Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 11:46 John Cornyn, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Texas, (t.v.) og Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í deildinni, eru ekki sáttir við boðaða tolla Trump á Mexíkó. Vísir/EPA Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gert embættismönnum Hvíta hússins ljóst að þeir séu tilbúnir til að gera Donald Trump forseta afturreka með refsitolla á mexíkóskar vörur sem hann hefur ítrekað hótað að leggja á. Uppreisnarmennirnir gætu verið nógu margir til að ógilda neitunarvald forsetans. Trump forseti hefur ítrekað hótað því að leggja toll á mexíkóskar vörur til þess að knýja stjórnvöld í nágrannalandinu til að koma í veg fyrir að fólk frá Mið-Ameríku reyni að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna þaðan. Tollarnir gætu tekið gildi á mánudag. Þær hótanir hafa ekki fallið í kramið hjá þingmönnum repúblikana sem aðhyllast enn almennt séð hugmyndafræði frjálsra viðskipta þrátt fyrir að forsetinn hafi rekið einangrunar- og haftastefnu að mörgu leyti frá því að hann tók við embætti.New York Times segir að öldungadeildarþingmenn flokksins hafi gengið argir af fundi með embættismönnum Hvíta hússins á þriðjudag þar sem farið var yfir lagalegan grundvöll ákvörðun Trump um að leggja tollana á. Hún byggir á yfirlýsingu hans um neyðarástand á landamærunum fyrr á þessu ári. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Texas, er sagður hafa sagt embættismönnum að koma þeim skilaboðum til Hvíta hússins að ekki einn einasti þingmaður flokksins væri fylgjandi tollunum. Texas yrði fyrir einna mestum áhrifum af innflutningstollunum og kallaði Cruz þá 30 milljarða dollara skattahækkun á íbúa ríkisins. „Við erum að miða byssu að eigin höfði,“ segir John Cornyn, hinn öldungdeildarþingmaður Texas sem einnig er repúblikani.Flutningabílar bíða tollskoðunar á landamærunum að Bandaríkjunum í Tijuana í Mexíkó.Vísir/EPAFunda um framhaldið í dag Öldungadeildin, þar sem repúblikanar fara með meirihluta, gæti í framhaldinu samþykkt að koma í veg fyrir tollana. Trump væri líklegur til að beita neitunarvaldi sínu geng slíkri samþykkt. Repúblikanarnir eru sagðir hafa hótað Hvíta húsinu því að safna meirihluta til að ógilda neitunarvald forsetans. Aukinn meirihluta þarf til að ógilda neitunarvaldið. Það yrði stærsta uppreisnin í eigin flokki sem Trump hefur þurft að glíma við sem forseti. „Það er ekki mikill stuðningi við tolla í þingflokknum mínum, svo mikið er víst,“ segir Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, við Washington Post. Hótanir samflokksmanna hans virtust lítið bíta á Trump forseta sem er í opinberri heimsókn í Bretlandi í gær. Á blaðamannafundi þar sagði hann að repúblikanar væru „flón“ ef þeir reyndu að stöðva tollana á Mexíkó. Mexíkóskir og bandarískir embættismenn ætla að funda um tollana í dag. Mike Pence, varaforseti, tekur meðal annars þátt í þeim viðræðum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í gær að ríkisstjórn hans ætlaði að leggja fram tillögu á fundinum til að friða bandarísk stjórnvöld. Hann ætti von á að samkomulag næðist áður en tollarnir tækju gildi. Washington Post segir engu að síður að mexíkósk stjórnvöld hafi átt erfitt með að átta sig á því hvers Hvíta húsið krefðist af þeim gegn því að hætta við tollana. Bandarískir embættismenn hafi ekki viljað segja nákvæmlega hvað Trump forseti vilji. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Býst við samningi um innflytjendur áður en tollar taka gildi Forseti Mexíkó segir tillögu í innflytjendamálum verða lagða fyrir bandaríska embættismenn á fundi á morgun. 