Þristur á leiðinni til Reykjavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2019 13:15 Fjöldi fólks nýtti sér tækifærin sem gáfust til að skoða þessa fornfrægu stríðsgripi á Reykjavíkurflugvelli í vikunni sem leið. Stöð 2/KMU. Enn ein flugvélin í þristaleiðangrinum mikla yfir Atlantshafið er nú á leiðinni til Íslands. Það yrði tólfta Douglas Dakota-flugvélin sem millilendir í Reykjavík á aðeins einni viku til að taka þátt í minningarathöfnum í Frakklandi vegna D-dagsins fyrir 75 árum, upphafsdags innrásar Bandamanna í Normandí. Flugvélin, sem nú er væntanleg, ber gæluheitið Miss Montana og er af hergerðinni C-47, smíðuð undir stríðslok árið 1945. Vélin var í nótt í Iqaluit við Frobisher-flóa, höfuðstað Baffinslands, en flaug í morgun til Kangerlussuaq á Grænlandi, þar sem hún lenti um hádegisbil. Eftir eldsneytisáfyllingu var haldið í loftið á ný upp úr klukkan eitt og áætlar áhöfnin að lenda í Reykjavík um sexleytið í kvöld.Íslenska þristinum Páli Sveinssyni var flogið frá Akureyri á fimmtudagskvöld til móts við þristahópinn á Reykjavíkurflugvelli.Stöð 2/KMU.Þá verða aðeins tveir þristar ókomnir af þeim fjórtán sem gert er ráð fyrir að fljúgi frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast stríðsatburðanna. Búist er við öðrum þeirra á morgun en flugáætlun hans liggur ekki nánar fyrir, samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO. Íslenski þristurinn Páll Sveinsson er nú á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins. Hann kom til Reykjavíkur á fimmtudagskvöld eftir að flugvirkjar luku viðgerð á bilun í hreyfli á Akureyrarflugvelli. Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Sjá meira
Enn ein flugvélin í þristaleiðangrinum mikla yfir Atlantshafið er nú á leiðinni til Íslands. Það yrði tólfta Douglas Dakota-flugvélin sem millilendir í Reykjavík á aðeins einni viku til að taka þátt í minningarathöfnum í Frakklandi vegna D-dagsins fyrir 75 árum, upphafsdags innrásar Bandamanna í Normandí. Flugvélin, sem nú er væntanleg, ber gæluheitið Miss Montana og er af hergerðinni C-47, smíðuð undir stríðslok árið 1945. Vélin var í nótt í Iqaluit við Frobisher-flóa, höfuðstað Baffinslands, en flaug í morgun til Kangerlussuaq á Grænlandi, þar sem hún lenti um hádegisbil. Eftir eldsneytisáfyllingu var haldið í loftið á ný upp úr klukkan eitt og áætlar áhöfnin að lenda í Reykjavík um sexleytið í kvöld.Íslenska þristinum Páli Sveinssyni var flogið frá Akureyri á fimmtudagskvöld til móts við þristahópinn á Reykjavíkurflugvelli.Stöð 2/KMU.Þá verða aðeins tveir þristar ókomnir af þeim fjórtán sem gert er ráð fyrir að fljúgi frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast stríðsatburðanna. Búist er við öðrum þeirra á morgun en flugáætlun hans liggur ekki nánar fyrir, samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO. Íslenski þristurinn Páll Sveinsson er nú á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins. Hann kom til Reykjavíkur á fimmtudagskvöld eftir að flugvirkjar luku viðgerð á bilun í hreyfli á Akureyrarflugvelli.
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Sjá meira
Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45
Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15