Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2019 11:13 Forseti Alþingis kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. Vísir/ÞÞ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti að umræða um þriðja orkupakkann sem átti að halda áfram klukkan 10:40 hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Forseti Alþingis komst að þessari niðurstöðu að loknum fundi hans með formönnum þingflokkanna. Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum undir liðnum störf þingsins var lokið. Umræðan um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í 134 klukkustundir en þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi um málið. Steingrímur ákvað að verða við ósk formanna þingmanna um að víkja frá röð mála á dagskrá til þess að reyna að rjúfa þá pattstöðu sem hefur verið uppi á Alþingi vegna málsins. Það liggur ekki fyrir hvenær umræðunni verður haldið áfram er ljóst er að formenn þingflokkanna ætla að reyna að ná samkomulagi við þingmenn Miðflokksins. Í stað þriðja orkupakkans hófst umræða um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 en það er eitt þeirra mála sem komst ekki að vegna málþófsins. Ámundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni um málið að það væri undarlegt að fá skyndilega að ræða þetta mál í ljósi þess að hann hefði beðið í hálfan mánuð eftir því að fá að taka til máls undir liðnum. „Þannig að það sem brann mjög á mér fyrir fjórtán dögum síðan er nú kannski farið að kólna dálítið eins og hraunið í Vestmannaeyjum á sínum tíma en ég ætla þó samt sem áður að rifja það upp sem mig langaði helst að segja.“ Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Þingmaður Miðflokksins sagðist ætla að sleppa eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld til að geta undirbúið þingfund á föstudag undir lok rúmlega sólahrings langs þingfundar í morgun. 29. maí 2019 11:35 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti að umræða um þriðja orkupakkann sem átti að halda áfram klukkan 10:40 hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Forseti Alþingis komst að þessari niðurstöðu að loknum fundi hans með formönnum þingflokkanna. Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum undir liðnum störf þingsins var lokið. Umræðan um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í 134 klukkustundir en þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi um málið. Steingrímur ákvað að verða við ósk formanna þingmanna um að víkja frá röð mála á dagskrá til þess að reyna að rjúfa þá pattstöðu sem hefur verið uppi á Alþingi vegna málsins. Það liggur ekki fyrir hvenær umræðunni verður haldið áfram er ljóst er að formenn þingflokkanna ætla að reyna að ná samkomulagi við þingmenn Miðflokksins. Í stað þriðja orkupakkans hófst umræða um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 en það er eitt þeirra mála sem komst ekki að vegna málþófsins. Ámundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni um málið að það væri undarlegt að fá skyndilega að ræða þetta mál í ljósi þess að hann hefði beðið í hálfan mánuð eftir því að fá að taka til máls undir liðnum. „Þannig að það sem brann mjög á mér fyrir fjórtán dögum síðan er nú kannski farið að kólna dálítið eins og hraunið í Vestmannaeyjum á sínum tíma en ég ætla þó samt sem áður að rifja það upp sem mig langaði helst að segja.“
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Þingmaður Miðflokksins sagðist ætla að sleppa eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld til að geta undirbúið þingfund á föstudag undir lok rúmlega sólahrings langs þingfundar í morgun. 29. maí 2019 11:35 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07
Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12
Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Þingmaður Miðflokksins sagðist ætla að sleppa eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld til að geta undirbúið þingfund á föstudag undir lok rúmlega sólahrings langs þingfundar í morgun. 29. maí 2019 11:35