Ástrali mættur hingað til lands til að vara Íslendinga við því að skerða útiveru barna Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2019 16:00 Hann sagði að kynslóðin sem væri að vaxa úr grasi í dag í Ástralíu væri kölluð "bómullarkynslóðin“ og sagði áströlsk börn verja minni tíma utandyra á degi hverjum heldur en fangar í öryggisfangelsum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ástralinn Griffin Longley er hingað mættur til lands til að kynna sér útiveru barna og vara Íslendingum við hættunum sem fylgja því að skerða frelsi barna til að leika sér úti. Longley mætti í Brennsluna á FM957 í morgun þar sem hann ræddi þetta málefni en hann sagði að á síðastliðnum tveimur áratugum hefði það færst í aukana að foreldrar ofverndi börnin sín og hleypi þeim ekki út til að leika sér af ótta við að þau bíði skaða eða verði fyrir barðinu á glæpamönnum sem vinni þeim mein. Hann sagði að kynslóðin sem væri að vaxa úr grasi í dag í Ástralíu væri kölluð „bómullarkynslóðin“ og sagði áströlsk börn verja minni tíma utandyra á degi hverjum heldur en fangar í öryggisfangelsum. Longley benti á að velferð barna víðs vegar um heiminn hefði verið könnuð nýverið og niðurstaðan var sú að Ísland var þar á meðal fjögurra efstu þjóðanna þar sem börnin verja mestum tíma utandyra. Hinar þjóðirnar þrjár eru Finnland, Noregur og Holland.Hann setti sér því það að markmiði að heimsækja öll þessi lönd og kynna sér hvernig þær þjóðir ala börnin sín upp. Benti Longley á að Íslendingar, Norðmenn og Finnar setji útiveru í forgang og þess vegna leiki börnin sér meira úti. Hjá Hollendingum er það þannig að foreldrarnir vinna minna en foreldrar í öðrum löndum og verji því meiri tíma með börnum sínum og þá helst utandyra. Hann sagði það til marks um órökréttan ótta að hleypa börnunum sínum ekki út til að leika sér. Sér í lagi sagði hann óttan við að þau verði numin á brott af níðingum ekki sérlega rökréttan. Í Ástralíu verður að meðal tali einn á hverju ári fyrir barðinu á hákarli, en samt óttast Ástralar ekki að taka sundsprett í sjónum. Þá leggi foreldrar börnin sín í mesta hættu þegar þau eru sett í bíl, en samt hættir enginn að nota bíla. Longley sagðist hafa skilning á þessum ótta en segist þess vegna vera að breiða út mikilvægi þess að börnunum sé leyft að leika sér utandyra, því það sé í raun ekki það mikið að óttast. „Við verðum að vera skynsöm og átta okkur á því að börnin þurfa að hreyfa sig.“ Hefur Longley bent á að börn í Ástralíu meiði sig oftar við að detta úr rúmi heldur en úr tré. Fleiri börn deyja af völdum þess að verða undir sjónvarpi á heimili sínu. Dánartíðnin þar sé mun hærri þegar kemur að því að verða undir sjónvarpi heldur en að látast af slysförum við leik utandyra. Þáttastjórnendur Brennslunnar bentu á að þó að Ísland sé vel statt þegar kemur að þessu málefni þá væri hins vegar viðhorfið í þá veru að innivera sé að aukast. Spurður hvernig væri hægt að koma í veg fyrir það sagði Longley mikilvægt að ræða þetta málefni og átta sig á því að frelsi til útiveru skipti miklu máli þegar kemur að velferð barnanna. Brennslan Börn og uppeldi Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Ástralinn Griffin Longley er hingað mættur til lands til að kynna sér útiveru barna og vara Íslendingum við hættunum sem fylgja því að skerða frelsi barna til að leika sér úti. Longley mætti í Brennsluna á FM957 í morgun þar sem hann ræddi þetta málefni en hann sagði að á síðastliðnum tveimur áratugum hefði það færst í aukana að foreldrar ofverndi börnin sín og hleypi þeim ekki út til að leika sér af ótta við að þau bíði skaða eða verði fyrir barðinu á glæpamönnum sem vinni þeim mein. Hann sagði að kynslóðin sem væri að vaxa úr grasi í dag í Ástralíu væri kölluð „bómullarkynslóðin“ og sagði áströlsk börn verja minni tíma utandyra á degi hverjum heldur en fangar í öryggisfangelsum. Longley benti á að velferð barna víðs vegar um heiminn hefði verið könnuð nýverið og niðurstaðan var sú að Ísland var þar á meðal fjögurra efstu þjóðanna þar sem börnin verja mestum tíma utandyra. Hinar þjóðirnar þrjár eru Finnland, Noregur og Holland.Hann setti sér því það að markmiði að heimsækja öll þessi lönd og kynna sér hvernig þær þjóðir ala börnin sín upp. Benti Longley á að Íslendingar, Norðmenn og Finnar setji útiveru í forgang og þess vegna leiki börnin sér meira úti. Hjá Hollendingum er það þannig að foreldrarnir vinna minna en foreldrar í öðrum löndum og verji því meiri tíma með börnum sínum og þá helst utandyra. Hann sagði það til marks um órökréttan ótta að hleypa börnunum sínum ekki út til að leika sér. Sér í lagi sagði hann óttan við að þau verði numin á brott af níðingum ekki sérlega rökréttan. Í Ástralíu verður að meðal tali einn á hverju ári fyrir barðinu á hákarli, en samt óttast Ástralar ekki að taka sundsprett í sjónum. Þá leggi foreldrar börnin sín í mesta hættu þegar þau eru sett í bíl, en samt hættir enginn að nota bíla. Longley sagðist hafa skilning á þessum ótta en segist þess vegna vera að breiða út mikilvægi þess að börnunum sé leyft að leika sér utandyra, því það sé í raun ekki það mikið að óttast. „Við verðum að vera skynsöm og átta okkur á því að börnin þurfa að hreyfa sig.“ Hefur Longley bent á að börn í Ástralíu meiði sig oftar við að detta úr rúmi heldur en úr tré. Fleiri börn deyja af völdum þess að verða undir sjónvarpi á heimili sínu. Dánartíðnin þar sé mun hærri þegar kemur að því að verða undir sjónvarpi heldur en að látast af slysförum við leik utandyra. Þáttastjórnendur Brennslunnar bentu á að þó að Ísland sé vel statt þegar kemur að þessu málefni þá væri hins vegar viðhorfið í þá veru að innivera sé að aukast. Spurður hvernig væri hægt að koma í veg fyrir það sagði Longley mikilvægt að ræða þetta málefni og átta sig á því að frelsi til útiveru skipti miklu máli þegar kemur að velferð barnanna.
Brennslan Börn og uppeldi Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira