Bónus telur vísvitandi klekkt á fyrirtækinu Ari Brynjólfsson skrifar 7. júní 2019 07:15 Framkvæmdastjóri Bónuss er alls ekki sáttur við nýjustu verðlagskönnun ASÍ. fréttblaðið/sigtryggur ari Krónan er ódýrasta matvöruverslunin á Íslandi samkvæmt nýjustu matarkörfu verðlagseftirlits ASÍ. Bónus er þriðja ódýrasta verslunin og er Fjarðarkaup næstódýrust, en aðeins nokkrum krónum munar á þeim og Bónus. Hefur Bónus iðulega mælst ódýrasta verslunin á síðustu þremur áratugum, en nokkrum sinnum hefur munað litlu. „Okkar loforð er að koma vörum til viðskiptavina okkar á sem ódýrastan hátt. Við keppumst við það alla daga og það er mjög ánægjulegt þegar það skilar sér,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Ætlar Krónan að halda sér í toppsætinu. „Algjörlega. Ég get alveg fullyrt að það að við séum á markaðnum gerir það að verkum að matvöruverð á Íslandi er lægra en það væri annars.“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er alls ekki sáttur við könnunina. „Bónus er langódýrast. Þessi karfa er bara handvalin af ASÍ til að fá þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur. „Þau segjast velja einhverja vöru af handahófi, en ef þú tekur vörurnar sem fást á báðum stöðum þá sérðu bara hvernig þetta er í raun og veru. Þetta er bara ákvörðun hjá þeim. Ég gef ekki mikið fyrir þessa verðkönnun.“ Gréta María kannast líka við gagnrýnina á matarkörfu ASÍ. „Það eru oft inni á milli vitleysur, oft eru þeir sem taka könnunina ekki að taka nákvæmlega sömu vöru. Við höfum alveg lent í því að vera sýnd dýrari en við erum. Verðmunurinn er mjög lítill á milli Krónunnar og Bónuss, við erum mjög ánægð með að vera í þeirri stöðu,“ segir Gréta María. „Við verðleggjum okkar vörur bara eftir okkar innkaupsverðum. Það sem við höfum líka fram yfir samkeppnisaðilann er að úrvalið okkar er betra. Þegar þú kemur til okkar þá færðu allt á einum stað.“ Líkt og margir kannast við eru sjálfsafgreiðslukassar orðnir mjög áberandi í stærri verslunum. Gréta segir það ekki gert til hagræðingar. „Sjálfsafgreiðslan er bara gerð til þess að auka þjónustuna við viðskiptavini. Tími fólks er gríðarlega verðmætur og fólk vill frekar vera heima að elda en að bíða í röð.“ Vert er að nefna að verslanir 10-11 eru langdýrastar samkvæmt könnuninni og nýgræðingurinn á lágvöruverðslistanum er hin nýja verslunarkeðja Super 1. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Sjá meira
Krónan er ódýrasta matvöruverslunin á Íslandi samkvæmt nýjustu matarkörfu verðlagseftirlits ASÍ. Bónus er þriðja ódýrasta verslunin og er Fjarðarkaup næstódýrust, en aðeins nokkrum krónum munar á þeim og Bónus. Hefur Bónus iðulega mælst ódýrasta verslunin á síðustu þremur áratugum, en nokkrum sinnum hefur munað litlu. „Okkar loforð er að koma vörum til viðskiptavina okkar á sem ódýrastan hátt. Við keppumst við það alla daga og það er mjög ánægjulegt þegar það skilar sér,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Ætlar Krónan að halda sér í toppsætinu. „Algjörlega. Ég get alveg fullyrt að það að við séum á markaðnum gerir það að verkum að matvöruverð á Íslandi er lægra en það væri annars.“ Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er alls ekki sáttur við könnunina. „Bónus er langódýrast. Þessi karfa er bara handvalin af ASÍ til að fá þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur. „Þau segjast velja einhverja vöru af handahófi, en ef þú tekur vörurnar sem fást á báðum stöðum þá sérðu bara hvernig þetta er í raun og veru. Þetta er bara ákvörðun hjá þeim. Ég gef ekki mikið fyrir þessa verðkönnun.“ Gréta María kannast líka við gagnrýnina á matarkörfu ASÍ. „Það eru oft inni á milli vitleysur, oft eru þeir sem taka könnunina ekki að taka nákvæmlega sömu vöru. Við höfum alveg lent í því að vera sýnd dýrari en við erum. Verðmunurinn er mjög lítill á milli Krónunnar og Bónuss, við erum mjög ánægð með að vera í þeirri stöðu,“ segir Gréta María. „Við verðleggjum okkar vörur bara eftir okkar innkaupsverðum. Það sem við höfum líka fram yfir samkeppnisaðilann er að úrvalið okkar er betra. Þegar þú kemur til okkar þá færðu allt á einum stað.“ Líkt og margir kannast við eru sjálfsafgreiðslukassar orðnir mjög áberandi í stærri verslunum. Gréta segir það ekki gert til hagræðingar. „Sjálfsafgreiðslan er bara gerð til þess að auka þjónustuna við viðskiptavini. Tími fólks er gríðarlega verðmætur og fólk vill frekar vera heima að elda en að bíða í röð.“ Vert er að nefna að verslanir 10-11 eru langdýrastar samkvæmt könnuninni og nýgræðingurinn á lágvöruverðslistanum er hin nýja verslunarkeðja Super 1.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Sjá meira