Í liði með leiknum sjálfum Þórlindur Kjartansson skrifar 10. maí 2019 07:00 Dómgæslustörf í íþróttum eru að jafnaði fremur vanþakklát. Helvítis dómararnir þurfa að vera tilbúnir til þess að leyfa alls konar skömmum og svívirðingum að rigna yfir sig frá leikmönnum, þjálfurum og áhorfendum. Þeir eiga enga aðdáendur. Þeir eiga heldur ekki neinn möguleika á því að koma út úr leikjum sem sigurvegarar og verða yfirleitt ekki frægir nema að endemum. Það er bara þegar þeir klúðra einhverju sem athyglin beinist að þeim. Þetta er mjög ólíkt veruleika leikmanna. Ef knattspyrnukonu tekst að skora úr ólíklegri stöðu með yfirburðasparktækni, eða körfuboltamaður neglir niður þristi í ójafnvægi um leið og brotið er á honum þá gera áhorfendur sitt allra besta til þess að rífa þakið af húsinu eða feykja burt skýjunum af himninum með fagnaðarlátum sínum. Þegar dómara tekst að dæma réttilega um mjög erfitt atriði þá hleypur hann ekki sigurhring á vellinum, rífur sig úr bolnum og dansar við hornfánann. Réttur dómur er einfaldlega það sem ætlast er til. Enginn fagnar honum. Þrátt fyrir þetta finnst alltaf fólk sem er tilbúið að sinna dómarastörfum í íþróttum. Og í öllum helstu íþróttum á Íslandi er mikill metnaður í dómgæslunni. Dómarar undirbúa sig fyrir tímabil með námskeiðahaldi, úthaldsæfingum, prófum og margs konar fundahaldi. Þeir leggja sig hart fram um að sinna hlutverki sínu vel og af trúmennsku þótt þakkirnar séu oft af skornum skammti.Heiðarleg mistök Allir vita að íþróttamenn gera mistök. Þeir skjóta framhjá úr opnum færum, brenna af vítum á ögurstundu, gefa boltann á andstæðinginn, gleyma að dekka menn í hornspyrnum og þar frameftir götunum. Stór mistök geta snúið allri stríðsgæfu liðanna og sum geta framkallað reiði og pirring samherja og aðdáenda. En að láta sér detta í hug að leikmaður klúðri vísvitandi er óhugsandi. Slík svik væru ekki bara við liðið og áhorfendur heldur við leikinn sjálfan. Dómarar gera líka mistök og mjög oft finnst leikmönnum og áhorfendum hárréttur dómur vera kolrangur. Flestir dómarar læra fljótt á ferlinum að einangra sig frá hávaða leiksins. Þeir læra að vega og meta hvenær rétt er að hlusta á kvabbið í leikmönnum, hvenær er óhætt að viðurkenna vafa og hvenær þeir þurfa að að setja alla sína sannfæringu í dóm sem þeir geta ekki í hjarta sínu verið 100% vissir um að sé réttur. Almennt þurfa dómarar því að koma sér upp nokkuð hörðum skráp. Þeir þurfa að hafa skilning á því að leikmennirnir eru í harðri keppni og hafa lagt sig alla fram um að ná árangri. Góðir dómarar kippa sér því oftast ekki mikið upp við það þótt leikmenn fórni stundum höndum og rífist og skammist yfir einstökum dómum. Eitt er það þó sem leikmenn mega aldrei segja við dómara og varðar nánast alltaf umsvifalausri brottvísun. Það er ef leikmaður lætur sér detta í hug að saka dómara um að svindla viljandi andstæðingnum í hag. Með því er nefnilega ekki bara verið að saka dómarann um svindl, heldur um svik. Dómararnir eru nefnilega í liði þótt þeir geti hvorki unnið eða tapað í sínum leik. Þeir eru í liði með leiknum sjálfum.Svindlað á kerfinu Góðir íþróttamenn vita mætavel að þótt þeir geti orðið reiðir út í dómara þá gæti leikurinn ekki farið fram án þess að einhver gætti ekki bara sinna eigin hagsmuna heldur leiksins sjálfs. Jafnvel skapbráðustu íþróttamenn vita það innst inni að þótt þeir vilji fyrir alla muni sigra þá þurfa þeir líka að halda með leiknum sjálfum. Jafnvel bestu dómarar í íþróttum ættu fullt í fangi með að dæma leiki ef leikmennirnir hirtu nákvæmlega ekkert um drengskap og leikreglur. Allir þurfa að taka sinn hluta af ábyrgðinni á leiknum sjálfum ef vel á fara. Þessi hugsun á miklu víðar erindi en inni á keppnisvelli íþróttanna. Stjórnmálamaður sem notar viljandi ósannindi til að afla sér stuðnings er ekki bara að svindla á mótherjum sínum. Hann er að skemma stjórnmálin sjálf. Blaðamaður sem er ósanngjarn og viljandi hlutdrægur í skrifum sínum er ekki aðeins að svíkja lesendur sína. Hann er að grafa undan hlutverki fjölmiðla í lýðræðislegu samfélagi. Viðskiptamógúlar sem gera allt sem þeir geta til að losa sig sjálfa og fyrirtæki sín undan skattgreiðslum eru ekki bara að hlunnfara ríkisvaldið. Þeir ógna tiltrú samfélagsins á það skipulag markaðsfrelsis sem gerir auðæfi þeirra möguleg. Engin sæmd felst í því að vinna með svindli. Allir þeir sem keppa í lífi eða leik eða taka þátt í samfélagi með öðru fólki þurfa að halda bæði með sjálfum sér, sínu liði og leiknum sjálfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Dómgæslustörf í íþróttum eru að jafnaði fremur vanþakklát. Helvítis dómararnir þurfa að vera tilbúnir til þess að leyfa alls konar skömmum og svívirðingum að rigna yfir sig frá leikmönnum, þjálfurum og áhorfendum. Þeir eiga enga aðdáendur. Þeir eiga heldur ekki neinn möguleika á því að koma út úr leikjum sem sigurvegarar og verða yfirleitt ekki frægir nema að endemum. Það er bara þegar þeir klúðra einhverju sem athyglin beinist að þeim. Þetta er mjög ólíkt veruleika leikmanna. Ef knattspyrnukonu tekst að skora úr ólíklegri stöðu með yfirburðasparktækni, eða körfuboltamaður neglir niður þristi í ójafnvægi um leið og brotið er á honum þá gera áhorfendur sitt allra besta til þess að rífa þakið af húsinu eða feykja burt skýjunum af himninum með fagnaðarlátum sínum. Þegar dómara tekst að dæma réttilega um mjög erfitt atriði þá hleypur hann ekki sigurhring á vellinum, rífur sig úr bolnum og dansar við hornfánann. Réttur dómur er einfaldlega það sem ætlast er til. Enginn fagnar honum. Þrátt fyrir þetta finnst alltaf fólk sem er tilbúið að sinna dómarastörfum í íþróttum. Og í öllum helstu íþróttum á Íslandi er mikill metnaður í dómgæslunni. Dómarar undirbúa sig fyrir tímabil með námskeiðahaldi, úthaldsæfingum, prófum og margs konar fundahaldi. Þeir leggja sig hart fram um að sinna hlutverki sínu vel og af trúmennsku þótt þakkirnar séu oft af skornum skammti.Heiðarleg mistök Allir vita að íþróttamenn gera mistök. Þeir skjóta framhjá úr opnum færum, brenna af vítum á ögurstundu, gefa boltann á andstæðinginn, gleyma að dekka menn í hornspyrnum og þar frameftir götunum. Stór mistök geta snúið allri stríðsgæfu liðanna og sum geta framkallað reiði og pirring samherja og aðdáenda. En að láta sér detta í hug að leikmaður klúðri vísvitandi er óhugsandi. Slík svik væru ekki bara við liðið og áhorfendur heldur við leikinn sjálfan. Dómarar gera líka mistök og mjög oft finnst leikmönnum og áhorfendum hárréttur dómur vera kolrangur. Flestir dómarar læra fljótt á ferlinum að einangra sig frá hávaða leiksins. Þeir læra að vega og meta hvenær rétt er að hlusta á kvabbið í leikmönnum, hvenær er óhætt að viðurkenna vafa og hvenær þeir þurfa að að setja alla sína sannfæringu í dóm sem þeir geta ekki í hjarta sínu verið 100% vissir um að sé réttur. Almennt þurfa dómarar því að koma sér upp nokkuð hörðum skráp. Þeir þurfa að hafa skilning á því að leikmennirnir eru í harðri keppni og hafa lagt sig alla fram um að ná árangri. Góðir dómarar kippa sér því oftast ekki mikið upp við það þótt leikmenn fórni stundum höndum og rífist og skammist yfir einstökum dómum. Eitt er það þó sem leikmenn mega aldrei segja við dómara og varðar nánast alltaf umsvifalausri brottvísun. Það er ef leikmaður lætur sér detta í hug að saka dómara um að svindla viljandi andstæðingnum í hag. Með því er nefnilega ekki bara verið að saka dómarann um svindl, heldur um svik. Dómararnir eru nefnilega í liði þótt þeir geti hvorki unnið eða tapað í sínum leik. Þeir eru í liði með leiknum sjálfum.Svindlað á kerfinu Góðir íþróttamenn vita mætavel að þótt þeir geti orðið reiðir út í dómara þá gæti leikurinn ekki farið fram án þess að einhver gætti ekki bara sinna eigin hagsmuna heldur leiksins sjálfs. Jafnvel skapbráðustu íþróttamenn vita það innst inni að þótt þeir vilji fyrir alla muni sigra þá þurfa þeir líka að halda með leiknum sjálfum. Jafnvel bestu dómarar í íþróttum ættu fullt í fangi með að dæma leiki ef leikmennirnir hirtu nákvæmlega ekkert um drengskap og leikreglur. Allir þurfa að taka sinn hluta af ábyrgðinni á leiknum sjálfum ef vel á fara. Þessi hugsun á miklu víðar erindi en inni á keppnisvelli íþróttanna. Stjórnmálamaður sem notar viljandi ósannindi til að afla sér stuðnings er ekki bara að svindla á mótherjum sínum. Hann er að skemma stjórnmálin sjálf. Blaðamaður sem er ósanngjarn og viljandi hlutdrægur í skrifum sínum er ekki aðeins að svíkja lesendur sína. Hann er að grafa undan hlutverki fjölmiðla í lýðræðislegu samfélagi. Viðskiptamógúlar sem gera allt sem þeir geta til að losa sig sjálfa og fyrirtæki sín undan skattgreiðslum eru ekki bara að hlunnfara ríkisvaldið. Þeir ógna tiltrú samfélagsins á það skipulag markaðsfrelsis sem gerir auðæfi þeirra möguleg. Engin sæmd felst í því að vinna með svindli. Allir þeir sem keppa í lífi eða leik eða taka þátt í samfélagi með öðru fólki þurfa að halda bæði með sjálfum sér, sínu liði og leiknum sjálfum.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun