Villikattafélagið fær reglulega ábendingar um að bændur skjóti ketti í sveitum landsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. maí 2019 19:00 Villikattafélagið fær reglulega ábendingar um að bændur skjóti villiketti í sveitum landsins. Félagið er nú með fjóra móðurlausa kettlinga hjá sér þar sem grunur leikur á að læðan hafi verið drepin. Matvælastofnun er með tvö mál á borði hjá sér vegna ólöglegrar aflífunar katta. Allt bendi til þess að læðan hafi verið skotin Fyrir tveimur vikum fékk Áslaug Eyfjörð, stjórnarkona í Villikattafélaginu, fjóra kettlinga, sem í dag eru fjögurra vikna, í fóstur til sín. Grunur leikur á að bóndi á Vestfjörðum hafi skotið mömmu þeirra, sem var heimilisköttur á næsta bæ, þegar kettlingarnir voru tæplega tveggja vikna gamlir.Bóndinn sem átti læðuna treysti sér ekki til að koma kettlingunum á fót og voru þeir því sendir til Reykjavíkur í fóstur. Ekki hefur tekist að útiloka að eitthvað annað hafi gerst þar sem hræið hefur ekki fundist en Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta segir allt benda til þess að læðan hafi verið skotin. Þá fái félagið reglulega ábendingar um að villikettir og jafnvel heimiliskettir séu skotnir í sveitum landsins. „Þetta er ekki eins dæmi, því miður. Að fólk skuli dirfast að skjóta ketti á víðavangi. Við erum með lög sem segja til um það að það megi ekki skjóta ketti,“ segir Arndís.Þekkir mörg dæmi þess að kettir séu skotnir „Maður hefur alveg heyrt mörg dæmi og það er bara virkilega ljótt að vita til þess að fólk sé að skjóta ketti og ég tala nú ekki um ef það verður til þess að svona kettlingar verði móðurlausir,“ segir Áslaug. Gunnar Gunnarsson, dýralæknir í Mýrar- og borgafjarðarsýslu, segist þekkja mörg dæmi þess að kettir séu skotir. Það sé gert ef talið er að kettirnir beri sníkjudýr sem geti valdið því að lömbin drepist í kindunum ef þeir míga í heyið. Oftast séu það flækingskettir. „Það er í nýju dýraverndunarlögunum klár og skýr ákvæði um það aðþetta sé bannað. Það er bannað að skjóta heimiliskisur,“ segir Arndís.Mast þurfi að gera betur Matvælastofnun er nú með tvö mál vegna ólöglegrar aflífunar í sektarferli. Samkvæmt upplýsingum frá stofnunni hafa sektir vegna illrar meðferðar á dýrum færst í aukna undanfarin ár. „MAST hefur valdið til að gera eitthvaðíþessu. Mast veit að kistur eru skotnar á færi og ég veit ekki til þess að fólk hafi fengið dóm vegna slíks,“ segir Arndís og bætir við að MAST þurfi að gera betur. „Við viljum náttúrulega að það sé tekiðáþessum málum. Að þetta sé tekið alvarlega,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. Dýr Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Sjá meira
Villikattafélagið fær reglulega ábendingar um að bændur skjóti villiketti í sveitum landsins. Félagið er nú með fjóra móðurlausa kettlinga hjá sér þar sem grunur leikur á að læðan hafi verið drepin. Matvælastofnun er með tvö mál á borði hjá sér vegna ólöglegrar aflífunar katta. Allt bendi til þess að læðan hafi verið skotin Fyrir tveimur vikum fékk Áslaug Eyfjörð, stjórnarkona í Villikattafélaginu, fjóra kettlinga, sem í dag eru fjögurra vikna, í fóstur til sín. Grunur leikur á að bóndi á Vestfjörðum hafi skotið mömmu þeirra, sem var heimilisköttur á næsta bæ, þegar kettlingarnir voru tæplega tveggja vikna gamlir.Bóndinn sem átti læðuna treysti sér ekki til að koma kettlingunum á fót og voru þeir því sendir til Reykjavíkur í fóstur. Ekki hefur tekist að útiloka að eitthvað annað hafi gerst þar sem hræið hefur ekki fundist en Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta segir allt benda til þess að læðan hafi verið skotin. Þá fái félagið reglulega ábendingar um að villikettir og jafnvel heimiliskettir séu skotnir í sveitum landsins. „Þetta er ekki eins dæmi, því miður. Að fólk skuli dirfast að skjóta ketti á víðavangi. Við erum með lög sem segja til um það að það megi ekki skjóta ketti,“ segir Arndís.Þekkir mörg dæmi þess að kettir séu skotnir „Maður hefur alveg heyrt mörg dæmi og það er bara virkilega ljótt að vita til þess að fólk sé að skjóta ketti og ég tala nú ekki um ef það verður til þess að svona kettlingar verði móðurlausir,“ segir Áslaug. Gunnar Gunnarsson, dýralæknir í Mýrar- og borgafjarðarsýslu, segist þekkja mörg dæmi þess að kettir séu skotir. Það sé gert ef talið er að kettirnir beri sníkjudýr sem geti valdið því að lömbin drepist í kindunum ef þeir míga í heyið. Oftast séu það flækingskettir. „Það er í nýju dýraverndunarlögunum klár og skýr ákvæði um það aðþetta sé bannað. Það er bannað að skjóta heimiliskisur,“ segir Arndís.Mast þurfi að gera betur Matvælastofnun er nú með tvö mál vegna ólöglegrar aflífunar í sektarferli. Samkvæmt upplýsingum frá stofnunni hafa sektir vegna illrar meðferðar á dýrum færst í aukna undanfarin ár. „MAST hefur valdið til að gera eitthvaðíþessu. Mast veit að kistur eru skotnar á færi og ég veit ekki til þess að fólk hafi fengið dóm vegna slíks,“ segir Arndís og bætir við að MAST þurfi að gera betur. „Við viljum náttúrulega að það sé tekiðáþessum málum. Að þetta sé tekið alvarlega,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta.
Dýr Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Sjá meira