Harmar uppsagnir Icelandair en segir þær ekki koma á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2019 21:00 MAX-vélar Icelandair sem hafa verið kyrrsettar sjást hér á Keflavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir hörmulegt að Icelandair hafi þurft að grípa til þess ráðs í dag að segja upp flugmönnum. Það sé þó að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess að Boeing 737 MAX-vélar félagsins fara ekki í loftið fyrr en í fyrsta lagi í haust. Icelandair tilkynnti í dag að 24 flugmönnum sem hófu þjálfun á MAX-vélarnar síðastliðið haust og höfðu þegar hafið störf hefði verið sagt upp. Þá var þjálfun 21 nýliða einnig hætt en til stóð að hópurinn hæfi störf sem flugmenn á MAX-vélunum í sumar. Í tilkynningu flugfélagsins kom fram að gripið væri til þessara aðgerða þar sem ekki væri gert ráð fyrir MAX-vélunum í flugáætlun fyrr en um miðjan september. „Það er hörmulegt að það skyldi þurfa að koma til þessa en það er kannski að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess hvað það hefur dregist að Maxinn fái að fljúga aftur. Við hörmum þetta en þetta er að einhverju leyti skiljanlegt,“ segir Örnólfur í samtali við Vísi. Hann segir það ekki koma á óvart að gripið sé til uppsagna, sérstaklega eftir að ljóst var að það dregst fram á haust að vélarnar fljúgi aftur. „Þá er þetta kannski ekki að koma mjög óvart. En auðvitað er það alltaf áfall fyrir fólk að fá uppsögn en við vonum svo sannarlega að þetta verði ekki mjög langur tími því félagið þarf svo sannarlega á þessu fólki að halda þegar vélin fer að fljúga aftur.“ Örnólfur segir hópinn sem sagt var upp í dag að langstærstum hluta ungt fólk. Aðspurður hvort mikla vinnu sé að fá hér heima fyrir atvinnuflugmenn segir hann að svo sé ekki í augnablikinu. Varðandi atvinnumöguleika erlendis spili það svo inn í að langt sé komið fram á sumarið og þar af leiðandi erfitt að finna vinnu akkúrat núna. „Hins vegar eru þetta skammtímaerfiðleikar og ég hef fulla trú á því þegar við horfum aðeins lengra fram á veginn þá finni þetta fólk sér vinnu,“ segir Örnólfur. Hann segir að bæði verði félagsfundur hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna í næstu viku auk þess sem fundað verði með stærstum hluta þess hóps sem sagt var upp í dag. Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir hörmulegt að Icelandair hafi þurft að grípa til þess ráðs í dag að segja upp flugmönnum. Það sé þó að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess að Boeing 737 MAX-vélar félagsins fara ekki í loftið fyrr en í fyrsta lagi í haust. Icelandair tilkynnti í dag að 24 flugmönnum sem hófu þjálfun á MAX-vélarnar síðastliðið haust og höfðu þegar hafið störf hefði verið sagt upp. Þá var þjálfun 21 nýliða einnig hætt en til stóð að hópurinn hæfi störf sem flugmenn á MAX-vélunum í sumar. Í tilkynningu flugfélagsins kom fram að gripið væri til þessara aðgerða þar sem ekki væri gert ráð fyrir MAX-vélunum í flugáætlun fyrr en um miðjan september. „Það er hörmulegt að það skyldi þurfa að koma til þessa en það er kannski að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi þess hvað það hefur dregist að Maxinn fái að fljúga aftur. Við hörmum þetta en þetta er að einhverju leyti skiljanlegt,“ segir Örnólfur í samtali við Vísi. Hann segir það ekki koma á óvart að gripið sé til uppsagna, sérstaklega eftir að ljóst var að það dregst fram á haust að vélarnar fljúgi aftur. „Þá er þetta kannski ekki að koma mjög óvart. En auðvitað er það alltaf áfall fyrir fólk að fá uppsögn en við vonum svo sannarlega að þetta verði ekki mjög langur tími því félagið þarf svo sannarlega á þessu fólki að halda þegar vélin fer að fljúga aftur.“ Örnólfur segir hópinn sem sagt var upp í dag að langstærstum hluta ungt fólk. Aðspurður hvort mikla vinnu sé að fá hér heima fyrir atvinnuflugmenn segir hann að svo sé ekki í augnablikinu. Varðandi atvinnumöguleika erlendis spili það svo inn í að langt sé komið fram á sumarið og þar af leiðandi erfitt að finna vinnu akkúrat núna. „Hins vegar eru þetta skammtímaerfiðleikar og ég hef fulla trú á því þegar við horfum aðeins lengra fram á veginn þá finni þetta fólk sér vinnu,“ segir Örnólfur. Hann segir að bæði verði félagsfundur hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna í næstu viku auk þess sem fundað verði með stærstum hluta þess hóps sem sagt var upp í dag.
Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur