson skrifar 5. júní 2019 07:00 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að skora á Alþingi að afnema einokun ríkisins á áfengissölu var vísað til umsagnar í borgarstjórn í gær. Borgarfulltrúar Viðreisnar og Pírata styðja málið ásamt borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að vísa málinu til umhverfis- og skipulagssviðs og skóla- og frístundasviðs. Það var samþykkt með tólf atkvæðum gegn tíu. „Þetta styður við markmið borgarinnar í aðalskipulagi um að gera hverfin meira sjálfbær. Markmiðið er að fólk geti sótt sér alla helstu þjónustu inni í hverfunum, við viljum þannig koma í veg fyrir að fólk þurfi þá að fara allar leiðir á bíl,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem talaði fyrir tillögunni. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, sagði ekkert liggja á, það væri nægur tíma til að fá umsagnir. „Stuðningur Viðreisnar og Pírata hefði nægt til að tryggja þessu einfalda frelsismáli framgang. Vandræðalegt að fulltrúar þessara flokki hafi ekki staðið með prinsippunum er til kastanna kom,“ segir Hildur. Alþingi hefur oft tekið fyrir frumvörp um afnám ríkiseinokunar á áfengissölu. Nú er frumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, á borði velferðarnefndar. Fram kemur í umsögn Embættis landlæknis að það geti haft skaðleg áhrif á heilbrigði þar sem niðurstöður rannsókna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýni að takmarkað aðgengi dragi úr neyslu. Hildur segir alls ekki gert lítið úr skaðlegum áhrifum áfengis. „Við teljum forvarnir bestu leiðina til að tækla það. Fólk virðist ekki alltaf gera sér grein fyrir því að núverandi fyrirkomulag tryggir mjög gott aðgengi að áfengi.“ Bendir hún á mikla fjölgun Vínbúða og lengri opnunartíma. „Þar er líka mikið úrval og verðinu haldið í algjöru lágmarki, svo miklu að það má færa fyrir því að rök að Vínbúðirnar séu reknar með tapi. Hildur segir að setja megi einkaaðilum skorður með löggjöf, til dæmis á hvaða tíma má selja og undir hvaða kringumstæðum. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, er andvíg málinu. Hún segir að leyfa áfengissölu í smásölu hafi ekkert að gera með eflingu nærþjónustu í hverfum Reykjavíkur eða styrkingar hverfaverslana. „Það þarf mikið ímyndunarafl til að blanda saman markmiði aðalskipulags Reykjavíkur og frekara frjálsu aðgengi að áfengi,“ segir í bókun Vigdísar. Nú þegar séu útsölustaðir í Reykjavík í öllum hverfum borgarinnar, þar að auki þurfi borgin að viðurkenna aukin vandamál vegna vímuefnaneyslu og fjölgun heimilislausra af þeim sökum. „Þessi tillaga á ekkert skylt við frelsi. Frelsi til áfengiskaupa er nú þegar til staðar.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að skora á Alþingi að afnema einokun ríkisins á áfengissölu var vísað til umsagnar í borgarstjórn í gær. Borgarfulltrúar Viðreisnar og Pírata styðja málið ásamt borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að vísa málinu til umhverfis- og skipulagssviðs og skóla- og frístundasviðs. Það var samþykkt með tólf atkvæðum gegn tíu. „Þetta styður við markmið borgarinnar í aðalskipulagi um að gera hverfin meira sjálfbær. Markmiðið er að fólk geti sótt sér alla helstu þjónustu inni í hverfunum, við viljum þannig koma í veg fyrir að fólk þurfi þá að fara allar leiðir á bíl,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem talaði fyrir tillögunni. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, sagði ekkert liggja á, það væri nægur tíma til að fá umsagnir. „Stuðningur Viðreisnar og Pírata hefði nægt til að tryggja þessu einfalda frelsismáli framgang. Vandræðalegt að fulltrúar þessara flokki hafi ekki staðið með prinsippunum er til kastanna kom,“ segir Hildur. Alþingi hefur oft tekið fyrir frumvörp um afnám ríkiseinokunar á áfengissölu. Nú er frumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, á borði velferðarnefndar. Fram kemur í umsögn Embættis landlæknis að það geti haft skaðleg áhrif á heilbrigði þar sem niðurstöður rannsókna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýni að takmarkað aðgengi dragi úr neyslu. Hildur segir alls ekki gert lítið úr skaðlegum áhrifum áfengis. „Við teljum forvarnir bestu leiðina til að tækla það. Fólk virðist ekki alltaf gera sér grein fyrir því að núverandi fyrirkomulag tryggir mjög gott aðgengi að áfengi.“ Bendir hún á mikla fjölgun Vínbúða og lengri opnunartíma. „Þar er líka mikið úrval og verðinu haldið í algjöru lágmarki, svo miklu að það má færa fyrir því að rök að Vínbúðirnar séu reknar með tapi. Hildur segir að setja megi einkaaðilum skorður með löggjöf, til dæmis á hvaða tíma má selja og undir hvaða kringumstæðum. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, er andvíg málinu. Hún segir að leyfa áfengissölu í smásölu hafi ekkert að gera með eflingu nærþjónustu í hverfum Reykjavíkur eða styrkingar hverfaverslana. „Það þarf mikið ímyndunarafl til að blanda saman markmiði aðalskipulags Reykjavíkur og frekara frjálsu aðgengi að áfengi,“ segir í bókun Vigdísar. Nú þegar séu útsölustaðir í Reykjavík í öllum hverfum borgarinnar, þar að auki þurfi borgin að viðurkenna aukin vandamál vegna vímuefnaneyslu og fjölgun heimilislausra af þeim sökum. „Þessi tillaga á ekkert skylt við frelsi. Frelsi til áfengiskaupa er nú þegar til staðar.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira