„Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 22:41 (T.h.) Mótmælandi var handtekinn fyrir utan dómssalinn í dag. (T.v.) Ivan Golunov var dæmdur til að sitja í tveggja mánaða stofufangelsi í dag. vísir Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AFP. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið til stuðnings Golunov en málið hefur vakið athygli um heim allan.Sjá einnig: Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasöluMargir stuðningsmanna hans óttuðust að honum yrði haldið áfram í gæsluvarðhaldi, en frá því hefur verið greint að hann hafi verið barinn og lemstraður af lögreglu. „Þetta er eins og bíómynd. Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför,“ sagði Golunov þegar hann kom í dómssalinn. Golunov er búsettur í Moskvu en vinnur fyrir fréttamiðilinn Meduza og hefur verið ákærður fyrir að hafa gert tilraun til að selja „mikið magn“ af eiturlyfinu mephedrone og kókaíni. Augu hans voru full af tárum þegar dómarinn sagði að hann myndi sitja í stofufangelsi í tvo mánuði. Vefsíða Meduza er staðsett í Lettlandi þrátt fyrir að stór hluti fréttamanna hennar búi og starfi í Rússlandi en það gerir hún til að forðast ritskoðun Rússlands. Golunov var fluttur í dómssalinn frá spítala þar sem hann hafði verið undir eftirliti lækna en hann neitaði þeim staðhæfingum lögmanns síns um að hann væri rifbeinsbrotinn og hefði fengið heilahristing en bætti við að hann væri skrámaður á bakinu og að auga hans væri marið. Handtaka hans hefur vakið áhyggjur út um heim allan. Sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu skrifaði á Twitter: „Við köllum eftir því að Ivan Golunov verði leystur úr haldi,“ og sögðu hann „ætti ekki að þjást ofsókna vegna atvinnu sinnar,“ og sendiráð Bretlands sagði mál hans „áhyggjuefni.“ Um það bil 20 stuðningsmenn hans mótmæltu fyrir utan rússneska sendiráðið í Berlín og stóð meðal annars á skiltum þeirra „Frelsið Golunov.“ Rússland Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AFP. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið til stuðnings Golunov en málið hefur vakið athygli um heim allan.Sjá einnig: Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasöluMargir stuðningsmanna hans óttuðust að honum yrði haldið áfram í gæsluvarðhaldi, en frá því hefur verið greint að hann hafi verið barinn og lemstraður af lögreglu. „Þetta er eins og bíómynd. Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför,“ sagði Golunov þegar hann kom í dómssalinn. Golunov er búsettur í Moskvu en vinnur fyrir fréttamiðilinn Meduza og hefur verið ákærður fyrir að hafa gert tilraun til að selja „mikið magn“ af eiturlyfinu mephedrone og kókaíni. Augu hans voru full af tárum þegar dómarinn sagði að hann myndi sitja í stofufangelsi í tvo mánuði. Vefsíða Meduza er staðsett í Lettlandi þrátt fyrir að stór hluti fréttamanna hennar búi og starfi í Rússlandi en það gerir hún til að forðast ritskoðun Rússlands. Golunov var fluttur í dómssalinn frá spítala þar sem hann hafði verið undir eftirliti lækna en hann neitaði þeim staðhæfingum lögmanns síns um að hann væri rifbeinsbrotinn og hefði fengið heilahristing en bætti við að hann væri skrámaður á bakinu og að auga hans væri marið. Handtaka hans hefur vakið áhyggjur út um heim allan. Sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu skrifaði á Twitter: „Við köllum eftir því að Ivan Golunov verði leystur úr haldi,“ og sögðu hann „ætti ekki að þjást ofsókna vegna atvinnu sinnar,“ og sendiráð Bretlands sagði mál hans „áhyggjuefni.“ Um það bil 20 stuðningsmenn hans mótmæltu fyrir utan rússneska sendiráðið í Berlín og stóð meðal annars á skiltum þeirra „Frelsið Golunov.“
Rússland Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira