Leggja til að Columbine-skólinn verði rifinn Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2019 12:03 Eric Harris og Dylan Klebold drápu tólf nemendur og einn kennara í árásinni 20. apríl 1999 áður en þeir sviptu sig lífi Getty Skólayfirvöld í Jefferson-sýslu í Colorado hafa lagt til að Columbine-skólinn í bænum Littleton, þar sem fjöldi fólks dó í skotárás tveggja nemenda fyrir tuttugu árum, verði rifinn og nýr skóli byggður í staðinn. Þetta skuli gert til að koma í veg fyrir „sjúklega hrifningu“ margra á blóðbaðinu sem þar átti sér stað í aprílmánuði 1999. Jason Glass, fulltrúi skólayfirvalda, segir í bréfi til foreldra barna við skólann að árásin hafi veitt mörgum „hryllilegan innblástur“. Þannig reyni hundruð manna, sem ekki tengjast skólanum, að komast inn í skólann á hverju ári og hafi fjöldinn aldrei verið meiri en á síðustu ellefu mánuðum. Í bréfi sínu minnist Glass sérstaklega á hina átján ára Sol Pais, sem ferðaðist sérstaklega frá Flórida til Colorado í apríl og hafði í hótunum áður en hún svipti sig lífi. Vitað var að hún var heltekin af skotárásinni árið 1999.Ný bygging reist nokkru vestar Tillögur yfirvalda ganga út á að rífa núverandi skólabyggingu og byggja nýja nokkru vestar. Þó skuli halda nafni skólans, einkennislitum og lukkudýri. Eric Harris og Dylan Klebold drápu tólf nemendur og einn kennara í árásinni 20. apríl 1999 áður en þeir sviptu sig lífi. Á þeim tíma var þetta mannskæðasta árásin sem gerð hafði verið í skóla í sögu Bandaríkjanna. Vitað er að í seinni tíð hefur árásin veitt öðrum innblástur til að framkvæma árásir í skóla. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Viðbúnaður í Columbine-skólanum vegna ógnar tuttugu árum eftir fjöldamorðið Alríkislögreglan er sögð leita átján ára gamallar stúlku sem hafi sent inn hótanir sem beindust að skólanum sem var vettvangur fjöldamorðs fyrir tuttugu árum. 16. apríl 2019 23:02 Kona heltekin af fjöldamorðinu í Columbine-skólanum fannst látin Bandaríska alríkislögreglan FBI hafði konuna grunaða um að ætla sér að líkja eftir fjöldamorðið í Columbine-framhaldsskólanum í Colorado. 17. apríl 2019 18:21 Einn eftirlifenda Columbine-fjöldamorðanna látinn Austin Eubanks fannst látinn að heimili sínu í gær, 37 ára að aldri. 19. maí 2019 22:32 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Skólayfirvöld í Jefferson-sýslu í Colorado hafa lagt til að Columbine-skólinn í bænum Littleton, þar sem fjöldi fólks dó í skotárás tveggja nemenda fyrir tuttugu árum, verði rifinn og nýr skóli byggður í staðinn. Þetta skuli gert til að koma í veg fyrir „sjúklega hrifningu“ margra á blóðbaðinu sem þar átti sér stað í aprílmánuði 1999. Jason Glass, fulltrúi skólayfirvalda, segir í bréfi til foreldra barna við skólann að árásin hafi veitt mörgum „hryllilegan innblástur“. Þannig reyni hundruð manna, sem ekki tengjast skólanum, að komast inn í skólann á hverju ári og hafi fjöldinn aldrei verið meiri en á síðustu ellefu mánuðum. Í bréfi sínu minnist Glass sérstaklega á hina átján ára Sol Pais, sem ferðaðist sérstaklega frá Flórida til Colorado í apríl og hafði í hótunum áður en hún svipti sig lífi. Vitað var að hún var heltekin af skotárásinni árið 1999.Ný bygging reist nokkru vestar Tillögur yfirvalda ganga út á að rífa núverandi skólabyggingu og byggja nýja nokkru vestar. Þó skuli halda nafni skólans, einkennislitum og lukkudýri. Eric Harris og Dylan Klebold drápu tólf nemendur og einn kennara í árásinni 20. apríl 1999 áður en þeir sviptu sig lífi. Á þeim tíma var þetta mannskæðasta árásin sem gerð hafði verið í skóla í sögu Bandaríkjanna. Vitað er að í seinni tíð hefur árásin veitt öðrum innblástur til að framkvæma árásir í skóla.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Viðbúnaður í Columbine-skólanum vegna ógnar tuttugu árum eftir fjöldamorðið Alríkislögreglan er sögð leita átján ára gamallar stúlku sem hafi sent inn hótanir sem beindust að skólanum sem var vettvangur fjöldamorðs fyrir tuttugu árum. 16. apríl 2019 23:02 Kona heltekin af fjöldamorðinu í Columbine-skólanum fannst látin Bandaríska alríkislögreglan FBI hafði konuna grunaða um að ætla sér að líkja eftir fjöldamorðið í Columbine-framhaldsskólanum í Colorado. 17. apríl 2019 18:21 Einn eftirlifenda Columbine-fjöldamorðanna látinn Austin Eubanks fannst látinn að heimili sínu í gær, 37 ára að aldri. 19. maí 2019 22:32 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Viðbúnaður í Columbine-skólanum vegna ógnar tuttugu árum eftir fjöldamorðið Alríkislögreglan er sögð leita átján ára gamallar stúlku sem hafi sent inn hótanir sem beindust að skólanum sem var vettvangur fjöldamorðs fyrir tuttugu árum. 16. apríl 2019 23:02
Kona heltekin af fjöldamorðinu í Columbine-skólanum fannst látin Bandaríska alríkislögreglan FBI hafði konuna grunaða um að ætla sér að líkja eftir fjöldamorðið í Columbine-framhaldsskólanum í Colorado. 17. apríl 2019 18:21
Einn eftirlifenda Columbine-fjöldamorðanna látinn Austin Eubanks fannst látinn að heimili sínu í gær, 37 ára að aldri. 19. maí 2019 22:32