4. júní 2019 13:49 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gert embættismönnum Hvíta hússins ljóst að þeir séu tilbúnir til að gera Donald Trump forseta afturreka með refsitolla á mexíkóskar vörur sem hann hefur ítrekað hótað að leggja á. Uppreisnarmennirnir gætu verið nógu margir til að ógilda neitunarvald forsetans. Trump forseti hefur ítrekað hótað því að leggja toll á mexíkóskar vörur til þess að knýja stjórnvöld í nágrannalandinu til að koma í veg fyrir að fólk frá Mið-Ameríku reyni að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna þaðan. Tollarnir gætu tekið gildi á mánudag. Þær hótanir hafa ekki fallið í kramið hjá þingmönnum repúblikana sem aðhyllast enn almennt séð hugmyndafræði frjálsra viðskipta þrátt fyrir að forsetinn hafi rekið einangrunar- og haftastefnu að mörgu leyti frá því að hann tók við embætti.New York Times segir að öldungadeildarþingmenn flokksins hafi gengið argir af fundi með embættismönnum Hvíta hússins á þriðjudag þar sem farið var yfir lagalegan grundvöll ákvörðun Trump um að leggja tollana á. Hún byggir á yfirlýsingu hans um neyðarástand á landamærunum fyrr á þessu ári. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Texas, er sagður hafa sagt embættismönnum að koma þeim skilaboðum til Hvíta hússins að ekki einn einasti þingmaður flokksins væri fylgjandi tollunum. Texas yrði fyrir einna mestum áhrifum af innflutningstollunum og kallaði Cruz þá 30 milljarða dollara skattahækkun á íbúa ríkisins. „Við erum að miða byssu að eigin höfði,“ segir John Cornyn, hinn öldungdeildarþingmaður Texas sem einnig er repúblikani.Flutningabílar bíða tollskoðunar á landamærunum að Bandaríkjunum í Tijuana í Mexíkó.Vísir/EPAFunda um framhaldið í dag Öldungadeildin, þar sem repúblikanar fara með meirihluta, gæti í framhaldinu samþykkt að koma í veg fyrir tollana. Trump væri líklegur til að beita neitunarvaldi sínu geng slíkri samþykkt. Repúblikanarnir eru sagðir hafa hótað Hvíta húsinu því að safna meirihluta til að ógilda neitunarvald forsetans. Aukinn meirihluta þarf til að ógilda neitunarvaldið. Það yrði stærsta uppreisnin í eigin flokki sem Trump hefur þurft að glíma við sem forseti. „Það er ekki mikill stuðningi við tolla í þingflokknum mínum, svo mikið er víst,“ segir Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, við Washington Post. Hótanir samflokksmanna hans virtust lítið bíta á Trump forseta sem er í opinberri heimsókn í Bretlandi í gær. Á blaðamannafundi þar sagði hann að repúblikanar væru „flón“ ef þeir reyndu að stöðva tollana á Mexíkó. Mexíkóskir og bandarískir embættismenn ætla að funda um tollana í dag. Mike Pence, varaforseti, tekur meðal annars þátt í þeim viðræðum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í gær að ríkisstjórn hans ætlaði að leggja fram tillögu á fundinum til að friða bandarísk stjórnvöld. Hann ætti von á að samkomulag næðist áður en tollarnir tækju gildi. Washington Post segir engu að síður að mexíkósk stjórnvöld hafi átt erfitt með að átta sig á því hvers Hvíta húsið krefðist af þeim gegn því að hætta við tollana. Bandarískir embættismenn hafi ekki viljað segja nákvæmlega hvað Trump forseti vilji.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Býst við samningi um innflytjendur áður en tollar taka gildi Forseti Mexíkó segir tillögu í innflytjendamálum verða lagða fyrir bandaríska embættismenn á fundi á morgun. 4. júní 2019 13:49 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Býst við samningi um innflytjendur áður en tollar taka gildi Forseti Mexíkó segir tillögu í innflytjendamálum verða lagða fyrir bandaríska embættismenn á fundi á morgun. 4. júní 2019 13:49