Aðeins einstaklingsherbergi og innigarðar í nýjum meðferðarkjarna Landspítala Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. maí 2019 19:45 Nýr meðferðarkjarni við Landspítalann sem verið er að byggja mun gjörbylta allri aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk að sögn forstjóra spítalans. Þar verða aðeins einsmannsherbergi og engir sjúkrahússgangar. Hönnunarstjóri segir mikilvægt að byrja strax að huga að nýjum Landspítala. Meðferðarkjarni Landspítalans er eitt stærsta og flóknasta hönnunarverkefni sem ráðist hefur veriðí hérlendis og mun m.a. hýsa bráðamóttöku, skurðdeildir, hjarta- og æðaþræðingardeild, gjörgæslu, myndgreiningu, smitsjúkdómadeild og legudeildir. Byrjað var á grunni byggingarinnar um síðustu áramót og gert er ráð fyrir að framkvæmdir taki um fjögur til fimm ár. „Sérstakt hlutverk spítalans sem sérhæfðs sjúkrahúss mun styrkjast og eflast með meðferðar-og rannsóknarkjarna. Þetta er fyrst og fremst öryggismál en aðstaða fyrir sjúklinga og starfsfólks mun gjörbreytast,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans.Frábær aðstaða „Þarna verða aðeins einsmannsherbergi. Við ætlum að útrýma þessum sjúkrahúsgöngum. Öll herbergi verða staðsett með tilliti til birtu og útsýnis og þarna verða litlir inngarðar. Þessi nýi meðferðarkjarni mun gjörbylta allri þjónustu fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra en þetta verður líka mjög góður vinnustaður fyrir þær þúsundir sem þarna munu starfa á hverjum degi,“ segir Ögmundur Skarphéðinsson, hönnunarstjóri byggingarinnar. Hann segir mikilvægt að byrja strax að huga að næstu skrefum og velta fyrir sér hvar næsti spítali eigi að vera eftir 25-30 ár. „Við þurfum helst strax að fara að huga að því hvar við viljum reisa næsta Landspítala því þetta er verkefni sem tekur engan enda, það er engin endanleg lausn þegar kemur að byggingu spítala,“ segir Ögmundur. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Nýr meðferðarkjarni við Landspítalann sem verið er að byggja mun gjörbylta allri aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk að sögn forstjóra spítalans. Þar verða aðeins einsmannsherbergi og engir sjúkrahússgangar. Hönnunarstjóri segir mikilvægt að byrja strax að huga að nýjum Landspítala. Meðferðarkjarni Landspítalans er eitt stærsta og flóknasta hönnunarverkefni sem ráðist hefur veriðí hérlendis og mun m.a. hýsa bráðamóttöku, skurðdeildir, hjarta- og æðaþræðingardeild, gjörgæslu, myndgreiningu, smitsjúkdómadeild og legudeildir. Byrjað var á grunni byggingarinnar um síðustu áramót og gert er ráð fyrir að framkvæmdir taki um fjögur til fimm ár. „Sérstakt hlutverk spítalans sem sérhæfðs sjúkrahúss mun styrkjast og eflast með meðferðar-og rannsóknarkjarna. Þetta er fyrst og fremst öryggismál en aðstaða fyrir sjúklinga og starfsfólks mun gjörbreytast,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans.Frábær aðstaða „Þarna verða aðeins einsmannsherbergi. Við ætlum að útrýma þessum sjúkrahúsgöngum. Öll herbergi verða staðsett með tilliti til birtu og útsýnis og þarna verða litlir inngarðar. Þessi nýi meðferðarkjarni mun gjörbylta allri þjónustu fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra en þetta verður líka mjög góður vinnustaður fyrir þær þúsundir sem þarna munu starfa á hverjum degi,“ segir Ögmundur Skarphéðinsson, hönnunarstjóri byggingarinnar. Hann segir mikilvægt að byrja strax að huga að næstu skrefum og velta fyrir sér hvar næsti spítali eigi að vera eftir 25-30 ár. „Við þurfum helst strax að fara að huga að því hvar við viljum reisa næsta Landspítala því þetta er verkefni sem tekur engan enda, það er engin endanleg lausn þegar kemur að byggingu spítala,“ segir Ögmundur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira