Welcome to Althingi Bar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 31. maí 2019 09:00 Í þeirri óskiljanlegu ríkisstjórn sem hér situr geysist forsætisráðherra um álfuna og flytur fagnaðarerindi Sósíaldemókrata meðan fjármálaráðherra boðar hagræðingaraðgerðir og biður okkur að fara betur með krónurnar okkar. Ég hef áhyggjur af Katrínu. Mér finnst eins og hún sé ekki með sjálfri sér. Er hún í álögum? Getur verið að fjármálaráðherra sé vampíra? Það er engu líkara en að fjármálaráðherra hafi bitið forsætisráðherra til blóðs og nú sé hún gersamlega á valdi hans. Meðan sultarólin er hert heimsækir hún Múlalund, gengur á Úlfarsfell og undirritar samkomulag um loftlagsmál og grænar lausnir. Ég kem þessu ekki heim og saman. Ekki veit ég hvernig þeir, sem missa nú vegna hagræðingar vinnuna, eiga að fara betur með sínar krónur. Straua þær og kyssa bless áður en atvinnuleysið tekur heimilin af fólkinu? En það er ljós í myrkrinu. Veikir og gamlir verða nú ekki í vandræðum með að fara vel með það sem þeir eiga ekki til! Í ferðaþjónustu er spáð samdrætti og ríkisstofnanir skulu skila arði segir fjármálaráðherra. Hvernig Landspítalanum á að takast það verður væntanlega svarað í næsta páskaeggi. Sér fjármálaráðherra fyrir sér einhverskonar hungurleika á Landspítalanum þar sem erlendir ferðamenn geta keypt sig inn til að fylgjast með sjúklingum og starfsfólki berjast fyrir lífi sínu og annara. Verður Alabama nýr áfangastaðir Icelandair í Bandaríkjunum í vetur? Annars er nú opið allan sólarhringinn á Alþingi voru þessa dagana svo réttast væri að opna þar án tafar strippbúllu og bar sem gæti sannarlega skilað ríkulegum arði í heimilisbókhaldi ráðherrahjónanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Ólína Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í þeirri óskiljanlegu ríkisstjórn sem hér situr geysist forsætisráðherra um álfuna og flytur fagnaðarerindi Sósíaldemókrata meðan fjármálaráðherra boðar hagræðingaraðgerðir og biður okkur að fara betur með krónurnar okkar. Ég hef áhyggjur af Katrínu. Mér finnst eins og hún sé ekki með sjálfri sér. Er hún í álögum? Getur verið að fjármálaráðherra sé vampíra? Það er engu líkara en að fjármálaráðherra hafi bitið forsætisráðherra til blóðs og nú sé hún gersamlega á valdi hans. Meðan sultarólin er hert heimsækir hún Múlalund, gengur á Úlfarsfell og undirritar samkomulag um loftlagsmál og grænar lausnir. Ég kem þessu ekki heim og saman. Ekki veit ég hvernig þeir, sem missa nú vegna hagræðingar vinnuna, eiga að fara betur með sínar krónur. Straua þær og kyssa bless áður en atvinnuleysið tekur heimilin af fólkinu? En það er ljós í myrkrinu. Veikir og gamlir verða nú ekki í vandræðum með að fara vel með það sem þeir eiga ekki til! Í ferðaþjónustu er spáð samdrætti og ríkisstofnanir skulu skila arði segir fjármálaráðherra. Hvernig Landspítalanum á að takast það verður væntanlega svarað í næsta páskaeggi. Sér fjármálaráðherra fyrir sér einhverskonar hungurleika á Landspítalanum þar sem erlendir ferðamenn geta keypt sig inn til að fylgjast með sjúklingum og starfsfólki berjast fyrir lífi sínu og annara. Verður Alabama nýr áfangastaðir Icelandair í Bandaríkjunum í vetur? Annars er nú opið allan sólarhringinn á Alþingi voru þessa dagana svo réttast væri að opna þar án tafar strippbúllu og bar sem gæti sannarlega skilað ríkulegum arði í heimilisbókhaldi ráðherrahjónanna.