Í liði með leiknum sjálfum Þórlindur Kjartansson skrifar 10. maí 2019 07:00 Dómgæslustörf í íþróttum eru að jafnaði fremur vanþakklát. Helvítis dómararnir þurfa að vera tilbúnir til þess að leyfa alls konar skömmum og svívirðingum að rigna yfir sig frá leikmönnum, þjálfurum og áhorfendum. Þeir eiga enga aðdáendur. Þeir eiga heldur ekki neinn möguleika á því að koma út úr leikjum sem sigurvegarar og verða yfirleitt ekki frægir nema að endemum. Það er bara þegar þeir klúðra einhverju sem athyglin beinist að þeim. Þetta er mjög ólíkt veruleika leikmanna. Ef knattspyrnukonu tekst að skora úr ólíklegri stöðu með yfirburðasparktækni, eða körfuboltamaður neglir niður þristi í ójafnvægi um leið og brotið er á honum þá gera áhorfendur sitt allra besta til þess að rífa þakið af húsinu eða feykja burt skýjunum af himninum með fagnaðarlátum sínum. Þegar dómara tekst að dæma réttilega um mjög erfitt atriði þá hleypur hann ekki sigurhring á vellinum, rífur sig úr bolnum og dansar við hornfánann. Réttur dómur er einfaldlega það sem ætlast er til. Enginn fagnar honum. Þrátt fyrir þetta finnst alltaf fólk sem er tilbúið að sinna dómarastörfum í íþróttum. Og í öllum helstu íþróttum á Íslandi er mikill metnaður í dómgæslunni. Dómarar undirbúa sig fyrir tímabil með námskeiðahaldi, úthaldsæfingum, prófum og margs konar fundahaldi. Þeir leggja sig hart fram um að sinna hlutverki sínu vel og af trúmennsku þótt þakkirnar séu oft af skornum skammti.Heiðarleg mistök Allir vita að íþróttamenn gera mistök. Þeir skjóta framhjá úr opnum færum, brenna af vítum á ögurstundu, gefa boltann á andstæðinginn, gleyma að dekka menn í hornspyrnum og þar frameftir götunum. Stór mistök geta snúið allri stríðsgæfu liðanna og sum geta framkallað reiði og pirring samherja og aðdáenda. En að láta sér detta í hug að leikmaður klúðri vísvitandi er óhugsandi. Slík svik væru ekki bara við liðið og áhorfendur heldur við leikinn sjálfan. Dómarar gera líka mistök og mjög oft finnst leikmönnum og áhorfendum hárréttur dómur vera kolrangur. Flestir dómarar læra fljótt á ferlinum að einangra sig frá hávaða leiksins. Þeir læra að vega og meta hvenær rétt er að hlusta á kvabbið í leikmönnum, hvenær er óhætt að viðurkenna vafa og hvenær þeir þurfa að að setja alla sína sannfæringu í dóm sem þeir geta ekki í hjarta sínu verið 100% vissir um að sé réttur. Almennt þurfa dómarar því að koma sér upp nokkuð hörðum skráp. Þeir þurfa að hafa skilning á því að leikmennirnir eru í harðri keppni og hafa lagt sig alla fram um að ná árangri. Góðir dómarar kippa sér því oftast ekki mikið upp við það þótt leikmenn fórni stundum höndum og rífist og skammist yfir einstökum dómum. Eitt er það þó sem leikmenn mega aldrei segja við dómara og varðar nánast alltaf umsvifalausri brottvísun. Það er ef leikmaður lætur sér detta í hug að saka dómara um að svindla viljandi andstæðingnum í hag. Með því er nefnilega ekki bara verið að saka dómarann um svindl, heldur um svik. Dómararnir eru nefnilega í liði þótt þeir geti hvorki unnið eða tapað í sínum leik. Þeir eru í liði með leiknum sjálfum.Svindlað á kerfinu Góðir íþróttamenn vita mætavel að þótt þeir geti orðið reiðir út í dómara þá gæti leikurinn ekki farið fram án þess að einhver gætti ekki bara sinna eigin hagsmuna heldur leiksins sjálfs. Jafnvel skapbráðustu íþróttamenn vita það innst inni að þótt þeir vilji fyrir alla muni sigra þá þurfa þeir líka að halda með leiknum sjálfum. Jafnvel bestu dómarar í íþróttum ættu fullt í fangi með að dæma leiki ef leikmennirnir hirtu nákvæmlega ekkert um drengskap og leikreglur. Allir þurfa að taka sinn hluta af ábyrgðinni á leiknum sjálfum ef vel á fara. Þessi hugsun á miklu víðar erindi en inni á keppnisvelli íþróttanna. Stjórnmálamaður sem notar viljandi ósannindi til að afla sér stuðnings er ekki bara að svindla á mótherjum sínum. Hann er að skemma stjórnmálin sjálf. Blaðamaður sem er ósanngjarn og viljandi hlutdrægur í skrifum sínum er ekki aðeins að svíkja lesendur sína. Hann er að grafa undan hlutverki fjölmiðla í lýðræðislegu samfélagi. Viðskiptamógúlar sem gera allt sem þeir geta til að losa sig sjálfa og fyrirtæki sín undan skattgreiðslum eru ekki bara að hlunnfara ríkisvaldið. Þeir ógna tiltrú samfélagsins á það skipulag markaðsfrelsis sem gerir auðæfi þeirra möguleg. Engin sæmd felst í því að vinna með svindli. Allir þeir sem keppa í lífi eða leik eða taka þátt í samfélagi með öðru fólki þurfa að halda bæði með sjálfum sér, sínu liði og leiknum sjálfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Dómgæslustörf í íþróttum eru að jafnaði fremur vanþakklát. Helvítis dómararnir þurfa að vera tilbúnir til þess að leyfa alls konar skömmum og svívirðingum að rigna yfir sig frá leikmönnum, þjálfurum og áhorfendum. Þeir eiga enga aðdáendur. Þeir eiga heldur ekki neinn möguleika á því að koma út úr leikjum sem sigurvegarar og verða yfirleitt ekki frægir nema að endemum. Það er bara þegar þeir klúðra einhverju sem athyglin beinist að þeim. Þetta er mjög ólíkt veruleika leikmanna. Ef knattspyrnukonu tekst að skora úr ólíklegri stöðu með yfirburðasparktækni, eða körfuboltamaður neglir niður þristi í ójafnvægi um leið og brotið er á honum þá gera áhorfendur sitt allra besta til þess að rífa þakið af húsinu eða feykja burt skýjunum af himninum með fagnaðarlátum sínum. Þegar dómara tekst að dæma réttilega um mjög erfitt atriði þá hleypur hann ekki sigurhring á vellinum, rífur sig úr bolnum og dansar við hornfánann. Réttur dómur er einfaldlega það sem ætlast er til. Enginn fagnar honum. Þrátt fyrir þetta finnst alltaf fólk sem er tilbúið að sinna dómarastörfum í íþróttum. Og í öllum helstu íþróttum á Íslandi er mikill metnaður í dómgæslunni. Dómarar undirbúa sig fyrir tímabil með námskeiðahaldi, úthaldsæfingum, prófum og margs konar fundahaldi. Þeir leggja sig hart fram um að sinna hlutverki sínu vel og af trúmennsku þótt þakkirnar séu oft af skornum skammti.Heiðarleg mistök Allir vita að íþróttamenn gera mistök. Þeir skjóta framhjá úr opnum færum, brenna af vítum á ögurstundu, gefa boltann á andstæðinginn, gleyma að dekka menn í hornspyrnum og þar frameftir götunum. Stór mistök geta snúið allri stríðsgæfu liðanna og sum geta framkallað reiði og pirring samherja og aðdáenda. En að láta sér detta í hug að leikmaður klúðri vísvitandi er óhugsandi. Slík svik væru ekki bara við liðið og áhorfendur heldur við leikinn sjálfan. Dómarar gera líka mistök og mjög oft finnst leikmönnum og áhorfendum hárréttur dómur vera kolrangur. Flestir dómarar læra fljótt á ferlinum að einangra sig frá hávaða leiksins. Þeir læra að vega og meta hvenær rétt er að hlusta á kvabbið í leikmönnum, hvenær er óhætt að viðurkenna vafa og hvenær þeir þurfa að að setja alla sína sannfæringu í dóm sem þeir geta ekki í hjarta sínu verið 100% vissir um að sé réttur. Almennt þurfa dómarar því að koma sér upp nokkuð hörðum skráp. Þeir þurfa að hafa skilning á því að leikmennirnir eru í harðri keppni og hafa lagt sig alla fram um að ná árangri. Góðir dómarar kippa sér því oftast ekki mikið upp við það þótt leikmenn fórni stundum höndum og rífist og skammist yfir einstökum dómum. Eitt er það þó sem leikmenn mega aldrei segja við dómara og varðar nánast alltaf umsvifalausri brottvísun. Það er ef leikmaður lætur sér detta í hug að saka dómara um að svindla viljandi andstæðingnum í hag. Með því er nefnilega ekki bara verið að saka dómarann um svindl, heldur um svik. Dómararnir eru nefnilega í liði þótt þeir geti hvorki unnið eða tapað í sínum leik. Þeir eru í liði með leiknum sjálfum.Svindlað á kerfinu Góðir íþróttamenn vita mætavel að þótt þeir geti orðið reiðir út í dómara þá gæti leikurinn ekki farið fram án þess að einhver gætti ekki bara sinna eigin hagsmuna heldur leiksins sjálfs. Jafnvel skapbráðustu íþróttamenn vita það innst inni að þótt þeir vilji fyrir alla muni sigra þá þurfa þeir líka að halda með leiknum sjálfum. Jafnvel bestu dómarar í íþróttum ættu fullt í fangi með að dæma leiki ef leikmennirnir hirtu nákvæmlega ekkert um drengskap og leikreglur. Allir þurfa að taka sinn hluta af ábyrgðinni á leiknum sjálfum ef vel á fara. Þessi hugsun á miklu víðar erindi en inni á keppnisvelli íþróttanna. Stjórnmálamaður sem notar viljandi ósannindi til að afla sér stuðnings er ekki bara að svindla á mótherjum sínum. Hann er að skemma stjórnmálin sjálf. Blaðamaður sem er ósanngjarn og viljandi hlutdrægur í skrifum sínum er ekki aðeins að svíkja lesendur sína. Hann er að grafa undan hlutverki fjölmiðla í lýðræðislegu samfélagi. Viðskiptamógúlar sem gera allt sem þeir geta til að losa sig sjálfa og fyrirtæki sín undan skattgreiðslum eru ekki bara að hlunnfara ríkisvaldið. Þeir ógna tiltrú samfélagsins á það skipulag markaðsfrelsis sem gerir auðæfi þeirra möguleg. Engin sæmd felst í því að vinna með svindli. Allir þeir sem keppa í lífi eða leik eða taka þátt í samfélagi með öðru fólki þurfa að halda bæði með sjálfum sér, sínu liði og leiknum sjálfum.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar