Keypti í Icelandair fyrir 700 milljónir Hörður Ægisson skrifar 29. maí 2019 05:00 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Fréttablaðið/Stefán Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Managment, sem kom fyrst inn í hlutahafahóp Icelandair Group í síðasta mánuði, bætti við sig hlutum í flugfélaginu í lok síðustu viku fyrir jafnvirði um 700 milljónir króna og er sjóðurinn eftir kaupin orðinn stærsti hluthafi Icelandair. Samkvæmt heimildum Markaðarins stóð PAR Capital að baki kaupum á um 70 milljónum hluta í félaginu síðastliðinn föstudag, sem jafngildir um 1,3 prósenta eignahlutar, og fer sjóðurinn því núna með 13,7 prósenta hlut í Icelandair. Er sá hlutur metinn á rúmlega 7,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair. Fyrir fjárfestinguna var Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafi flugfélagsins með tæplega 12,8 prósenta hlut. PAR Capital, sem er fjárfestingasjóður í Boston með um fjóra milljarða dala í stýringu, jafnvirði um 500 milljarða króna, náði samkomulagi við Icelandair Group í byrjun apríl um kaup á um 11,5 prósenta eignarhlut fyrir samtals 5,6 milljarða króna með útgáfu á nýjum hlutum í félaginu. Sú hlutafjárhækkun, eða samtals 625 milljón hlutir, var samþykkt á hluthafafundi síðar í sama mánuði. Þá stækkaði sjóðurinn hlut sinn skömmu síðar þegar hann keypti í félaginu fyrir jafnvirði um 500 milljónir króna. PAR Capital, sem leggur áherslu á langtímafjárfestingar í ferðaþjónustu og stafrænum miðlum, er meðal annars hluthafi í bandarísku flugfélögunum United Airlines, þar sem sjóðurinn er með tvo menn í stjórn, Delta Airlines, JetBlue Airwaves og Southwest Airlines. Hlutabréfaverð Icelandair hefur hækkað um liðlega 4 prósent frá áramótum og stóð í 9,95 krónur á hlut við lokun markaða í gær. - hae Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Managment, sem kom fyrst inn í hlutahafahóp Icelandair Group í síðasta mánuði, bætti við sig hlutum í flugfélaginu í lok síðustu viku fyrir jafnvirði um 700 milljónir króna og er sjóðurinn eftir kaupin orðinn stærsti hluthafi Icelandair. Samkvæmt heimildum Markaðarins stóð PAR Capital að baki kaupum á um 70 milljónum hluta í félaginu síðastliðinn föstudag, sem jafngildir um 1,3 prósenta eignahlutar, og fer sjóðurinn því núna með 13,7 prósenta hlut í Icelandair. Er sá hlutur metinn á rúmlega 7,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair. Fyrir fjárfestinguna var Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafi flugfélagsins með tæplega 12,8 prósenta hlut. PAR Capital, sem er fjárfestingasjóður í Boston með um fjóra milljarða dala í stýringu, jafnvirði um 500 milljarða króna, náði samkomulagi við Icelandair Group í byrjun apríl um kaup á um 11,5 prósenta eignarhlut fyrir samtals 5,6 milljarða króna með útgáfu á nýjum hlutum í félaginu. Sú hlutafjárhækkun, eða samtals 625 milljón hlutir, var samþykkt á hluthafafundi síðar í sama mánuði. Þá stækkaði sjóðurinn hlut sinn skömmu síðar þegar hann keypti í félaginu fyrir jafnvirði um 500 milljónir króna. PAR Capital, sem leggur áherslu á langtímafjárfestingar í ferðaþjónustu og stafrænum miðlum, er meðal annars hluthafi í bandarísku flugfélögunum United Airlines, þar sem sjóðurinn er með tvo menn í stjórn, Delta Airlines, JetBlue Airwaves og Southwest Airlines. Hlutabréfaverð Icelandair hefur hækkað um liðlega 4 prósent frá áramótum og stóð í 9,95 krónur á hlut við lokun markaða í gær. - hae
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira