Hvor hættir á undan, Buffon eða Gunnleifur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 15:45 Gunnleifur Gunnleifsson og Gianluigi Buffon. Samsett/Bára og Getty Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson er markverðir í fremstu röð á sínu sviði og eiga báðir magnaðan feril að baki á milli stanganna. Þeir eiga það líka sameiginlegt að spila inn á fimmtugsaldurinn og neita hreinlega að láta háan aldur ýta sér út úr boltanum. Það er ekki það eina sem þessir öflugu markmenn eiga sameiginlegt. Nú er kannski orðin stóra spurningin hvor þeirra hætti á undan: Gianluigi Buffon eða Gunnleifur Gunnleifsson? Knattspyrnuáhugamenn fagna hverju tímabilinu sem þeir fá að sjá meira af þessum mögnuðu markvörðum en það verður vissulega athyglisvert að sjá hvor þeirra endist lengur. Gianluigi Buffon er fæddur í janúar 1978 og er því þremur árum yngri en Gunnleifur sem er fæddur í júlí 1975. Gianluigi Buffon lék stærstan hluta feril sinn með Juventus en spilaði síðasta tímabil með franska félaginu Paris Saint Germain. Buffon varð franskur meistari og hefur þar með unnið meistaratitil átta tímabili í röð, sjö ítalska titla með Juve og síðan einn franskan með PSG. Buffon fær ekki annan samning hjá PSG en umboðsmaður hans segir að markvörðurinn ætli ekki að setja skóna upp á hillu. Hann er ekkert hættur. Gunnleifur Gunnleifsson setti nýtt met í síðasta leik sínum með Breiðabliki þegar hann lék sinn 424 leik á Íslandsmótinu. Gunnleifur er að leika sitt 25. tímabil á Íslandi en hann lék fyrst með HK í b-deildinni árið 1995. Gunnleifur er áfram í hópi bestu markvarða Pepsi Max deildarinnar og er nú sá markvörður sem hefur fengið á sig fæst mörk í fyrstu sjö umferðunum. Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson eiga það líka sameiginlegt að hafa sýnt tryggð við sín félög í erfiðleikum. Buffon fór niður í B-deildina með Juventus en hann hjálpaði liðinu að komast aftur upp vorið 2007 og verða síðan yfirburðarlið á Ítalíu. Gunnleifur spilaði með uppeldisfélaginu sínu HK í neðri deildunum frá 2002 til 2006. Hann hjálpaði HK að komast upp úr C-deildinni og upp í efstu deild í fyrsta sinn. Gunnleifur spilaði með HK frá 27 til 34 ára aldurs sem ættu að jafnaði að vera bestu ár fótboltamanns. Hann fór síðan yfir í FH og varð Íslandsmeistari með Hafnarfjarðarliðinu áður en hann skipti yfir í Breiðablik þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö tímabil. Gunnleifur gefur ekkert eftir og lið hans er á toppi Pepsi Max deildarinnar eftir sjö umferðir. Hann gæti því endað tímabilið á að lyfta Íslandsbikarnum. Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson er markverðir í fremstu röð á sínu sviði og eiga báðir magnaðan feril að baki á milli stanganna. Þeir eiga það líka sameiginlegt að spila inn á fimmtugsaldurinn og neita hreinlega að láta háan aldur ýta sér út úr boltanum. Það er ekki það eina sem þessir öflugu markmenn eiga sameiginlegt. Nú er kannski orðin stóra spurningin hvor þeirra hætti á undan: Gianluigi Buffon eða Gunnleifur Gunnleifsson? Knattspyrnuáhugamenn fagna hverju tímabilinu sem þeir fá að sjá meira af þessum mögnuðu markvörðum en það verður vissulega athyglisvert að sjá hvor þeirra endist lengur. Gianluigi Buffon er fæddur í janúar 1978 og er því þremur árum yngri en Gunnleifur sem er fæddur í júlí 1975. Gianluigi Buffon lék stærstan hluta feril sinn með Juventus en spilaði síðasta tímabil með franska félaginu Paris Saint Germain. Buffon varð franskur meistari og hefur þar með unnið meistaratitil átta tímabili í röð, sjö ítalska titla með Juve og síðan einn franskan með PSG. Buffon fær ekki annan samning hjá PSG en umboðsmaður hans segir að markvörðurinn ætli ekki að setja skóna upp á hillu. Hann er ekkert hættur. Gunnleifur Gunnleifsson setti nýtt met í síðasta leik sínum með Breiðabliki þegar hann lék sinn 424 leik á Íslandsmótinu. Gunnleifur er að leika sitt 25. tímabil á Íslandi en hann lék fyrst með HK í b-deildinni árið 1995. Gunnleifur er áfram í hópi bestu markvarða Pepsi Max deildarinnar og er nú sá markvörður sem hefur fengið á sig fæst mörk í fyrstu sjö umferðunum. Gianluigi Buffon og Gunnleifur Gunnleifsson eiga það líka sameiginlegt að hafa sýnt tryggð við sín félög í erfiðleikum. Buffon fór niður í B-deildina með Juventus en hann hjálpaði liðinu að komast aftur upp vorið 2007 og verða síðan yfirburðarlið á Ítalíu. Gunnleifur spilaði með uppeldisfélaginu sínu HK í neðri deildunum frá 2002 til 2006. Hann hjálpaði HK að komast upp úr C-deildinni og upp í efstu deild í fyrsta sinn. Gunnleifur spilaði með HK frá 27 til 34 ára aldurs sem ættu að jafnaði að vera bestu ár fótboltamanns. Hann fór síðan yfir í FH og varð Íslandsmeistari með Hafnarfjarðarliðinu áður en hann skipti yfir í Breiðablik þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö tímabil. Gunnleifur gefur ekkert eftir og lið hans er á toppi Pepsi Max deildarinnar eftir sjö umferðir. Hann gæti því endað tímabilið á að lyfta Íslandsbikarnum.
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira