Suu Kyi reyndist stærsta hindrunin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. maí 2019 08:00 Mannorð nóbelsverðlaunahafans hefur beðið megna hnekki undanfarin misseri. Nordicphotos/AFP Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og þjóðarleiðtogi sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1991, reyndist helsti andstæðingur þess að tveir blaðamenn Reuters væru leystir úr haldi í landinu. Þetta kom fram í umfjöllun The New York Times í gær. Zaw Htay, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, neitaði að tjá sig um málið. Blaðamennirnir, þeir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, voru handteknir þann 12. desember árið 2017 er þeir voru að rannsaka fjöldamorð á tíu Róhingjum sem mjanmarski herinn á að hafa framið í bænum Inn Din í Rakhine-ríki Mjanmars. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi í september síðastliðnum fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál við litla hrifningu alþjóðasamfélagsins. Alþjóðlegur þrýstingur varð svo til þess að Win Myint forseti ákvað að náða Reuters-liðana þann 7. maí síðastliðinn. Reuters birti umfjöllunina á meðan þeir voru í haldi. Fyrir hana fengu blaðamennirnir Pulitzer-verðlaun. Fjöldamorðið í Inn Din er þó aðeins lítill hluti aðgerða mjanmarska hersins, og þess meirihluta almennra borgara sem játar búddatrú, gegn Róhingjum. Nóbelsverðlaunahafinn er sagður hafa verið harður andstæðingur þess að blaðamennirnir yrðu leystir úr haldi og sagði bandaríska dagblaðið þá afstöðu vel þekkta á meðal erindreka annarra ríkja. Suu Kyi er enn fremur sögð hafa reiðst mjög þegar erindrekar báru málið upp í viðræðum. David S. Mathieson, sem starfar við greiningu mjanmarsks stjórnmálaumhverfis, sagði við miðilinn að málið hafi verið afar persónulegt fyrir Suu Kyi. „Vegna þrjósku hennar, afneitunar á glæpunum í Rakhine og þeirrar alþjóðlegu gagnrýni sem hún sætti ákvað hún að verða helsta hindrunin í því að þetta mál yrði farsællega leyst,“ sagði greinandinn. Þá var jafnframt haft eftir Thar Lon Zaung Htet, stofnanda samtaka um vernd mjanmarskra blaðamanna, að Min Aung Hlaing, einn æðsti yfirmaður mjanmarska hersins, hafi verið reiðubúinn að hjálpa honum við að fá blaðamennina leysta úr haldi. Engin svör fengust hins vegar frá Nóbelsverðlaunahafanum. Vert er að taka fram að vegna stöðu sinnar er Hlaing ef til vill valdameiri en Suu Kyi en herinn fær um fjórðung þingsæta og valdamikil ráðuneyti. Brenndu skóla Þjóðflokkur Róhingja hefur sætt ofsóknum áratugum saman. Staðan hefur þó trúlega aldrei verið jafnslæm og undanfarin ár. Rannsakendur á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa sakað mjanmarska herforingja um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu fyrir morð, nauðganir og gjöreyðileggingu byggða Róhingja. Þá hafa um 730.000 Róhingjar flúið til grannríkisins Bangladess. Vefmiðillinn The Stateless Rohingya sagði frá því í gær að verslanir og skólar Róhingja í Kun Taing hafi verið brennd til grunna á fimmtudaginn. „Þetta er friðsæll bær og hér höfum við fengið að lifa í friði kynslóðum saman án trúarágreinings. En hatrið ríkir nú í Rakhine. Þess vegna hafa eignir fátækra bæjarbúa verið eyðilagðar,“ sagði bæjarbúi við miðilinn. Róhingjar eru múslimar en meirihluti samlanda þeirra eru búddistar. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og þjóðarleiðtogi sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1991, reyndist helsti andstæðingur þess að tveir blaðamenn Reuters væru leystir úr haldi í landinu. Þetta kom fram í umfjöllun The New York Times í gær. Zaw Htay, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, neitaði að tjá sig um málið. Blaðamennirnir, þeir Wa Lone og Kyaw Soe Oo, voru handteknir þann 12. desember árið 2017 er þeir voru að rannsaka fjöldamorð á tíu Róhingjum sem mjanmarski herinn á að hafa framið í bænum Inn Din í Rakhine-ríki Mjanmars. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi í september síðastliðnum fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál við litla hrifningu alþjóðasamfélagsins. Alþjóðlegur þrýstingur varð svo til þess að Win Myint forseti ákvað að náða Reuters-liðana þann 7. maí síðastliðinn. Reuters birti umfjöllunina á meðan þeir voru í haldi. Fyrir hana fengu blaðamennirnir Pulitzer-verðlaun. Fjöldamorðið í Inn Din er þó aðeins lítill hluti aðgerða mjanmarska hersins, og þess meirihluta almennra borgara sem játar búddatrú, gegn Róhingjum. Nóbelsverðlaunahafinn er sagður hafa verið harður andstæðingur þess að blaðamennirnir yrðu leystir úr haldi og sagði bandaríska dagblaðið þá afstöðu vel þekkta á meðal erindreka annarra ríkja. Suu Kyi er enn fremur sögð hafa reiðst mjög þegar erindrekar báru málið upp í viðræðum. David S. Mathieson, sem starfar við greiningu mjanmarsks stjórnmálaumhverfis, sagði við miðilinn að málið hafi verið afar persónulegt fyrir Suu Kyi. „Vegna þrjósku hennar, afneitunar á glæpunum í Rakhine og þeirrar alþjóðlegu gagnrýni sem hún sætti ákvað hún að verða helsta hindrunin í því að þetta mál yrði farsællega leyst,“ sagði greinandinn. Þá var jafnframt haft eftir Thar Lon Zaung Htet, stofnanda samtaka um vernd mjanmarskra blaðamanna, að Min Aung Hlaing, einn æðsti yfirmaður mjanmarska hersins, hafi verið reiðubúinn að hjálpa honum við að fá blaðamennina leysta úr haldi. Engin svör fengust hins vegar frá Nóbelsverðlaunahafanum. Vert er að taka fram að vegna stöðu sinnar er Hlaing ef til vill valdameiri en Suu Kyi en herinn fær um fjórðung þingsæta og valdamikil ráðuneyti. Brenndu skóla Þjóðflokkur Róhingja hefur sætt ofsóknum áratugum saman. Staðan hefur þó trúlega aldrei verið jafnslæm og undanfarin ár. Rannsakendur á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa sakað mjanmarska herforingja um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu fyrir morð, nauðganir og gjöreyðileggingu byggða Róhingja. Þá hafa um 730.000 Róhingjar flúið til grannríkisins Bangladess. Vefmiðillinn The Stateless Rohingya sagði frá því í gær að verslanir og skólar Róhingja í Kun Taing hafi verið brennd til grunna á fimmtudaginn. „Þetta er friðsæll bær og hér höfum við fengið að lifa í friði kynslóðum saman án trúarágreinings. En hatrið ríkir nú í Rakhine. Þess vegna hafa eignir fátækra bæjarbúa verið eyðilagðar,“ sagði bæjarbúi við miðilinn. Róhingjar eru múslimar en meirihluti samlanda þeirra eru búddistar.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent